Framkvæmdastjóri hjá Goldman Sachs tilnefndur í embætti varaseðlabankastjóra Fjármála- og efnahagsráðherra hefur tilnefnt Gunnar Jakobsson í embætti varaseðlabankastjóra fjármálastöðugleika. Forsætisráðherra skipar í embættið. 18.12.2019 17:20
Mun nýta vikuna í að krefjast nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, ítrekaði í dag á skoska þinginu að hún hyggðist krefjast þess að haldin yrði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands frá Bretlandi. 17.12.2019 23:30
Trump sakar demókrata um valdarán í harðorðu bréfi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sakaði demókrata á þingi um "ólöglegt valdarán“ og að heyja stríð gegn lýðræðinu, í bréfi sem hann skrifaði og stílað var á Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 17.12.2019 21:40
Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17.12.2019 20:19
Vilja vita hvort reynt hafi á hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent upplýsingabeiðni til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þar sem meðal annars er óskað eftir því hvort og þá með hvaða hætti hafi reynt á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í málum er tengjast Samherja. 17.12.2019 18:59
Samþykkt að Silk Road ávinningurinn fari í að efla búnað lögreglu Alþingi hefur samþykkt að 355 milljónir krónur frá bandarískum yfirvöldum fyrir aðstoð við upprætingu umfangsmikilla fíkniefnaviðskipta á sölusíðunni Silk Road verði sett í sérstakan löggæslusjóð 17.12.2019 17:45
Hildur ein af fimmtán sem koma til greina til Óskarsverðlauna Tónlist Hildar Guðnadóttur í kvikmyndinni Joker er ein af fimmtán sem koma til greina í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin á Óskarsverðlaununum á næsta ári. 16.12.2019 23:58
28 klukkutíma Esjuleiðangur John Snorra hafinn John Snorri Sigurjónsson fjallamaður lagði af stað ásamt hópi vina og kunningja af stað í fyrstu ferð af fjórtán sem hann ætlar að labba upp Esjuna á næstu 28 klukkutímum. 16.12.2019 22:09
Kántrístjarna klifraði upp snarbratta hlíð vegna ótta við að verða gómaður á Íslandi Bandaríska kántrístjarnan Kip Moore segir að ógnvænlegustu aðstæður sem hann hafi komið sér í hafi verið á ferð sinni um Ísland árið 2017. Hann og félagi hans óðu þá ískalda á og klifruðu upp snarbratta hlíð í stað þess að vera gómaðir af 16.12.2019 21:14
Vilja allar raflínur sem liggja um Hörgársveit í jörð Sveitarstjórn Hörgarársveitar krefst þess að allar línur rafmagns sem liggja í gegnum sveitarfélagið verði komið neðanjarðar. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í fjóra sólahringa þar sem lengst var rafmagnsleysi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku. 16.12.2019 19:02