Meira en helmingur Covid-sjúklinga fann fyrir truflun á bragðskyni Niðurstöður íslenskrar rannsóknar um tíðni og þróun einkenna meðal fólks sem greindist með Covid-19 í fyrstu bylgju faraldursins sýna að meira en helmingur sjúklinga fann fyrir bragðskyns- og lyktarskynstruflunum. Niðurstöðurnar sýna einnig að nærri helmingur sjúklinganna fann fyrir einkennum í meltingarfærum. 4.12.2020 07:44
Kaldasti tíminn í fyrramálið: „Kæmi ekki á óvart að sjá mæla skríða undir 20 stigin“ Norðanáttin er farin að gefa eftir en þá nær kalda loftið yfir landinu að komast niður að yfirborðinu og verður kaldasti tíminn í fyrramálið að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 4.12.2020 07:01
Ófært um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs Súðavíkurhlíð er ófær vegna snjóflóðs að því er segir í tilkynningu á vef Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiðin einnig ófær sem og Brattabrekka, Þröskuldar og vegurinn yfir Þverárfjall samkvæmt korti Vegagerðarinnar. Þungfært er á Mývatnsöræfum og skafrenningur. 4.12.2020 06:33
Sóttvarnaaðgerðir séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn en aðra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, minnti á það á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að þær sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins séu ekki meira íþyngjandi fyrir íþróttamenn heldur en aðra. 3.12.2020 12:23
Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3.12.2020 11:40
Byggja nýtt hjúkrunarheimili á Akureyri Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrarbæjar hafa undirritað samning um byggingu nýs hjúkrunarheimilis við Vestursíðu 9 á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við framkvæmdar er um þrír milljarðar króna sem skiptist á þann veg að ríkið greiðir 85% og Akureyrarbær greiðir 15%. 3.12.2020 10:51
Tugir einstaklinga smitaðir af Covid-19 eftir „swing“-ráðstefnu í New Orleans 41 einstaklingur hefur greinst með Covid-19 eftir að hafa sótt svokallaða „swing“-ráðstefnu í New Orleans í Louisiana í Bandaríkjunum. Yfirvöld segja ráðstefnuna hafa verið viðburð sem stuðlaði að „ofurdreifingu“ kórónuveirunnar sem veldur Covid-19. 3.12.2020 10:33
Lægir ekki að ráði fyrr en eftir hádegi á morgun Áfram eru veðurviðvaranir í gildi um land allt nema á höfuðborgarsvæðinu vegna norðanstorms. Á Suðausturlandi er appelsínugul viðvörun í gildi en annars staðar á landinu eru viðvaranir gular. 3.12.2020 07:49
Veður með versta móti á Akureyri og ófært víða um land Á Akureyri hefur veðrið verið með versta móti síðan síðdegis í gær og að sögn varðstjóra hjá lögreglunni er þungfært víða í bænum. Verið er að moka aðalleiðir en í íbúagötum er víða ófært. 3.12.2020 06:45
Ólafur Helgi kallaður til yfirheyrslu Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum og núverandi sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, hefur verið kallaður til yfirheyrslu vegna rannsóknar héraðssaksóknara. 3.12.2020 06:35