Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Jóhanna Guðrún og Davíð eignuðust son

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, Davíð Sigurgeirsson, eignuðust sitt annað barn þann 19. júní þegar lítill strákur kom í heiminn.

Þriggja manna nefndin vísar kosningakæru Vigdísar frá

Þriggja manna nefnd skipuð af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur komist að þeirri niðurstöðu að kæra Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, á framkvæmd borgarstjórnakosninganna á síðasta ári hafi komið of seint fram og var henni því vísað frá. Vigdís hyggst kæra úrskurðinn til dómsmálaráðuneytisins.

Prófgráðan komin í leitirnar þremur dögum eftir að hún gleymdist ofan á bíl

Ætla má að prófgráða hinnar bandarísku Katie Beard hafi farið í mikla svaðilför eftir að Katie fékk hana í hendurnar við hátíðlega athöfn í Laugardalshöll á laugardaginn. Á leið heim frá athöfninni setti Katie umslagið upp á þak fjölskyldubílsins, setti son sinn í bílinn og svo var brunað af stað.

Boða ótrúlega endurkomu Dee þremur árum eftir að tvífari hennar plataði Toadie upp úr skónum

Það ætlaði allt að verða vitlaust þegar forsvarsmenn Nágranna tilkynntu árið 2016 að hin vinsæla persóna Dee Bliss myndi snúa aftur í þáttinn eftir vofeiglegan dauða hennar 13 árum áður. Í ljós kom þó síðar að um tvífara hennar væri að ræða. Nú hafa aðstandendur þáttarins hins vegar tilkynnt að Dee muni snúa aftur, í alvörunni í þetta skiptið.

Þúsundir mótmæltu flugbanni Rússa

Þúsundir mótmælenda komu saman þriðja daginn í röð í Tblisi, höfuðborg Georgíu, til þess að mótmæla afskiptum Rússa af málefnum Georgíu. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, tilkynnti á föstudag að búið væri að aflýsa öllum flugferðum frá Rússlandi til Georgíu sem er vinsæll áfangastaður rússneskra ferðamanna.

Ólafur lýsir upp Sigurbogann

Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020.

Sjá meira