Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. 8.5.2019 10:49
Apple Pay komið til Íslands Viðskiptavinir Arion banka og Landsbankans geta nú tengt greiðslukort sín við Apple Pay, greiðslulausn bandaríska tæknirisans Apple. Með Apple Pay geta notendur iPhone, Apple Watch, iPad og Mac-tölva greitt fyrir vörur og þjónustu í verslunum víða um heim sem og á netinu. 8.5.2019 08:43
Leggja fram kæru eftir uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann Ali Mayih Obayes Al-Ameri, Moses Nwobodo og Samuel Elijah, umsækjendur um alþjóðlega vernd á Íslandi, hafa lagt fram kæru til lögreglu vegna valdstjórnarbrots og minniháttar líkamsárásar á fundi Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann í síðasta mánuði. 7.5.2019 16:00
„Stór sigur“ að Akureyri sé orðinn áfangastaður í bókunarvél erlends flugfélags Það er mikill sigur fyrir þá sem unnið hafa að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið sem áfangastað fyrir flugfélög að Akureyri sé komið á blað sem áfangastaður í bókunarkerfi flugfélags að mati verkefnastjóra Flugklasans Air 66N. 7.5.2019 14:45
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar og stuðningur við ríkisstjórnina minnkar Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur minnkað um rúm tvö prósentustig frá síðustu fylgismælingu MMR og mælist nú 20,2 prósent. Stuðningur við ríkisstjórnina minnkaði um um rúm fjögur prósentustig og mældist nú 40,4 prósent en var 44,6 prósent í síðustu mælingu. 7.5.2019 11:47
Áfram fylgst náið með brjóstapúðum Ekki er talin þörf á því að grípa til sérstakra aðgerða vegna kvenna sem eru með brjóstapúða sem tengdir hafa verið við sjaldgæft eitilfrumukrabbamein. Enginn dæmi eru um að kona hafi greinst með eitilfrumukrabbamein tengt brjóstapúðum hér á landi. 7.5.2019 11:06
Hefja sölu á flugsætum frá Hollandi til Akureyrar Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur. 7.5.2019 10:03
Norðmenn stefna á fjárfestingar í íslenskum vindi Norska vindorkufyrirtækið Zephyr hefur stofnað dótturfyrirtæki á Íslandi, Zephyr Iceland. Markmiðið er að reisa vindmyllur og vindmyllugarða á Íslandi. 7.5.2019 08:34
Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar. 6.5.2019 15:12
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6.5.2019 13:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent