Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Til stendur að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka á næstu vikum, þó markaðsaðstæður séu ekki fullkomnar í kjölfar tollahækkana Bandaríkjaforseta, að sögn fjármálaráðherra. Almenningur mun njóta forgangs í útboðinu þegar það fer loks fram. 4.5.2025 19:01
Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Fagstjóri Veðurstofu Íslands í jöklafræði segir óvenjulítinn snjó á hálendinu í byrjun maí í raun hafa ekkert með loftslagsbreytingar að gera. Snjóleysið hafi þó slæm áhrif á jöklabúskapinn og munu jöklar rýrna meira en vanalega ef meðalsumar er í kortunum. 4.5.2025 15:17
Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Prófessor í stjórnmálafræði segir sögulegan sigur Umbótaflokksins í sveitarstjórnarkosningum í Englandi vekja upp spurningar hvort flokkurinn gæti steypt Íhaldsflokknum af stalli. Sigurinn sé í takt við „skringilega“ skautun víða um heim. 4.5.2025 13:45
Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma. 3.5.2025 19:45
„Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Um 65 prósent nýrra íbúða á þéttingarreitum í Reykjavík seljast ekki að sögn fasteignasala. Hann segir ástæðu þessa mega rekja til of mikils verðbils á milli nýrra og eldri íbúða en einnig til skorts á bílastæðum. 3.5.2025 12:22
„Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Fréttakona Ríkisútvarpsins segist þakklát snjósleðaköppum eftir að hún slasaðist illa á fæti á fjallaskíðum á jökli um Páskana. Hún verður frá vinnu í nokkrar vikur, erfiðast sé að geta ekki sinnt börnunum. 2.5.2025 22:15
„Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Íslenskur karlmaður var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær grunaður um hafa frelsissvipt erlendan ferðamann. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn og segir manninn ekki hafa haft ásetning til að gera illt. Maðurinn glími við geðræn vandamál og eigi ekki heima í fangelsi. 2.5.2025 20:01
Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Kafbátaleitaræfing á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Landhelgisgæslunnar hófst í dag og mun standa yfir í tvær vikur. Um er að ræða umfangsmikla æfingu þar sem herskip frá Evrópuþjóðum, þyrlur og kafbátar koma við sögu. 28.4.2025 22:57
Börn oft að leik þar sem slysið varð Móðir kallar eftir því að Reykjavíkurborg grípi til ráðstafanna til að tryggja umferðaröryggi í íbúðargötu eftir að bíll valt með óútskýranlegum hætti fyrir utan heimili hennar. Börn séu oft að leik á sama stað. 13.4.2025 22:05
Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Nýr eigandi Kaffivagnsins segir ýmsar gersemar allt að 70 ára gamlar hafa fundist í veggjum húsnæðisins sem gengur nú í endurnýjun lífdaga 13.4.2025 21:00