Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. 23.6.2024 20:00
Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. 23.6.2024 19:58
Fann í hjarta sér að baráttan væri fullreynd Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna til fjölda ára hefur yfirgefið flokkinn, vegna þess sem hún kallar svik flokksins við eigin stefnu. Hún segist hafa fundið að fullreynt væri að berjast fyrir hugsjón sinni innan flokksins. Þrátt fyrir úrsögn sína úr flokknum sé hún ekki hætt afskiptum af stjórnmálum. 23.6.2024 11:52
Ríkisstjórnin hafi séð um það sjálf að stúta eigin málum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir stjórnarandstöðuna hafa fengið verulega samkeppni í stjórnarandstöðu frá þingliði ríkisstjórnarflokkanna. Hún segir ljóst að ríkisstjórnin hefði ekki getað klárað mörg mál án aðstoðar stjórnarandstöðunnar. 22.6.2024 19:44
Langur dagur í vændum á þinginu en líklega sá síðasti Forseti Alþingis á von á því að þingið geti lokið störfum sínum fyrir sumarhlé í dag. Þó sé viðbúið að umræður vari langt fram á kvöld, og þingmenn séu meðvitaðir um að sú staða geti komið upp að þing þurfi að koma saman eftir helgi. 22.6.2024 10:14
Fjórir fluttir á slysadeild eftir árekstur í Hvalfjarðargöngum Tveggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum um klukkan eitt. Fjórir slösuðust og voru fluttir á slysadeild í Reykjavík, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er enginn þeirra alvarlega slasaður. 21.6.2024 15:00
„Það verða tómar hillur í smá stund“ Kringlan var í dag opnuð á nýjan leik eftir bruna um helgina. Verslunarrekandi sem missti töluvert af vörum sínum í brunanum lítur björtum augum á framtíðina. Verslanir sem fóru verst úr brunanum opna ekki fyrr en í haust. 20.6.2024 20:22
Reykvíkingur ársins fann fyrir pressu á árbakkanum Grunnskólakennari í Breiðholti, sem valinn var Reykvíkingur ársins, segist hissa yfir tilnefningunni. Það sé þó mjög ánægjulegt að fá viðurkenningu fyrir störf sín, og gaman að hafa veitt maríulax í Elliðaánum í morgun. 20.6.2024 12:01
Stór skörð að fylla eftir að þúsundir drápust Þúsundir fugla hafa drepist á norðausutrhorni landsins eftir að vetrarveður gekk yfir landshlutann í upphafi mánaðar. Fuglafræðingur telur líklegt að allt mófuglavarp á svæðinu hafi misfarist. 14.6.2024 15:00
Óska eftir sameiningarviðræðum þrátt fyrir andstöðu meirihluta Hreppsnefnd Ásahrepps ætlar að óska eftir viðræðum um sameiningu við tvö önnur sveitarfélög, þrátt fyrir að tillaga um slíkt hafi ekki hlotið brautargengi í skoðanakönnun íbúa. Sveitarstjórinn segir að íbúar muni fá lokaorðið um sameiningu. 7.6.2024 12:01