Fréttir Ekki tilefni til lögsóknar Varaformaður Stéttarsambands lögreglumanna segir að ástæða þess að fá mál gegn lögreglu fari fyrir dómstóla sé einfaldlega sú að ekki sé tilefni til lögsóknar. Innlent 28.2.2007 19:39 Vantar starfsfólk á Hrafnistu Dýrmæt dvalar- og hjúkrunarrými eru ónotuð á meðan hundruð manna bíða eftir vistun, jafnvel bráðveikt fólk heima við sem getur eingöngu treyst á aðhlynningu ættingja. Ástæðan er að ekki tekst að manna umönnunarstöður og er lélegum launum kennt um. Ástandið hefur ekki verið verra í þrjátíu ár, segir forstöðumaður Hrafnistu. Innlent 28.2.2007 19:37 Enginn snjór féll í Tókíó í vetur Engin snjór féll á þessum vetri í japönsku borginni Tókíó og er það í fyrsta sinn síðan árið 1876 sem það gerist. Veðurstofan í Japan skilgreinir tímabilið frá desember út febrúar sem vetur. Erlent 28.2.2007 18:03 Martin Ingi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan fimm í dag. Sigur úr býtum bar Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Innlent 28.2.2007 17:46 Bandaríkin og Norður Kórea funda Norður Kóreumenn munu funda með Bandaríkjamönnum í New york 5.-6. mars og ræða hvernig hægt er að koma samskiptum landanna í eðlilegt horf. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna er ekki búist við byltingu í samskiptum landanna eftir þennan fyrsta fund. Sean McCormack talsmaður ráðuneytisins sagði: "Enginn mun veifa skjali um samkomulag eftir fundinn í næstu viku." Erlent 28.2.2007 16:13 Slökkviliðsmenn og lögregla slógust Sex slösuðust í mótmælagöngu tvö þúsund slökkviliðsmanna sem leystist upp í átök við lögreglu í Belgíu í dag. Átökin brutust út þegar þrjú hundruð lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir að slökkviliðsmönnunum tækist að brjótast inn á öryggissvæði við belgíska þingið. Slökkviliðsmennirnir mótmæla vinnuaðstæðum, fara fram á að fara fyrr á eftirlaun og fá betri bætur ef þeir slasast. Erlent 28.2.2007 15:16 Airbus segir upp tíu þúsund manns Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund störf verði lögð niður í Evrópu á næstu fjórum árum. Starfsmenn fyrirtækisins í Frakklandi munu verða verst úti, en þar missa 4.300 vinnuna. Í Þýskalandi munu 3.700 störf verða lögð niður, 1.600 í Bretlandi og 400 á Spáni. Viðskipti erlent 28.2.2007 14:44 Fjórir létust þegar lest fauk af sporinu Að minnsta kosti fjórir létust og 30 slösuðust þegar hluti kínverskrar farþegalestar fauk af sporinu í mjög öflugum vindhviðum í Kína í dag. Ellefu vagnar lestarinnar fuku af sporinu og gluggarúður brustu þegar fárviðri skall á í norðvesturhluta landsins. Haft er eftir embættismönnum að veðrið hafi skollið á stuttu eftir að lestin fór frá Turpan stöð í Xinjiang héraði. Erlent 28.2.2007 14:26 Óttast minniháttar flóðbylgju Yfirvöld á Ítalíu óttast að eldgosið á Stromboli eyju geti skapað minniháttar flóðbylgju. Árið 2002 voru nær allir íbúar fluttir af eynni þegar skriðufall orsakaði bylgju og nokkrir slösuðust. Yfirvöld óttast að eldgosið nú gæti komið jarðfalli af stað en telja íbúana á eynni aðeins í lítilli hættu. Stromboli er 60 kílómetra norður af Sikiley og er þekkt fyrir minniháttar eldsumbrot. Erlent 28.2.2007 13:19 Sagði Jón Ásgeir ekki hafa gefið fyrirmæli um færslu bókhalds Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, hefði aldrei gefið fyrirmæli um hvernig færa ætti bókhald Baugs en Jón Ásgeir er meðal annars ákærður fyrir bókhaldsbrot í endurákæru