Ríkið sýknað af kröfu Símans um veiðirétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2022 15:29 Þetta er lax. Getty Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu Símans um að fjarskiptafyrirtækið ætti veiðirétt fyrir landi sínu sem liggur að Sandá í Þjórsárdal. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar á jörðinni skipti sköpum í málinu. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Ágreiningurinn laut sem fyrr segir að veiðirétti í Sandá. Íslenska ríkið er eigandi jarðarinnar Skriðufells í Gnúpverjahreppi. Liggur land jarðarinnar að Sandá. Síminn, þá Landsíminn, eignaðist 60 hektara landspildu úr jörðinni Skriðufelli árið 1999. Liggur land þeirrar landspildu einnig að Sandá. Byggðu á fornri reglu Vildi Síminn meina að réttur fyrirtækisins til veiði í Sandá byggði á þeirri fornu reglu í íslenskum rétti að eignarhaldi á landi fylgi veiðiréttur í vatni á eða fyrir því landi. Þá taldi Síminn að enginn búskapur hafi verið á jörðinni þegar jörðin var afhent. Þetta skiptir máli þar sem málið snerist í raun um hvort að bannregla við aðskilnað veiðiréttar frá bújörðum samkvæmt þágildandi lögum hafi verið í gildi eða ekki. Er þar um að ræða þágildandi lög um lax og silungsveiði þar sem meðal annars var kveðið á um að um að ekki mætti skilja veiðirétt að nokkru eða öllu leyti við landareign, hvorki fyrir fullt og allt né um tiltekinn tíma. Síminn vildi meina að umrædd regla hafi ekki verið í gildi, þar sem jörðin hafi ekki verið bújörð þegar fyrirtækið fékk hana afhenta. Síminn taldi sig eiga veiðirétt í Sandá.Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið taldi hins vegar að jörðin hafi verið bújörð, ekki síst vegna þess að þar stundaði Skógræktin skógrækt, sem teldist ótvírætt til landbúnaðar. Því hafi umrædd bannregla verið í gildi þegar Síminn fékk jörðina afhenta. Umfangsmikil skógrækt Skógræktarinnar geri jörðina að bújörð Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í að tilgangurinn með umræddu banni hafi frá upphafi verið sá að sporna við því að landkostir jarða í landbúnaðarnotum skertust Vilji löggjafans hafi verið skýr um að heppilegast væri að veiðin fylgdi öðrum landsnytjum og að sá sem stundaði búskap á jörðinni og hefði önnur landnot hennar nyti veiðinnar einnig. Taldi Héraðsdómur að sýnt hafi verið fram á að Skógræktin hafi verið með umfangsmikinn búrekstur í formi skógræktar þegar Síminn eignaðist landspilduna. Því hafi umrætt bannregla verið í gildi og óheimilt að skilja veiðirétt í Sandá frá jörðinni Skriðufelli. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Símans.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Dómsmál Síminn Lax Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Tengdar fréttir 99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
99,4 sm lax úr Sandá í Þjórsárdal í gær Sandá í Þjórsárdal er nett og skemmtileg á sem getur oft gefið væna laxa en það hafa allt of fáir veiðimenn gefið sér tíma til að kynnast þessari á. 30. júlí 2022 09:40