„Það var smá stress og drama“ Betur fór en áhorfðist hjá handboltamanninum Janusi Daða Smárasyni sem varð fyrir hroðalegum hnémeiðslum á dögunum. Hann vonast til að ná komandi Evrópumóti í janúar. 3.10.2025 08:03
Gullboltahafinn ekki til Íslands Frakkland verður án Ousmané Dembéle, nýkjörins besta leikmanns heims, er liðið sækir strákana okkar heim síðar í mánuðinum. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps opinberaði hópinn í dag. 2.10.2025 13:52
Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Breiðablik hefur leik í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun er liðið sækir Lausanne í Sviss heim. Leikmenn Blika leggja slæmt gengi hér heima til hliðar og mæta ákveðnir til leiks. 2.10.2025 09:02
„Þetta svíður mig mjög sárt“ Arnar Gunnlaugsson skildi þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eftir utan landsliðshóps Íslands fyrir komandi leiki en Aron Einar Gunnarsson er með. Hann lætur sig dreyma um sæti á HM á næsta ári. 2.10.2025 08:01
Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Veszprém lagði Magdeburg 23-20 í Íslendingaslag í undanúrslitum á HM félagsliða í handbolta síðdegis. Liðið hefur því tök á að verja titil sinn síðan í fyrra. 30.9.2025 15:50
„Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Einar Árni Jóhannsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, segist spenntur fyrir komandi leiktíð. Hún hefst með heimsókn í Garðabæ í kvöld. 30.9.2025 14:17
Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Stuðningsmenn Galatasaray í Tyrklandi vöktu frameftir í von um að trufla svefn leikmanna Liverpool sem gistu á hóteli í Istanbúl í nótt. Liðin eigast við í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 30.9.2025 12:02
Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Tyreek Hill, útherji Miami Dolphins í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, varð fyrir agalegum meiðslum í leik við New York Jets í Flórída í nótt. Hann virtist fara úr hnjálið en viðbrögð leikmannsins vöktu svo enn meiri athygli. 30.9.2025 10:02
Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Allir leikmenn kvennaliðs ÍR í fótbolta eru hættir hjá liðinu. Þær hafi fengið nóg af sinnuleysi og virðingarleysi stjórnenda þess í sinn garð og kornið sem fyllti mælinn var þegar metnaðarfullir þjálfarar liðsins voru reknir. 30.9.2025 09:31
„Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Spjót hafa beinst að KKÍ vegna dómaramála innan sambandsins og gagnrýna bræðurnir Helgi og Sigurður Jónssynir starfsumhverfið sem þeim var boðið upp á. Báðir upplifðu sem svo að þeim hefði verið ýtt til hliðar úr dómarastéttinni. 30.9.2025 08:00