Faldi haglabyssur um borð í Arnarfelli Tollverðir í Reykjavík fundu í vikunni tvær sundurteknar hálfsjálfvirkar haglabyssur við hefðbundna leit í flutningaskipinu Arnarfelli við komu til landsins frá Evrópu. 29.8.2018 16:08
Mikil umferðarteppa í Hafnarfirði vegna malbikunarframkvæmda Mikil umferðarteppa er nú í Hafnarfirði við álverið í Straumsvík en þar standa nú yfir malbikunarframkvæmdir. Áætlað er að framkvæmdirnar standi til klukkan tíu í kvöld. 29.8.2018 15:44
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29.8.2018 14:27
New York Times fjallar ítarlega um vanda lundans við strendur Íslands Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar. 29.8.2018 11:45
Notuðu dróna til að hafa uppi á ölvuðum ökumanni eftir bílveltu Lögreglan á Austurlandi notaði dróna til þess að hafa uppi á manni sem lögregla telur að hafi ekið bíl sem valt á Seyðisfjarðarvegi skammt neðan við Neðri-Staf á Fjarðarheiði. 28.8.2018 15:57
Vill að bólusetning verði skilyrði fyrir inntöku á leikskóla Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu þess efnis á næsta borgarstjórnarfundi að almennar bólusetningar verði gert að skilyrði fyrir inntöku barna á leikskólum borgarinnar 28.8.2018 15:20
Stjórnarformaður Icelandair: „Rykið þarf að setjast“ Stjórnarformaður Icelandair Group segir allan kraft og fókus vera á að styrkja flugreksturinn og að félagið sé vel í stakk búið til þess að takast á við áföll sem dunið hafa yfir að undanförnu. 28.8.2018 12:00
Apple sagt í vandræðum með heiti á nýjum útgáfum iPhone Starfsmenn Apple eru sagðir vera í vandræðum með hvað þrjár nýjar útgáfur af iPhone-símum fyrirtækisins sem kynntar verða í næsta mánuði eigi að heita. 28.8.2018 10:36
Skemmdarverk unnin á æfingasvæðum Keflavíkur og Njarðvíkur Skemmdarverk voru unnin á á æfingasvæðum Keflavíkur og Njarðvíkur við Afreksbraut í Reyjanesbæ á dögunum. Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir vitnum sem veit geta upplýsingar um skemmdarverkin. 26.8.2018 23:40