Fréttamaður

Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt

Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu.

Fjöl­menn tekk-sölu­síða með ó­vænt nýtt hlut­verk

Nokkuð fjölmenn sölusíða á Facebook, sem hingað til hefur gegnt hlutverki sölumarkaðs fyrir tekk-húsgögn á Íslandi, hefur skipt um hlutverk. Síðan er nú, nokkuð óvænt, orðin að sölusíðu fyrir tölvuleikinn Clash of Clans.

Sátu fastir í flug­vélinni í sjö tíma

Flugmanni og farþega lítillar flugvélar sem flogið var á raflínumastur í Bandaríkjunum í gær var bjargað eftir þeir höfðu setið fastir í flugvélinni í sjö tíma. Flugvélin skorðaðist af í mastrinu og sat þar föst.

120 milljóna sekt lögð á Arnar­lax: Víta­vert að­gæslu­leysi

Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar.

Engar skaðabætur vegna uppsagnar eftir hótanir barns­föður

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað skaðabótakröfu konu sem sagt var upp störfum vegna þess að barnsfaðir hennar hótaði samstarfsmanni hennar ítrekað og á alvarlegan hátt. Fyrirtækið mat það svo að konan hafi rofið trúnað um samskiptasamning sem gerður var á milli hennar og samstarfsmanns hennar.

Kynnir lita­flokkun til leiks á Twitter

Twitter hyggst taka í gagnið litaflokkuð hök við reikninga á Twitter sem gefa til kynna að um hinn rétta aðila sé um að ræða á bak við viðkomandi reikning.

Sann­gjarnt að segja að vinnu­markaðurinn sé vanda­málið

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir sanngjarnt að tala um að vinnumarkaðurinn sé vandamálið þegar kemur að kjaraviðræðum hér á landi. Skortur sé á samhljómi á milli kröfugerða stéttarfélaga, kröfur þeirra séu ólíkar. Hann segist þó vera ágætlega bjartsýnn á að hægt verði að landa kjarasamningum á almennum vinnumarkaði þrátt fyrir viðræðuslit VR.

Harmar viðræðuslit

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, harmar að VR hafi ákveðið að slíta kjaraviðræðum, en vonar að hægt verði að setjast aftur að samningaborðinu. Hún segir enga óeiningu innan ríkisstjórnarinnar hver aðkoma hennar eigi að vera að samningaviðræðunum.

Sjá meira