Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. apríl 2025 15:11 Pilturinn er sautján ára og hefur því ekki verið nafngreindur. Vísir/Anton Brink Sautján ára piltur hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ráða hinni sautján ára Bryndísi Klöru Birgisdóttur bana á Menningarnótt í fyrra. Dómur í málinu var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Málið var ekki háð í heyranda hljóði vegna ungs aldurs piltsins. Hann var sextán ára þegar hann framdi verknaðinn. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Athygli er vakin á því að samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Fimm saman í bíl Pilturinn var ákærður í nóvember síðastliðnum fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. Í ákærunni sagði að fimm ungmenni hefðu verið í bifreið í miðbæ Reykjavíkur þann 24. ágúst laust fyrir miðnætti á Menningarnótt þegar pilturinn réðst á þau. Pilturinn hefði brotið rúðu bílsins og stungið ítrekað með hníf í pilt sem sat í bílnum og stungið hann bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin hefðu þá flúið bifreiðina en ein stúlka orðið eftir í honum. Pilturinn hefði þá ráðist á hana og stungið með hnífnum í öxl, handlegg og hendi. Að þessu loknu hefði hann ráðist á Bryndísi Klöru og stungið hana í gegnum hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. „Engill alla sína tíð“ Ítarlega var fjallað um málið og Bryndísi Klöru í fréttaskýringaþættinum Kompás í febrúar. Þar kom meðal annars fram að margt hafi verið reynt til þess að hylma yfir glæpinn og koma sönnunargögnum undan. Foreldrar Bryndísar sögðu hana hafa verið einstaka og að það vonuðu að saga hennar yrði til þess að bjarga mannslífum. „Hún var einstök. Það er bara réttasta orðið. Alveg frá því að hún fæddist og hvernig hún kom í heiminn, sem byrjaði með erfiðleikum. Hún var bara engill alla sína tíð,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir hennar. „Hún var yndisleg. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Hún hafði eitthvað ljós yfir sér, sem margir töluðu um. Hún var bara ofboðslega góð við alla og hjálpsöm. Var dugleg og skemmtileg og ofsalega góð stóra systir,“ sagði Iðunn Eiríksdóttir, móðir hennar. Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Dómsmál Tengdar fréttir „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's. 6. apríl 2025 12:24 Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00 Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Saga Bryndísar Klöru þarf að verða vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi, segja ömmur og afar hennar sem kalla eftir hertri löggjöf um ábyrgð foreldra, auknum forvörnum, sterkari úrræðum í skólakerfinu og bættum stuðningi fyrir þolendur og börn í vanda. 6. mars 2025 08:02 Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum. 1. mars 2025 08:02 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Dómur í málinu var kveðinn upp fyrir luktum dyrum í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Málið var ekki háð í heyranda hljóði vegna ungs aldurs piltsins. Hann var sextán ára þegar hann framdi verknaðinn. Dómurinn hefur ekki verið birtur og því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Athygli er vakin á því að samkvæmt almennum hegningarlögum má ekki dæma mann í fangelsi lengur en í átta ár hafi hann framið brot sitt fyrir átján ára aldur. Fimm saman í bíl Pilturinn var ákærður í nóvember síðastliðnum fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás. Í ákærunni sagði að fimm ungmenni hefðu verið í bifreið í miðbæ Reykjavíkur þann 24. ágúst laust fyrir miðnætti á Menningarnótt þegar pilturinn réðst á þau. Pilturinn hefði brotið rúðu bílsins og stungið ítrekað með hníf í pilt sem sat í bílnum og stungið hann bæði í öxl og brjóstkassa. Ungmennin hefðu þá flúið bifreiðina en ein stúlka orðið eftir í honum. Pilturinn hefði þá ráðist á hana og stungið með hnífnum í öxl, handlegg og hendi. Að þessu loknu hefði hann ráðist á Bryndísi Klöru og stungið hana í gegnum hjartað. Hún lést nokkrum dögum síðar af sárum sínum á Landspítalanum. „Engill alla sína tíð“ Ítarlega var fjallað um málið og Bryndísi Klöru í fréttaskýringaþættinum Kompás í febrúar. Þar kom meðal annars fram að margt hafi verið reynt til þess að hylma yfir glæpinn og koma sönnunargögnum undan. Foreldrar Bryndísar sögðu hana hafa verið einstaka og að það vonuðu að saga hennar yrði til þess að bjarga mannslífum. „Hún var einstök. Það er bara réttasta orðið. Alveg frá því að hún fæddist og hvernig hún kom í heiminn, sem byrjaði með erfiðleikum. Hún var bara engill alla sína tíð,“ sagði Birgir Karl Óskarsson, faðir hennar. „Hún var yndisleg. Það er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Hún hafði eitthvað ljós yfir sér, sem margir töluðu um. Hún var bara ofboðslega góð við alla og hjálpsöm. Var dugleg og skemmtileg og ofsalega góð stóra systir,“ sagði Iðunn Eiríksdóttir, móðir hennar.
Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Kynbundið ofbeldi Vopnaburður barna og ungmenna Dómsmál Tengdar fréttir „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's. 6. apríl 2025 12:24 Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00 Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Saga Bryndísar Klöru þarf að verða vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi, segja ömmur og afar hennar sem kalla eftir hertri löggjöf um ábyrgð foreldra, auknum forvörnum, sterkari úrræðum í skólakerfinu og bættum stuðningi fyrir þolendur og börn í vanda. 6. mars 2025 08:02 Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum. 1. mars 2025 08:02 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Í ár rennur allur ágóði góðgerðarpizzu Domino´s í Minningarsjóð Bryndísar Klöru. Sala pizzunnar hefst á morgun, mánudaginn 7. apríl og stendur til 10. apríl. Bryndís Klara var starfsmaður Domino's. 6. apríl 2025 12:24
Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Pilturinn sem sætir ákæru eftir hnífstunguárás á menningarnótt skoðaði staðsetningu einnar stúlkunnar sem fyrir árásinni varð hátt í hundrað og fimmtíu sinnum á degi árásarinnar. Forstjóri Persónuverndar hvetur börn og fullorðna til vitundar um hætturnar sem því geta fylgt að deila viðkvæmum upplýsingum á borð við staðsetningu með öðrum. 26. febrúar 2025 19:00
Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Saga Bryndísar Klöru þarf að verða vendipunktur í baráttunni gegn ofbeldi, segja ömmur og afar hennar sem kalla eftir hertri löggjöf um ábyrgð foreldra, auknum forvörnum, sterkari úrræðum í skólakerfinu og bættum stuðningi fyrir þolendur og börn í vanda. 6. mars 2025 08:02
Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum. 1. mars 2025 08:02