Fréttakviss vikunnar: Laufléttar spurningar á aðfangadegi Hversu vel fylgist þú með fréttum og líðandi stund? Taktu þátt í Fréttakvissi vikunnar sem er í boði á Vísi á laugardögum. 24.12.2022 09:01
Gul viðvörun vegna snjókomu á aðfangadag Gul viðvörun er í gildi fyrir Suðurland frá aðfangadagsmorgni til miðnættis annað kvöld. Talsvert gæti snjóað á morgun á sunnan- og vestanverðu landinu sem og við norðurströnd landsins. 23.12.2022 14:38
Ekki sýnt fram á að rekja megi banaslysið til jarðhræringa GT verktakar eiga rétt á því að fá þriðjung þeirrar jarðýtu sem féll ofan í malarnámu í Þrengslunum árið 2020 bættan. Stjórnandi jarðýtunnar lést í slysinu. Hann er talinn hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi við stjórn jarðýtunnar. Ekki þykir sannað að stór jarðskjálfti, nokkrum dögum fyrir slysið, hafi átt þátt í því. 23.12.2022 11:16
Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði. 22.12.2022 09:12
Sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum stendur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar yfir þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra og tveimur flugmönnum þess, sem lentu þyrlu í tvígang án leyfis í friðlandinu á Hornströndum árið 2020. Einn dómari Hæstaréttar skilaði sératkvæði og vildi sýkna viðkomandi. 21.12.2022 15:55
Ísland hafði enn á ný betur í nafnadeilunni við Iceland Foods Fjölskipuð áfrýjunarnefnd Hugverkastofu Evrópusambandsins hefur vísað frá áfrýjun Iceland Foods í deilu verslunarkeðjunnar og íslenskra stjórnvalda vegna vörumerkjaskráningar á orðinu Iceland. Skráning verslunarkeðjunnar er því ógild. 21.12.2022 11:53
Múrmansk svarar Akureyri í sömu mynt Borgarráð rússnesku borgarinnar Múrmansk hefur ákveðið að slíta vinabæjarsamstarfi við Akureyri, eftir að bæjarráð Akureyrar sleit samstarfinu við Múrmansk í síðasta mánuði. 21.12.2022 10:59
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21.12.2022 10:03
Lausn komin á fánamálið í Fjallabyggð Lausn hefur fundist í fánamálinu svokallaða í Fjallabyggð, eftir að bæjarstjórn sveitarfélagsins samþykkti nýverið tillögu bæjarstjórans um framtíðarfyrirkomulag flöggunar í Fjallabyggð. 20.12.2022 21:19
Mæla ekki með því að nefna örnefni eftir núlifandi fólki Örnefnanefnd telur ekki rétt að mæla með því að ónefndur fjallstindur í Vatnajökli verði kenndur við Helga Björnsson, helsta jöklafræðing landsins. Ekki sé hefð fyrir því að nefna náttúrufyrirbæri eftir núlifandi fólki. Nefndin bendir þó að það sé ekki hlutverk hennar að taka ákvörðun um ný nöfn á náttúrufyrirbærum. 20.12.2022 19:15