Brúðkaupskipuleggjandi og flugmaður selja slotið Vigdís Björk Segatta, einn helsti brúðkaupsskipuleggjandi landsins og eigandi Luxwedding, og eiginmaður hennar Ólafur Jón Jónsson flugmaður hjá Icelandair, hafa sett fallegt einbýlishús við Sveinskotsvör á Álftanesi á sölu. 13.9.2024 20:01
Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Tilfinningarnar voru við völd þegar nýju Ljósavinaverkefni var ýtt úr vör með pompi og prakt á Sjálandi í vikunni. Fjöldi fólks mætti á viðburðinn sem einkenndist af ljúfum tónum og fjölbreyttri dagskrá. 13.9.2024 16:00
Frumsýning á Vísi: Steindi og Dóri prófa skrýtnustu staðina með eina stjörnu Æskuvinirnir og grínistarnir Steindi Jr. og Dóri DNA fara í sprenghlægilegt ferðalag um heiminn í nýjum þáttum sem bera heitið 1 stjarna. Þar prófa þeir verstu staði í heimi. Dóri segist hafa fengið nóg af Steinþóri og lýsir honum sem skelfilegum ferðafélaga á meðan Steindi heldur ekki vatni yfir Dóra. 13.9.2024 10:37
„Sáu allar til þess að ég kæmist til manns, þeim á ég allt að þakka“ „Ég er að koma undan stórkostlegu sumri þar sem ég eignaðist dóttur í júní og hef ég gefið mig alfarið á vald hennar og er núna akkúrat að hefja störf aftur eftir sumarfrí með henni,“ segir Níels Thibaud Girerd, leikari og leikstjóri. Hann segir lífið gott og skemmtilegt. 13.9.2024 06:30
Íbúð við Laugaveg sem áður var bíósalur Við Laugaveg 96 í Reykjavík er að finna sjarmerandi íbúð í sögufrægu húsi sem var byggt árið 1967. Stjörnubíó var áður til húsa í eigninni en síðustu kvimyndasýningarnar fóru fram þann 28. febrúar 2002. Ásett verð er 119,9 milljónir. 12.9.2024 14:45
Halla á Hellisheiði með viðskiptakonum Metþátttaka var á opnunarviðburði FKA sem fór fram hjá Carbfix á Hellisheiði á dögunum. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands var heiðursgestur viðburðarins. Líkt og alþjóð veit hefur forsetinn verið öflug í atvinnulífinu og þekkir hún vel til starfa FKA. Hún stofnaði meðal annars LeiðtogaAuði, deild innan FKA á sínum tíma. 12.9.2024 09:00
„Háð því að gera hluti sem eru óþægilegir“ „Maður lærir að hugsa betur í háskólanámi. Maður æfir þá vöðva. Námið var á ensku og var mjög skemmtilegt, þrátt fyrir að það hafi verið erfitt. Enda, allt sem er auðvelt, maður græðir ekkert rosalega á því,“ segir Anna Margrét Gunnarsdóttir eigandi Altso samskiptaráðgjafar. 11.9.2024 20:01
Gullið tilboð í Amsterdam Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður á RÚV og knattspyrnuþjálfari, og Velina Apostolova, stafrænn leiðtogi hjá Reykjavíkurborg, trúlofuðu sig í Amsterdam í Hollandi. Parið deilir gleðifréttunum í sameiginlegri færslu á Instagram. 11.9.2024 16:31
„Enn hafa engir leyndir gallar látið á sér kræla“ Grínistinn Sólmundur Hólm og eiginkona hans, Viktoría Hermannsdóttir fjölmiðlakona, fögnuðu tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu í gær. Hjónin voru gefin saman í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 10. september 2022. 11.9.2024 10:31
Hildur Sif og Páll Orri festu kaup á hönnunaríbúð í 101 Hildur Sif Hauksdóttir, áhrifavaldur og raunveruleikastjarna, og kærastinn hennar Páll Orri Pálsson hafa fest kaup á 94 fermetra íbúð við Ánanaust í Reykjavík. Eignin er á fyrstu hæð í sjö hæða nýlegu fjölbýlishúsi. 11.9.2024 09:32