Tryggvi Páll Tryggvason

Nýjustu greinar eftir höfund

Öryggis- og búkmyndavélar í lykilhlutverki í nauðgunardómi

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt rúmenskan ríkisborgara í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu aðfaranótt 8. október á síðasta ári. Myndefni úr öryggismyndavélum og búkmyndavél lögreglu hjálpuðu til við sakfellingu mannsins.

Braut ítrekað gegn barnabarni sínu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið kynferðislega gegn barnabarni hans. Brotin voru framin er drengurinn var níu til tólf ára á árunum 2010 til 2013.

Engar vísbendingar um að hið banvæna efni DNP sé í umferð á Íslandi

Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.

Komu að tómum brunahönum við safnið í Ríó

Embættismenn í Brasilíu telja að rekja megi stórbrunann í elsta og mikilvægasta vísinda- og sögusafni Brasilíu, þjóðminjasafni landsins í Rio de Janeiro, til þess að skrúfað hafði verið fyrir stóran hluta af rekstrarféi safnsins.

Trylltist eftir samstuð við rútu

Lögregla í Washington í Bandaríkjunum leitar nú að ökumanni sem trylltist eftir að hafa lent í samstuði við rútu. Ökumaðurinn, ung kona, keyrði ítrekað á rútubílstjórann sem reyndi að hefta för hennar eftir áreksturinn.

Forsetinn fundaði með dyravörðum vegna fólskulegrar árásar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, bauð fulltrúum dyravarða á sinn fund í gær til þess að ræða ógnir og öryggi í næturlífi Reykjavíkur. Dyraverðir sýndu félaga sínum sem liggur alvarlega slasaður á spítala eftir fólskulega árás stuðning með táknrænni athöfn fyrr í kvöld.

Sjá meira