Bílstjórinn sem ók vörubílnum nafngreindur Lögreglan í Essex í Bretlandi hefur nafngreint vörubílstjóranum sem ók vörubílnum sem fannst í nótt og innihélt 39 lík. Vörubílstjórinn heitir Mo Robinson og hefur hann verið handtekinn grunaður um morð. 23.10.2019 18:06
Marel kaupir helming í Curio Marel hefur keypt helmingshlut í Curio sem framleiðir vélar fyrir fiskvinnslu. Marel hefur jafnframt kauprétt á eftirstandandi hlutum í Curio að fjórum árum liðnum. 23.10.2019 17:13
Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé. 23.10.2019 00:00
Kínversk yfirvöld sögð ætla að skipta umdeildum leiðtoga Hong Kong út Kínversk yfirvöld eru sögð undirbúa það að skipta Carrie Lam, umdeildum leiðtoga sjálfstjórnarhéraðsins Hong Kong, út fyrir nýjan. Lam hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði vegna róstursamra mótmæla íbúa Hong Kong. 22.10.2019 23:30
Uppgötvuðu æxli í tæka tíð vegna hitamyndavélar á safni Það getur verið gagnlegt að fara á söfn og líklega hefur það aldrei átt betur við en í tilfelli 41 árs breskrar konu sem heimsótti Camera Obscura and the World of Illusions safnið í Edinborg í Skotlandi. Hitamyndavél á safninu varð til þess að æxli í vinstra brjósti hennar uppgötvaðist í tæka tíð. 22.10.2019 22:23
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22.10.2019 21:30
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22.10.2019 20:47
Enn einn steinninn lagður í Brexit-götu Johnsons Breska þingið hafnaði rétt í þessu tillögu ríkisstjórnarinnar um að ráðstafa næstu þremur dögum í að klára umræðu um nýjan útgöngusamning. 22.10.2019 19:27
Húsfélag fær 27 milljónir í skaðabætur Fasteignafélagið FM-hús hefur verið dæmt til að greiða Húsfélaginu Norðurbakka 1-3 í Hafnarfirði 27, 3 milljónir í skaðabætur fyrir að hafa ekki staðið við samning um lokafrágang á sameign fjöleignarhússins. Húsfélagið krafðist þess að fá greiddar 43 milljónir króna. 22.10.2019 18:30
Bein útsending: Áslaug Arna og Bjarni svara fyrir veru Íslands á gráa listanum Opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem fjalla á um veru Íslands á gráum lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti hefst klukkan níu. 22.10.2019 08:30
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent