Hafa áhyggjur af því að uppbygging á Oddeyrinni muni þrengja að hafnarstarfsemi Stjórn Hafnarsamlag Norðurlands hefur áhyggjur af því að verði aukið byggingarmagn heimilað á reit í grennd við Oddeyrarbryggju á Akureyri geti það "þrengt verulega“ að hafnarstarfsemi á svæðinu. Það geti kallað á kostnaðarsaman flutning á þeirri starfsemi sem er á hafnarsvæðinu. 25.10.2019 10:30
Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi undir áhrifum lyfjakokteils Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi, meðal annars fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi þegar hann olli umferðarslysi á Suðurlandsvegi í janúar 2018. Maðurinn var undir áhrifum slævandi lyfja sem hann hefði fengið ávísað frá lækni og eiturlyfja, er slysið varð. 25.10.2019 07:30
Hvíta húsið hvetur ríkisstofnanir til að segja upp áskrift að Washington Post og New York Times Hvíta húsið hefur hvatt ríkisstofnanir í Bandaríkjunum til að segja upp áskrift að bandarísku dagblöðunum New York Times og Washington Post. Blöðin hafa verið gagnrýnin á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Talsmaður Hvíta hússins segir að aðeins sé um sparnaðarráð að ræða. 24.10.2019 23:30
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24.10.2019 19:16
Bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni á sjö mínútum Stútarnir sem bunuðu vatni yfir hundrað fermetra svæði í Kringlunni nú síðdegis í dag voru opnir í sjö mínútur. Reikna má með að 4-5 verslanir, auk veitingastaðar á fyrstu hæð hafi orðið fyrir tjóni vegna vatnsins. 24.10.2019 18:53
Maður grunaður um sleitulausa brotahrinu í gæsluvarðhald Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands fyrir manni sem grunaður er um fjölmörg brot, þar með talið meintar hótanir, frelsissviptingu og vopnalagabrot. Lögreglan segir að brotahrina mannsins hafi verið sleitulaus á undanförnum vikum. 24.10.2019 18:32
„Ég tel að lygar séu slæmar“ Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, mætti fyrir fjármálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag þar sem ætlunin var að ræða Libra, fyrirhugaðan rafrænan gjaldmiðil. Þingmenn höfðu annað í huga. 23.10.2019 23:30
Uppþot þegar Repúblikanar reyndu að brjóta sér leið inn á lokaðan fund Það ætlaði allt um koll að keyra í þinghúsi Bandaríkjanna í dag eftir að fresta þurfti lokuðum vitnisburði í tengslum við Úkraínu-málið þegar hópur þingmanna Repúblikana reyndi að brjóta sér leið inn í fundarherbergið. 23.10.2019 21:17
Gagnrýnandi BBC um nýju Terminator-myndina: „Vinsamlegast hættið að framleiða þessar myndir“ Nicholas Barber, gagnrýnandi BBC, virðist ekkert vera alltof sáttur við nýjustu myndina í Terminator-kvikmyndaröðinni, Terminator:Dark Fate. 23.10.2019 20:30
Réðst að sambýlismanni sínum vopnuð tveimur hnífum Kona hefur verið dæmd í sex mánaða fangelsi, þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir, fyrir að hafa ráðist á sambýlismann sinn vopnuð tveimur eldhúshnífum í júlí árið 2017. Konan sagðist iðrast gjörða sinna mjög. 23.10.2019 19:17
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent