Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Engin vettvangsferð að svo stöddu

Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu sér að svo stöddu ekki ástæðu til þess að farið verði í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaðinum.

Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“

Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var.

Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi

Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli.

Áttu fótum fjör að launa þegar klakastífla brast

Myndband sem birt var á Vísi í vikunni þar sem sjá mátti klakastíflu bresta í Víðidalsá með þeim afleiðingum að áin steypti sér ofan í Kolugil hefur vakið mikla athygli. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áin brýtur niður klakastíflu.

Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn

Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu.

Níu milljarðar í endurgreiðslur en álitamál uppi

Á tímabilinu 2001 til 2018 hafa um níu milljarðar króna verið greiddir úr ríkissjóði til framleiðenda á grundvelli endurgreiðslukerfis kvikmynda. Á undanförnum árum hefur vægi sjónvarpsefnis aukist innan endurgreiðslukerfisins og tilvikum fjölgað þar sem álitamál er hvort efnið falli að markmiðum laga um endurgreiðslu.

Sjá meira