Engar vísbendingar um að hið banvæna efni DNP sé í umferð á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. september 2018 14:30 Þátttakendur í vaxtarrækt eru á meðal þeirra sem efnið er markaðssett fyrir. Vísir/Getty Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar. Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Matvælastofnun hefur ekki borist neinar vísbendingar um að efnið 2,4 dínótrófenól, kallað DNP, sem notað er sem fæðubótarefni í megrunartilgangi sé í umferð á Íslandi. Efnið hefur valdið að minnsta kosti 13 dauðsföllum í Bretlandi frá 2015 og þá er vitað um eitt dauðsfall í Þýskalandi.Stofnunin hefur ítrekað varað við efninu, nú síðast í ágúst þegar dómur féll yfir manni í Bretlandi sem seldi efnið DNP á netinu sem fæðubótarefni til megrunar. Ungur háskólanemi lést eftir að hafa innbyrt efnið. Seljandinn var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis.Óskaði Matvælastofnun eftir því að stofnunni yrði gert viðvart ef vörur sem innihalda DNP væru seldar eru hér á landi í gegnum vefsíður eða í annars konar sölu.Ætlað í framleiðslu á viðarvörn og sprengiefni, ekki til manneldis Í samtali við Vísi segir Zulema Sullca Porta, fagsviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, að engar ábendingar um að efnið væri í umferð hér á landi hafi borist Matvælastofnun frá því að tilkynningin var birt í síðasta mánuði.Efnið er selt á netinu en yfirvöld víða í Evrópu vilja koma í veg fyrir að það sé notað til manneldis.Vísir/GettyYfirvöld í Bretlandi hafa greint frá því að sala efnisins, sem bannað er að selja til manneldis, hafi aukist að undanförnu á vefsíðum en efnið getur reynst baneitrað. Er það meðal annars notað við framleiðslu á viðarvörn, litarefnum, varnarefnum og sprengjuefnum. Ólöglegt er að selja DNP til manneldis vegna alvarlegra aukaverkana sem því fylgja og geta leitt til dauða. Þrátt fyrir það er enn verið að selja og neyta efnisins því það stuðlar að þyngdartapi hjá fólki. BBC fjallaði fyrr í sumar ítarlega um efnið. Þar var meðal annars rætt við Simon Thomas, prófessor í lyfjafræði við Háskólann í Newcastle. Sagði hann efnið vera gríðarlega hættulegt og að af öllum þeim eitrunum sem hann kæmi að væri eitrun af völdun DNP sú sem ylli hæstu hlutfalli dauðsfalla af völdum eitrunar.
Heilbrigðismál Heilsa Tengdar fréttir Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31 Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09 Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Efni notað í megrunartilgangi valdið 13 dauðsföllum í Bretlandi Matvælastofnun varar við notkun á efninu DNP sem dregið hefur að minnsta kosti 13 manns í Bretlandi til dauða. Þrátt fyrir að bannað sé að selja efnið til manneldis er enn verið að selja og nota það í fæðubótarefni í megrunartilgangi. 9. ágúst 2018 16:31
Vilja vita af allri sölu á banvænu megrunarefni Maður á Bretlandi var nýlega dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að selja megrunartöflur sem innihéldu efnið. 23. ágúst 2018 12:09
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent