Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2019 14:19 Báturinn var dreginn til Siglufjarðar. Mynd/Pétur Sigurðsson Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði. Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu. Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 í morgun vegna Sólrúnar, fjórtán tonna línubáts. Þrír skipverjar voru um borð. Nærliggjandi bátar komu bátnum til aðstoðar auk þess sem að tveir björgunarbátar voru sendir á vettvang. Ekki var um mikinn leka að ræða og lítil hætta á ferðum. Engu að síður var ákveðið að kalla til tvö björgunarbáta með öflugari dælur. „Það eina sem við höfðum áhyggjur og þess vegna fengum við aðstoð frá nærliggjandi bátum og björgunarsveitina til að koma með dælur ef að lekinn skyldi aukast meðan var verið að draga hann,“ segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Sólrúnu ehf. útgerðarfélagi bátsins. Tekin var ákvörðum um að draga bátinn til Siglufjarðar enda stálsmiðja þar sem híft gæti bátinn upp og lagfært skemmdirnar. Báturinn var hífður upp við komuna til lands. Þar kom í ljós að skemmdir voru á skrúfu og stýri bátsins. Í tilkynningu frá Landsbjörg vegna útkallsins í morgun sagði að báturinn hefði rekist á rekald. Pétur segir að svo virðist vera þó erfitt sé að segja til um það með óyggjandi hætti. „Það er ekki gott að átta sig á því en það virðist vera,“ segir Pétur. Aðspurður um hvað mögulega hafi rekist á bátinn segir Pétur að það geti hafa verið hvað sem er. „Það getur verið drumbur, það getur verið hvalur. Hann getur líka hafa lent í netadræsu en það er svona síður vegna þess að það nú yfirleitt festist í skrúfunni,“ segir Pétur sem vill einnig koma á framfæri þakklæti til áhafnarinnar á Sæþóri og björgunarsveitanna á Dalvík og Ólafsfirði sem aðstoðu áhöfnina við að komast í land á Siglufirði.
Dalvíkurbyggð Fjallabyggð Sjávarútvegur Tengdar fréttir Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum. 31. október 2019 08:47