í Baugsmálinu. Innlent 28.2.2007 12:03 Íraskir bræður stjórnmálamanns myrtir Byssumenn drápu tvo bræður mikilsmetins súnní stjórnmálamans í hverfi uppreisnarmanna í norður Baghdad í dag. Mennirnir voru bræður hófsama stjórnmálamannsins Saleem al-Jubouri, talsmanns stærsta súnní flokksins á íraska þinginu. Hann sagði fréttamönnum Reuters að bræður hans, Fuad og Ahmed, hafi látist samstundis þegar uppreisnarmenn skutu á þá í Diyala. Erlent 28.2.2007 11:26 Picasso-málverkum stolið Tveimur málverkum eftir Pablo Picasso hefur verið stolið af heimili barnabarns málarans í París. Verðmæti myndanna er rúmlega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna. Sky fréttastofan hefur þetta eftir lögreglu á staðnum en hún vinnur nú að rannsókn málsins. Erlent 28.2.2007 10:51 Tíu létust í bílasprengju í Baghdad Tíu manns létust og 21 slasaðist nálægt grænmetismarkaði í Baghdad í Írak í dag. Þetta er haft eftir lögreglu sem segir að sprengjan hafi sprungið við verslunargötu í Bayaa hverfi írösku höfuðborgarinnar. Í hverfinu búa bæði síjar og súnnar og mikil mannmergð er vanalega á verslunargötunni. Erlent 28.2.2007 10:31 Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja njósnara Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja 26 Bandaríkjamenn til Ítalíu vegna réttarhalda um mannrán. Flestir mannanna eru taldir vera útsendarar CIA en þeir eru sakaðir um að ræna múslímaklerki af götu á Ítalíu, fljúga honum til Egyptalands þar sem klerkurinn segir að hann hafi verið pyntaður. Erlent 28.2.2007 09:58 Meintur njósnari tekinn af lífi Vígamenn í Pakistan tóku í morgun afganskan klerk af lífi. Þeir sökuðu hann um að vera njósnara fyrir hermenn Bandaríkjanna sem berjast við uppreisnarmenn í Afganistan. Akhtar Usmani var hálshöggvinn en hann hafði talað gegn hernaðarástandinu í pakistönsku héraði við landamæri Afganistans. Erlent 28.2.2007 09:31 Bandaríkin ætla að sitja ráðstefnu Íraka Bandaríkin hafa staðfest að þau muni sækja ráðstefnu sem stjórnvöld í Írak ætla sér að halda í Apríl. Á henni verða meðal annars fulltrúar frá Íran og Sýrlandi ásamt fulltrúum átta ríkustu þjóða heims. Erlent 28.2.2007 07:26 Kastró kom fram í útvarpi Forseti Kúbú, Fídel Kastró, talaði í útvarpsávarpi til þjóðar sinnar í gær. Hann kom fram í daglegum útvarpsþætti Hugo Chavezar, forseta Venesúela. Fídel sagðist aðspurður vera að ná sér og sagðist finna styrk sinn aukast daglega. Erlent 28.2.2007 07:23 Ætla ekki að framselja Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi. Erlent 28.2.2007 07:17 Eldur kviknaði útfrá eldavél Húsmóðir í einbýlishúsi á Brekkunni á Akureyri, sýndi snarræði þegar hún vaknaði við reykskynjara í nótt, greip til slökkvitækis og náði að slökkva eld, sem kviknað hafði út frá eldavél. Hvorki hana né tvö börn hennar sakaði af reyk, en konan kallaði slökkvilið á vettvang til að reykræsta húsið. Innlent 28.2.2007 07:15 Eldur í sendibíl Eldur blossaði upp í litlum sendibíl, sem stóð við íbúðarhús í Kópavogi í nótt. Heimilisfólk vaknaði og kallaði á slökkvilið, sem náði að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í húsið, en útveggur var byrjaður að sviðna. Innlent 28.2.2007 07:13 Fundað um varnarmál Íslenskir og danskir embættismenn funduðu öðru sinni í gær um samstarf þjóðanna um öryggismál, en fyrsti fundurinn var haldinn rétt fyrir jól. Líkt og á fundi með norskum embættismönnum nýverið, var ákveðið að leggjast nú yfir