Kvöldfréttir Stöðvar 2 Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í á fjórða ár ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5.2.2023 18:01
Féll í höfnina en mundi ekki hvernig Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í morgun kölluð til eftir að maður hafði fallið í höfnina á Miðbakka í miðbæ Reykjavíkur. 5.2.2023 16:35
Óvissustigi aflétt Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra aflýsir óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum, vegna veðurs sem gekk yfir í dag. 5.2.2023 16:13
„Hleyptu mér út hérna, annars ber ég þig“ Strætóbílstjóra á leið frá Selfossi til Reykjavíkur var hótað barsmíðum af farþega sem vildi komast út á miðri Breiðholtsbraut. Framkvæmdastjóri Strætó segir það reglulega koma fyrir að farþegar angri bílstjóra með einum eða öðrum hætti. 3.2.2023 09:01
Áhrif óveðurs í desember á Icelandair metin á milljarð Áhrif slæms veðurs í desember síðastliðnum eru talin hafa haft áhrif á rekstur Icelandair upp á um einn milljarð króna. Þar vegur lokun Reykjanesbrautarinnar þungt. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjöri flugfélagsins. 2.2.2023 21:55
Skólahald fellt niður til miðvikudags vegna rakaskemmda Stjórn grunnskólans Flataskóla í Garðabæ hefur ákveðið að fella niður skólahald í skólanum til næsta miðvikudags. Ástæðan er rakaskemmdir. 2.2.2023 21:01
Yrði stærsti samruni sögunnar en óvissan er um Samkeppniseftirlitið Ritstjóri Innherja áætlar að samruni Íslandsbanka og Kviku yrði sá stærsti í Íslandssögunni, ef af honum yrði. Hann segir ljóst að Samkeppniseftirlitið muni taka langan tíma í meðferð málsins. Það muni gera athugasemdir við ákveðna samrunans. 2.2.2023 20:37
Sóttu gönguskíðamenn að Fjallabaki Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli sóttu tvo gönguskíðamenn að Fjallabaki í dag. Tjald þeirra hafði gefið sig vegna veðurs og voru þeir því orðnir blautir og kaldir. 2.2.2023 20:07
Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. 2.2.2023 19:40
„Það verður fróðlegt að lesa þá skýrslu sem hlýtur að liggja fyrir“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, er undrandi á áformum dómsmálaráðherra um að selja flugvélina TF-SIF, sem hefur verið hluti af flota Landhelgisgæslunnar frá árinu 2009. Hann segist vona að ítarleg greining búi að baki ákvörðuninni. Almannavarnir hafi ekki komið að slíkri greiningu. 2.2.2023 18:19