Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Draga lærdóm af óveðrinu mikla

Óveðrið mikla sem reið yfir landið í desember var gert upp á íbúafundi á Dalvík á miðvikudaginn. Viðbragðshópur hefur verið stofnaður ef ske kynni að viðlíka aðstæður skapast aftur.

Icelandair grípur til varúðarráðstafana vegna Wuhan-veirunnar

Icelandair er í reglulegum samskiptum við sóttvarnarlækni vegna Wuhan-kórónaveirunnar og hefur félagið gripið til varúðunarráðstafana vegna hennar. Flugfélagið hefur til að mynda sett viðbótarbúnað á borð við andlitsgrímur, hanska og sótthreinsiefni um borð í vélar sínar.

Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær.

Kórónaveiran komin til Finnlands

Heilbrigðisyfirvöld í Finnlandi hafa staðfest að kínverskur ferðamaður á ferð um Finnlandi hafi greinst með sýkingu vegna kórónaveiru. Grunur er um að fimmtán séu sýktir af veirunni í Finnlandi. Er þetta fyrsta staðfesta tilfellið á Norðurlöndunum.

Uppruni botúlisma-eitrunar enn á huldu

Niðurstöður úr matvælasýnum sem voru tekin til rannsóknar vegna bótulisma eitrunar sem greindist í fullorðnum karlmanni síðustu viku liggja fyrir. Eitrunina var ekki hægt að rekja til þeirra matvæla.

Sjá meira