Konur sem beittar hafa verið kynferðislegu ofbeldi svara Trump með nýju myllumerki í ætt við MeToo Leikkonurnar Alyssa Milano, Ashley Judd og Mira Sorvino eru meðal fjölda kvenna sem hafa tjáð sig á samfélagsmiðlinum Twitter undir myllumerkinu #WhyIdidntReport 23.9.2018 21:00
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23.9.2018 18:45
Ýjar að því að starf Rosenstein sé í hættu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ýjað að því í viðtali við Fox News að starf Rod Rosensteins, aðstoðardómsmálaráðherra og yfirmanns Roberts Muellers sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum og tengsl þeirra við framboð Bandaríkjaforseta, sé í hættu. 22.9.2018 23:30
Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. 22.9.2018 21:59
Íbúar á Hlíð í efstu sætum alþjóðlegrar hjólakeppni Á öldrunarheimilum Akureyrar er mikið hjólað þessa dagana en öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð taka nú þátt í Heimsleikum eldri borgara í hjólreiðum. 22.9.2018 21:15
Mun mæta og svara spurningum þingmanna um ásakanir á hendur Kavanaugh Christine Blasey Ford, sálfræðiprófessor í Kaliforníu, mun mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar á hendur Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseti, um kynferðisofbeldi fyrir um þrjátíu árum. 22.9.2018 19:02
Systkini þingmanns snúast gegn honum með sláandi auglýsingu Sex systkini þingmannsins og repúblikans Paul Gosar hafa gefið út auglýsingu þar sem þau hvetja kjósendur í Arizona-ríki Bandaríkjunum til þess að kjósa andstæðing hans, David Brill frambjóðanda demókrata, í þingkosningunum þar í landi í nóvember næstkomandi. 22.9.2018 18:46
Trommari Beyoncé segir hana stunda „öfgafulla galdra“ og vill nálgunarbann Trommarinn Kimberly Thompson, sem starfaði sem trommuleikari í tónleikasveit söngkonunnar Beyoncé, hefur farið fram á nálgunarbann gegn Beyoncé. Thompson segir að Beyoncé stundi "öfgafulla galdra“ til þess að áreita sig. 22.9.2018 18:03
„Fráleit“ kenning Thomasar en mátun á úlpunni stendur til boða Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að sú mynd sem Thomas Møller Olsen og verjandi hans reyni að mála af atburðarrásinni sem varð Birnu Brjánsdóttir að bana í janúar á síðasta ári sé fráleit. 21.9.2018 14:00
Byggir vörnina á ósamræmi í frásögn Nikolaj og sönnunarskorti um akstur Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller Olsens, segir að "mikið ósamræmi“ sé í frásögn Nikolaj Olsen um veigamikil atriði við yfirheyrslur hjá lögreglu við rannsóknina á andláti Birnu Brjánsdóttur. Þá sé ekki að finna "eitt einasta“ sönnunargagn því til stuðnings að Thomas hafi ekið þá leið sem þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til þess að komast að Óseyrarbrú. 21.9.2018 12:15