Aldrei litið betur út þrátt fyrir alvarlegt slys „Ég fæ mikið af spurningum hvernig ég held mér svona unglegri. Margir halda að það sé með bótox eða fylliefni, þar sem ég er með mjög slétta og fína húð,“ segir Dísa Dungal heilsu- og íþróttafræðingur. Hún tók þátt í Ungfrú Ísland í ágúst síðastliðnum og hefur starfað sem fyrirsæti undanfarin ár. 20.9.2024 15:02
„Fimm ár af allskonar og hamingjan er enn hér“ Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, upplýsingafulltrúi menningar- og viðskiptaráðuneytis, og Karl Sigurðsson hljómsveitarmeðlimur í Baggalúti, fögnuðu fimm ára trébrúðkaupi í gær. 20.9.2024 10:02
„Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ „Við vorum ekkert að taka eitt skref í einu, heldur bauð Ásgeir mér á árshátið Stöðvar 2 sem var okkar fyrsta deit enda var hann alveg staðráðinn í því frá fyrsta augnabliki að ég væri sú rétta,“ segir Hera Gísladóttir, heilsumarkþjálfi og stjörnuspekingur, um fyrsta stefnumót hennar og unnusta síns, Ásgeirs Kolbeinssonar, athafna- og fjölmiðlamanns. 20.9.2024 08:40
Fagnaði 35 árum í sólinni Crossfit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir fagnaði 35 ára afmæli sínu með fjölskyldunni í blíðviðrinu á Spáni í gær. Hún kveðst vera mikið afmælisbarn. 19.9.2024 15:31
Best skipulagða geymsla landsins í glæsihúsi við Laugardalinn Á eftirsóttum stað við Laugardalinn í Reykjavík er finna reisulegt 380 fermetra einbýlishús, teiknað af Sigvalda Thordarsyni arkitekt. Húsið var byggt árið 1961. Á síðustu árum hefur húsið verið mikið endurnýjað er hið smekklegasta. 19.9.2024 14:32
„Allir vonuðu að þetta yrði stelpa“ „Þegar ég gekk með þriðja barnið mitt, fann ég fyrir mikilli pressu frá öllum sem vonuðu að þetta yrði stelpa,“ segir sænska fyrirsætan og áhrifavaldurinn, Kenza Zouiton Subosi, sem á þrjá drengi með eiginmanni sínum Aleksandar Subosic. 19.9.2024 11:32
Komo keppir á stærstu götubitakeppni í heimi Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubitaverðlaunum. Um er að ræða stærstu götutakeppni í heimi þar sem nítján þjóðir keppist um titillinn: Besti Götubitinn í Evrópu. 18.9.2024 15:32
Verslunarhjón selja glæsivillu í 108 Hjónin Ingibjörg Kristófersdóttir og Hákon Hákonarson, sem eiga tískuvöruverslanirnar Mathilda, Englabörn og Herragarðinn, hafa sett einbýlishús sitt við Byggðarenda á sölu. 18.9.2024 14:31
Eitt stærsta bílabíó landsins fer fram um helgina Hið vinsæla bílabíó snýr aftur laugardaginn 21. september á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð Reykjavík, enn sem fyrr er það eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir við reiðhöllina í Víðidal þar sem tekið verður á móti gestum í sannkallaða kvimyndaveislu. 18.9.2024 11:31
Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar Við Ásvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur er að finna glæsilegt 320 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 1941 eftir hönnun Þóris G. Baldvinssonar en var stækkað árið 1961 eftir teikningu Kjartans Sveinssonar. 17.9.2024 16:20