„Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Argentínumaðurinn Sergio Marchi, nýlega kjörinn formaður FIFPro, hagsmunasamtaka fótboltamanna, gagnrýnir Gianni Infantino og valdhafa hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, harðlega. 24.7.2025 11:00
Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir líklegra en ekki að Þorsteinn Halldórsson stýri áfram íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta. Árangur liðsins á yfirstandandi Evrópumóti var undir væntingum. 23.7.2025 15:15
Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. 23.7.2025 12:46
Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Dregið var í riðil Íslands fyrir komandi undankeppni EM kvenna í körfubolta árið 2027 í dag. Ísland dróst í eina riðilinn sem inniheldur aðeins þrjú lið. 23.7.2025 11:45
Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Lech Poznan vann afgerandi 7-1 sigur á Breiðabliki í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu ytra í gær. Fjögur víti voru dæmd í leiknum. 23.7.2025 11:30
Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Pablo Punyed er snúinn aftur á fótboltavöllinn eftir nærri ár frá vellinum vegna krossbandsslita. Meiðsli tóku á andlegu hliðina en hann segist í dag eins og nýr. 21.7.2025 08:02
Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Breiðablik fór að hlið Víkings á toppi deildarinnar með sigri á Vestra og KA fór af fallsvæðinu með sigri í botnslag. 20.7.2025 13:23
Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Pablo Punyed er kominn aftur á fullt eftir nærri árs fjarveru frá fótboltavellinum vegna krossbandaslita. Pablo meiddist í ágúst í fyrra en hefur komið lítillega við sögu hjá Víkingum undanfarið. Hann segir skrokkinn kláran í að spila meira. 20.7.2025 13:02
Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti KA vann 2-0 sigur á ÍA á Greifavellinum á Akureyri í Bestu deild karla. Með sigrinum fer KA af fallsvæðinu en skilur Skagamenn eftir á botni deildarinnar. 19.7.2025 17:55
Kátína í Kenía og kvalir í Köben Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust. 19.7.2025 10:01