Sigaði Dobermann-hundi á kunningjakonu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás þegar hún réðst að að annarri konu og sigaði á hana Dobermann-hundi. Konan var einnig sakfelld fyrir ýmis þjófnaðar- og umferðarlagabrot. 11.2.2020 19:53
Dæmdur sekur um kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn stjúpdóttur hans. 11.2.2020 17:39
Bæði Buttigieg og Sanders fara fram á að farið verði yfir niðurstöður í Iowa Pete Buttigieg og Bernie Sanders, forsetaframbjóðendur demókrata og þeir frambjóðendur sem voru efstir í fyrstu forkosningum demókrata í Iowa-ríki hafa báðir farið fram á að farið verði aftur yfir niðurstöður forkosninganna í hluta ríkisins. 10.2.2020 23:30
Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. 10.2.2020 21:56
Braut og japlaði á síma í „martraðarflugi“ til Íslands Fimmtugur Breti hefur játað að hafa ógnað öryggi farþega um borð í vél Easy Jeat á leið frá Manchester til Íslands í janúar á síðasta ári. Hann á yfir höfði sér fangelsisvist. 10.2.2020 21:00
Þriggja daga verkfall framundan Fyrirhugað verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst kl 12:30 á morgun og lýkur á miðnætti fimmtudaginn 13. febrúar. Fundi samninganefnda deiluaðila var frestað í dag þar sem ríkisáttasemjari mat það svo að samninganefndirnar þyrftu að undirbúa sig betur við frekari samningaviðræður. 10.2.2020 19:19
Jón Atli áfram rektor næstu fimm árin Jón Atli Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði og núverandi rektor Háskóla Íslands, mun gegna embættinu áfram til næstu fimm ára. 10.2.2020 17:58
Kristján vill 1,4 milljarða í skaðabætur Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur. 10.2.2020 17:15
Innleiðir styðjandi samfélag og verður heilavinabær Akureyrarbær stefnir að því að verða fyrsti heilavinabærinn hér á landi en verkefni þess efnis var nýverið hleypt af stokkunum. Allir geta nú gerst heilavinir og lært að koma heilabiluðum til aðstoðar. 9.2.2020 20:00
Fækka íbúðum og stækka græn svæði vegna athugasemda íbúa Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt endurskoðaðar tillögur á uppbyggingu á Sjómannaskólareitnum. Vegna athugasemda íbúa og annarra hagsmunaaðila var ákveðið að gera breytingar á tillögunum. 5.2.2020 14:56