nánari útfærslur og að embættismenn verði í rafrænu sambandi þar til ástæða þykir til að boða til fundar á ný. Innlent 28.2.2007 07:09 Meirihluti landsmanna andvígur stækkun álvers í Straumsvík Meirihluti landsmanna, eða rúm 63 prósent , er andvígur stækkun álvers í Straumsvík og tæp 36 prósent fylgjandi, samkvæmt þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins um málið. Úrtakið var 800 manns og tóku um 70 prósent afstöðu. Innlent 28.2.2007 07:06 Landsmenn bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Landsmenn eru bjartsýnni en nokkru sinni fyrr, samkvæmt væntingavísitölu, sem Gallup mælir. Hún mælist nú tæp 150 stig , eða hærri en nokkru sinni fyrr. Þessi mæling lýsir viðhorfum til efnahags og atvinnumála í næstu framtíð. Þessar mælingar hófust í mars árið 2001, þannig að vísitölustigið núna er hið hæsta síðan mælingar hófust. Innlent 28.2.2007 07:10 Tekinn á 155 kílómetra hraða Lögreglumenn af Suðurnesjum stöðvuðu ökumann á Reykjanesbrautinni eftir að hann mældist á 155 kílómetra hraða. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissviftingu og háa sekt. Annar var svo stöðvaður eftir að hafa ekið á rúmlega 120. Báðir voru þeir á vegarkafla, sem búið er að tvöfalda í báðar áttir. Innlent 28.2.2007 07:03 Bandarískum háskóla lokað vegna sprengjuhótunar Loka þurfti háskóla í Kansas borg í Missouri ríki í Bandaríkjunum í dag eftir að nemandi þarf sagðist hafa sprengju og miltisbrand meðferðis. Lögregla þar skýrði frá þessu í dag. Erlent 27.2.2007 23:31 Þrír franskir hjálparstarfsmenn myrtir í Brasilíu Þrír franskir hjálparstarfsmenn voru stungnir til bana á hótelherbergi sínu í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, í dag. Lögreglan sagði að brasilískur samstarfsmaður þeirra, Tarsio Wilson Ramires, hefði játað að eiga þátt í morðunum. Erlent 27.2.2007 23:03 Versti dagur á Wall Street síðan 11. september 2001 Hlutabréf hríðféllu í verði á Wall Street í dag og var dagurinn sá versti síðan hlutabréfamarkaðurinn opnaði eftir 11. september 2001. Á þeim degi lækkaði Dow Jones vísitalan um 684,81 stig en í dag lækkaði hún um 415 stig. Erlent 27.2.2007 22:23 Tekinn á 155 kílómetra hraða Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í kvöld. Var það á þeim kafla þar sem hún er tvöföld. Annars þeirra ók á 121 kílómetra hraða og má búast við sekt. Hann var einn á ferð. Annar var síðan tekinn á 155 kílómetra hraða og var með farþega í bílnum. Sá má búast við því að missa ökuleyfi í einhvern tíma og fá einnig sekt að sögn lögreglu Suðurnesja. Innlent 27.2.2007 21:39 Bandaríkin munu sitja ráðstefnu í Írak Bandaríkin hafa staðfest að þau muni sækja ráðstefnu sem stjórnvöld í Írak ætla sér að halda í Apríl. Á henni verða meðal annars fulltrúar frá Íran og Sýrlandi. Erlent 27.2.2007 21:33 För Atlantis frestað Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýrði frá því í kvöld að hún yrði að fresta skoti geimskutlunnar Atlantis. Henni átti að skjóta upp þann 15. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu eru skemmdir á ytra byrði hennar. Erlent 27.2.2007 21:13 « ‹ 212 213 214 215 216 217 218 219 220 … 334 ›
Ekki tilefni til lögsóknar Varaformaður Stéttarsambands lögreglumanna segir að ástæða þess að fá mál gegn lögreglu fari fyrir dómstóla sé einfaldlega sú að ekki sé tilefni til lögsóknar. Innlent 28.2.2007 19:39
