Fréttamaður

Vésteinn Örn Pétursson

Vésteinn er fréttamaður á fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Geta ekki sagt hvort Óskari hafi verið boðið starfið eða ekki

Hafnarfjarðarbær segist ekki geta tjáð sig um mál einstaka starfsmanna, og því ekki geta staðfest eða hafnað því að Óskari Steini Ómarssyni hafi verið boðið starf deildarstjóra í grunnskóla í bænum. Sjálfur segir Óskar að svo hafi verið, en ráðningin dregið til baka. Hann telur að pólitísk afskipti hafi spilað inn í.

Stöðvuðu starf­semi Hrís­eyjar Sea­food

Matvælafyrirtækið sem Matvælastofnun gerði að hætta starfsemi í síðustu viku, vegna alvarlegra frávika frá matvælalögum, er Hrísey Seafood. Fiskvinnslu félagsins var lokað og má ekki opna aftur fyrr en úrbætur hafa verið gerðar.

Ó­lög­legt bleiki­efni í hveitinu

Fyrirtækið Lagsmaður, sem heldur úti vefheildsölunni fiska.is, hefur innkallað Kite-hveiti. Ástæðan er sú að hveiti inniheldur ólöglega aukaefnið benzólý peroxíð.

Staðan ekki jafn­svört og sumir vilji meina

Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. 

„Komin upp í þak“ í verð­lagningu

Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár.

Gríðar­lega gefandi að fá að hitta aðra í sömu sporum

Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, heldur sumargleði í Viðey í kvöld. Verkefnastjóri hjá félaginu segir gríðarlega mikilvægt að félagsmenn fái tækifæri til að vera í kringum hvern annan, og starfsemi Krafts gefi þeim það tækifæri.

Finna vel fyrir fækkun ferða­manna en láta ekki deigan síga

Gistinætur á Íslandi í maí voru færri en á sama tíma á síðasta ári. Hlutfallslega mestur samdráttur í gistinóttum var á Austurlandi, en framkvæmdastjóri hagsmunastofnunar þar segist þrátt fyrir það bjartsýn, og sér tækifæri í veðrinu sem leikur nú við Austfirðinga.

Þjófarnir hafi sýnt að þeir séu fram­bæri­legir til vinnu

Verkstjóri á stóru byggingarsvæði segir þjófa, sem steli köplum í skjóli nætur, hafa lítið upp úr þjófnaðinum, en tjónið geti verið mikið fyrir verktaka og byggingaraðila. Hann segist tilbúinn að ræða við þjófana, og ráðleggur þeim að sækja um vinnu hjá honum.

Sjá meira