Árásin í Manchester: Telja sig vita hver var að verki Lögregla telur sig vita hver það var sem framdi árásina í Manchester Arena í gær sem varð 22 að bana og særði minnst 59 tónleikagesti. Hann lést í árásinni. 23.5.2017 10:54
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23.5.2017 06:58
Fannst alvarlega slasaður á Nesjavallavegi Hjólreiðamaður er alvarlega slasaður og var fluttur á slysadeild eftir að hann fannst meðvitundarlaus á Nesjavallavegi um klukkan 14 í dag. 22.5.2017 15:13
Flynn neitar að afhenda gögn Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, og miðpunktur í rannsókn á mögulegum tengslum starfsmanna Trump við Rússland mun neita að afhenda þingnefnd gögn í tengslum við rannsóknina. 22.5.2017 15:03
Skransöludemantur reyndist tugmilljóna virði Demantshringur sem bresk kona keypti á skransölu fyrir andvirði tíu punda á níunda áratug síðustu aldar mun líklega seljast á um 350 þúsund pund, um 45 milljónir íslenskra króna. 22.5.2017 13:02
Ekki gefa fuglunum við Tjörnina brauð Varptíminn við Tjörnina er nú í hámarki og fyrstu ungarnir koma óvenju snemma úr eggjum. Því er mikilvægt að hætta brauðgjöfum því brauðið laðar að máfa sem eiga það til að éta litla unga. 22.5.2017 11:03
Fór tvisvar upp á Everest með sex daga millibili Líklegt má telja að Anshu Jamsenpa, 37 ára fjallaklifrari frá Indlandi, hafi sett met með því að fara tvívegis upp á tind Everest, hæsta fjall heims, með aðeins sex daga millibili 22.5.2017 11:00
141 handtekinn í kynlífsveislu fyrir samkynhneigða Veislan var haldin í gufubaði í Jakarta, höfuðborg Indónesíu í gær. 22.5.2017 10:29
Guðni sendir Vilborgu Örnu hamingjuóskir: "Staðfesta hennar og kraftur geti orðið öðrum fyrirmynd“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag hamingjuóskir til Vilborgar Örnu Gissurardóttir sem náð hefur því takmarki að klífa hæsta tind heims á Everestfjalli fyrst íslenskra kvenna. 22.5.2017 10:02
Þjóðaröryggisráð kemur saman í fyrsta sinn í dag Þjóðaröryggisráð kemur saman í fyrsta sinn í dag. Fundurinn stendur frá ellefu til tólf í Safnahúsinu við Hverfisgötu. 22.5.2017 09:48