Fréttamaður

Tómas Arnar Þorláksson

Tómas Arnar er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hrædd um að brennu­vargur gangi laus í bænum

Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur.

Segir lítið til í orðum ráð­herra

Fyrrverandi sviðstjóri hjá Mannviti segir lítið til í orðum umhverfis og orkuráðherra um að sérleyfum fyrir olíuleit og vinnslu hafi verið skilað vegna þess að litlar líkur hafi verið taldar á olíufundi. Hann segir að aðeins síðasta skrefið hafi verið eftir áður en pólitík í Noregi og fjárhagskraggar hjá kínversku félagi spillti fyrir.

Ók á vegavinnumann og flúði vett­vang

Ekið var á starfsmann malbikunarfyrirtækisins Colas í gær. Ökumaðurinn gaf í þegar starfsmaðurinn gaf merki um að stöðva. Deildarstjóri öryggis hjá Colas segir uppákomur sem þessar vera daglegt brauð.

„Ævin­týra­legur á­vinningur“ og ráð­herra segir auð­velt að sækja um

Hagfræðingur hjá viðskiptaráði segir olíuleit á Drekasvæðinu ekki fullreynda þó að rannsóknir hafi staðið yfir frá 1985. Olíufundur gæti skilað ævintýralegum ávinningi að hans mati. Umhverfis orku og loftslagsráðherra bendir á að fyrri leyfishafar hafi skilað inn leyfi þar sem verulega litlar líkur voru taldar á olíufundi

Hin­segin fólk upp­lifi ó­öryggi í strætis­vögnum

Stjórnarformaður strætó segir að borið hafi á því að hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir mikilvægt að bregðast við vegna orðræðu sem hún lýsir sem hatursbylgju.

Merki um að gjá í sam­fé­laginu sé að stækka

Stjórnmálafræðingur segir bilið á milli kosningaþátttöku háskólamenntaðra og grunnskólamenntaðra aukast með árunum. Í þingkosningunum á síðasta ári munaði rúmum 20 prósentustigum á milli þessara hópa í sumum kjördæmum sem sé merki um aukna samfélagslega aðgreiningu að hennar mati.

„Þetta var vissu­lega ekki í starfslýsingunni“

Bæjarstjóri Grindavíkur hyggst hætta sem bæjarstjóri að loknu kjörtímabili. Hann kveður með þakklæti í hjarta og kveðst munu sakna Grindvíkinga einstaklega mikið. Þó nokkrir atburðir síðustu ára sitji í bæjarstjóranum. 

Sjá meira