Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Borgun þarf að greiða kaupauka sem það felldi niður

Borgun hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi forstöðumanni alþjóðasviðs fyrirtækisins 1,6 milljónir vegna kaupauka sem forstöðumaðurinn taldi sig eiga rétt á. Borgun hafði tilkynnt honum að kaupaukinn yrði felldur niður.

Öryggi skerðist verði Hólasandsvegur ekki mokaður í vetur

Forsvarsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands gera alvarlegar athugasemdir við fyrirætlanir Vegagerðarinnar um að Hólasandsvegur verði ekki þjónustaður í vetur. Reikna má með að viðbragðstími viðbragðsaðila lengist um fimmtán mínútur, sem geti skipt sköpum í vetraraðstæðum.

Pierce Brosnan þakkar fyrir hlýjar móttökur Húsvíkinga

Pierce Brosnan virðist hafa verið ánægður með dvölina á Húsavík ef marka má nýja færslu á Instagram-reikningi hans. Írski stórleikarinn dvaldi um helgina á Húsavík ásamt stórstjörnunum Will Ferrell og Rachel McAdams.

Vilja fá sæti við borðið í Norðurskautsráðinu

Bæjar- og borgarstjórar ellefu borga og bæja á Norðurslóðum skrifuðu í dag á Akureyri undir stofnskjal Arctic Mayor Forum, samráðsvettvang borgar- og bæjarstjórna á Norðurslóðum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir að markmiðið sé einna helst að komast að borðinu í Norðurskautsráðinu.

Svona líta hugmyndir að uppbyggingunni á Oddeyrinni út

"Svona verkefni í bæ eins og Akureyri. Við þurfum að vinna það í sátt við samfélagið,“ segir Helgi Örn Eyþórsson, verkefnastjóri hjá SS Byggi, um hugmyndir félagsins að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishúsa á Oddeyrinni á Akureyri.

Hauk­fránir varð­veislu­menn stríðs­minja kemba Hlíðar­fjall

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á dögunum í Hlíðarfjall við Akureyri til að athuga með grunsamlegan hlut sem þar fannst frá tímum Seinni heimstyrjaldarinnar. Vösk sveit manna gengur reglulega á fjallið til varðveita stríðsminjar sem þar má finna.

Kviknaði í út frá potti á eldavél

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur leitt í ljós að rekja megi eldsupptök eldsins í fjölbýlishúsi í Suðurhólum í Reykjavík til potts á eldavél. Húsráðendur voru ekki í íbúðinni þegar eldurinn kom upp.

Vilja byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni

Bæjarstórn Akureyrar hefur samþykkt fyrsta skrefið í vinnu sem miðar að því að breyta deiliskipulagi Akureyrar svo heimilt verði að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni. Tillögurnar sem liggja til grundvallar verða kynntar fljótlega á íbúafundi.

Sjá meira