Comcast yfirbauð Fox í baráttunni hatrömmu um Sky Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2018 21:59 Enska úrvalsdeildin er ein þekktasta vara Sky. Vísir/Getty Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin. Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandaríski fjölvarpsrisinn Comcast mun kaupa 61 prósenta hlut í breska sjónvarpsfyrirtækinu Sky eftir að Comcast yfirbauð 21 Century Fox á uppboði breskra samkeppnisyfirvalda á hlutunum. Félögin hafa hart barist um hlutina sem nú voru á uppboði það sem af er ári. BBC greinir frá. Eftir að félögin tvö höfðu sent inn fjölmörg boð í Sky ákváðu samkeppnisyfirvöld að besta leiðin til þess að leiða málið til lykta væri svokallað blint uppboð (e. blind auction). Fengu bæði fyrirtæki því tækifæri til þess að senda inn sitt tilboð í lokuðu umslagi. Það tilboð sem yrði hærra fengi að gera hluthöfum tilboð í hin 61 prósenta hlut. Þegar tilboðin voru opnuð kom í ljós að Comcast hafði boðið 38,8 milljarða dollara, um 3.700 milljarða króna, í ráðandi hlut í Sky. Tilboð 21 Century Fox var um tíu prósent lægra. Ljóst er því að Comcast hækkaði síðasta tilboð sitt fyrir uppboðið til muna en í sumar bauð Comcast 30 milljarða dollara, um 3.300 milljarða króna. Sky hefur þegar ráðlagt hluthöfum sínum að ganga að tilboði Comcast. Sky var af fyrirtækjunum talinn álitlegur kostur þar sem um 23 milljónir eru áskrifendur að sjónvarpsþjónustu fyrirtækisins. Þar vegur þyngst sýningarréttur á ensku úrvalsdeildinni sem hefur skilað fyrirtækinu miklum hagnaði.Í umfjöllun Verge um uppboðið segir að með þessu hafi Comcast tekist að skjóta 21 Century Fox, og þá Disney, sem nýverið keypti Fox, ref fyrir rass en bæði Comcast og Disney hafa að undanförnu leitað leiða til þess að mæta aukinni samkeppni frá Netflix og Amazon. Fox á nú þegar 39 prósenta hlut í Sky en óvíst er hvort fyrirtækið muni selja eða halda hlut sínum nú þegar Comcast mun kaupa hin 61 prósentin.
Amazon Disney Fjölmiðlar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira