Hótelbókanir farnar að berast vegna almyrkva árið 2026 en ekki seinna vænna að hefja undirbúning Birna Mjöll Atladóttir, hótelstýra á Hótel Breiðavík, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar henni tóku að berast beiðnir um bókanir fyrir nokkra daga í ágúst árið 2026 eða eftir um átta ár. 6.11.2018 14:15
Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6.11.2018 12:00
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5.11.2018 13:30
Slagsmálin á Bakka: Segir hinn hafa barið sig ítrekað og af miklu afli með túbusjónvarpi Annar þeirra tveggja pólsku starfsmanna PCC á Bakka við Húsavík sem úrskurðaðir voru í farbann vegna slagsmála sín á milli á laugardagskvöld er grunaður um að hafa lamið hinn með litlu túbusjónvarpi sex til sjö sinnum í andlit eða höfuð af miklu afli. 5.11.2018 12:15
Lagði til atlögu með hnífsblaði í krepptum hnefa Maðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaður um tilraun til manndráps lagði til atlögu að fórnarlambinu með hnífsblaði í krepptum hnefa. Fórnarlambið hlaut alls tíu stungusár. 5.11.2018 11:03
Sigmundur Davíð ánægður með að geta treyst flokksfélögunum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sakaði ríkisstjórnina um aumingjaskap og sagði hana aðeins vera til fyrir sjálfa sig, í ræðu á flokksráðsfundi Miðflokksins sem haldinn var á Akureyri í dag. 3.11.2018 20:00
Icelandair: Ófullnægjandi aðstaða á varaflugvöllum stærsta ógn við flugöryggi til og frá landinu Það er mat forráðamanna lcelandair að smæð flughlaða og skortur á flugstæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé stærsta ógn við öryggi flug til og frá íslandi 30.10.2018 14:15
Vildi bætur frá Icelandair vegna þjófnaðar á dýrum tískuvörum úr farangri Icelandair þarf ekki að greiða farþega flugfélagsins bætur vegna tískuvarnings sem stolið var úr farangri farþegans á leið frá New York til Berlínar með millilendingu í Keflavík. 30.10.2018 11:53
Sýknaður af því að hafa hótað fjölskyldu hefndaraðgerðum í strætó Landsréttur hefur sýknað Kúrda af því að hafa hótað flóttafjölskyldu sem hann kom ólöglega hingað til lands því að þau þyrftu að breyta framburði sínum hjá lögreglu vegna yfirvofandi fangelsivistar mannsins. 30.10.2018 10:45
Í gæsluvarðhald grunaður um á þriðja tug brota Lögreglan telur manninn hafa einbeittan brotavilja enda virðist vera "lítið lát á brotastarfsemi hans.“ 30.10.2018 09:00