Liverpool nær samkomulagi um Slot Liverpool hefur náð samkomulagi við hollenska liðið Feyenoord um greiðslu fyrir þjálfara liðsins Arne Slot. Allt bendir til að hann taki við Rauða hernum af Jurgen Klopp í sumar. 26.4.2024 21:28
Aþena sendi sterk skilaboð í fyrsta leik Allt stefnir í að lið Aþenu muni spila í deild þeirra bestu að ári. Liðið vann afar öruggan sigur í fyrsta leik þess við Tindastól í umspili um sæti í Subway deildinni. 26.4.2024 21:18
Þórey Anna mögnuð og Valur sigri frá úrslitum Valur vann öruggan 34-23 sigur á ÍBV í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í kvöld. Liðið leiðir einvígið 2-0 og getur tryggt sæti sitt í úrslitunum með heimasigri á þriðjudag. 26.4.2024 21:11
Ungstirnið nýtti tækifærið og skaut Real nær titlinum Ungstirnið Arda Güler hefur ekki fengið mörg tækifæri með spænska stórveldinu Real Madrid í vetur en hann nýtti sannarlega sénsinn í sigri á Real Sociedad í kvöld. 26.4.2024 21:00
Íslendingarnir nálgast fallið Guðlaugur Victor Pálsson lagði upp mark í leik Eupen í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en það dugði skammt í 2-1 tapi. Liðið nálgast fall úr deildinni. 26.4.2024 20:52
Helgi Áss nokkuð óvænt Íslandsmeistari í annað sinn Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson tryggði sér í kvöld Íslandsmeistaratitilinn í skák. Það gerði hann þó einni umferð væri ólokið á mótinu. 26.4.2024 20:30
Titilbaráttan endanlega úti eftir tap Söru og stallna Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Juventus sem tapaði 2-0 á heimavelli fyrir Internazionale í ítölsku kvennadeildinni í kvöld. Titilbaráttunni er gott sem lokið hjá Túrínarliðinu. 26.4.2024 20:30
Íslendingarnir áberandi í jafntefli Íslendingalið Lyngby berst áfram við fallið úr dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið gerði jafntefli í sex stiga leik síðdegis. 26.4.2024 19:01
Teitur hafði betur í Íslendingaslagnum Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg unnu 35-32 útisigur á Íslendingaliði Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 26.4.2024 18:49
Fékk prófessorsnafnið frá Gaupa: „Ég er bölvaður nörd“ Besta upphitunin hefur göngu sína að nýju og hitað verður upp fyrir hverja umferð deildarinnar í sumar líkt og verið hefur undanfarin ár. Gestur dagsins var Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. 26.4.2024 18:00