Vantar starfsfólk á Hrafnistu Dýrmæt dvalar- og hjúkrunarrými eru ónotuð á meðan hundruð manna bíða eftir vistun, jafnvel bráðveikt fólk heima við sem getur eingöngu treyst á aðhlynningu ættingja. Ástæðan er að ekki tekst að manna umönnunarstöður og er lélegum launum kennt um. Ástandið hefur ekki verið verra í þrjátíu ár, segir forstöðumaður Hrafnistu. Innlent 28.2.2007 19:37
Enginn snjór féll í Tókíó í vetur Engin snjór féll á þessum vetri í japönsku borginni Tókíó og er það í fyrsta sinn síðan árið 1876 sem það gerist. Veðurstofan í Japan skilgreinir tímabilið frá desember út febrúar sem vetur. Erlent 28.2.2007 18:03
Martin Ingi hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum klukkan fimm í dag. Sigur úr býtum bar Martin Ingi Sigurðsson fyrir verkefni sitt um áhrif aldurs á utangenamerki mannsins. Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru fyrst veitt árið 1996. Markmið þeirra er að verðlauna námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Innlent 28.2.2007 17:46
Bandaríkin og Norður Kórea funda Norður Kóreumenn munu funda með Bandaríkjamönnum í New york 5.-6. mars og ræða hvernig hægt er að koma samskiptum landanna í eðlilegt horf. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjamanna er ekki búist við byltingu í samskiptum landanna eftir þennan fyrsta fund. Sean McCormack talsmaður ráðuneytisins sagði: "Enginn mun veifa skjali um samkomulag eftir fundinn í næstu viku." Erlent 28.2.2007 16:13
Slökkviliðsmenn og lögregla slógust Sex slösuðust í mótmælagöngu tvö þúsund slökkviliðsmanna sem leystist upp í átök við lögreglu í Belgíu í dag. Átökin brutust út þegar þrjú hundruð lögreglumenn reyndu að koma í veg fyrir að slökkviliðsmönnunum tækist að brjótast inn á öryggissvæði við belgíska þingið. Slökkviliðsmennirnir mótmæla vinnuaðstæðum, fara fram á að fara fyrr á eftirlaun og fá betri bætur ef þeir slasast. Erlent 28.2.2007 15:16
Airbus segir upp tíu þúsund manns Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur tilkynnt að tíu þúsund störf verði lögð niður í Evrópu á næstu fjórum árum. Starfsmenn fyrirtækisins í Frakklandi munu verða verst úti, en þar missa 4.300 vinnuna. Í Þýskalandi munu 3.700 störf verða lögð niður, 1.600 í Bretlandi og 400 á Spáni. Viðskipti erlent 28.2.2007 14:44
Fjórir létust þegar lest fauk af sporinu Að minnsta kosti fjórir létust og 30 slösuðust þegar hluti kínverskrar farþegalestar fauk af sporinu í mjög öflugum vindhviðum í Kína í dag. Ellefu vagnar lestarinnar fuku af sporinu og gluggarúður brustu þegar fárviðri skall á í norðvesturhluta landsins. Haft er eftir embættismönnum að veðrið hafi skollið á stuttu eftir að lestin fór frá Turpan stöð í Xinjiang héraði. Erlent 28.2.2007 14:26
Óttast minniháttar flóðbylgju Yfirvöld á Ítalíu óttast að eldgosið á Stromboli eyju geti skapað minniháttar flóðbylgju. Árið 2002 voru nær allir íbúar fluttir af eynni þegar skriðufall orsakaði bylgju og nokkrir slösuðust. Yfirvöld óttast að eldgosið nú gæti komið jarðfalli af stað en telja íbúana á eynni aðeins í lítilli hættu. Stromboli er 60 kílómetra norður af Sikiley og er þekkt fyrir minniháttar eldsumbrot. Erlent 28.2.2007 13:19
Sagði Jón Ásgeir ekki hafa gefið fyrirmæli um færslu bókhalds Linda Jóhannsdóttir, fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri fyrirtækisins, hefði aldrei gefið fyrirmæli um hvernig færa ætti bókhald Baugs en Jón Ásgeir er meðal annars ákærður fyrir bókhaldsbrot í endurákæru í Baugsmálinu. Innlent 28.2.2007 12:03
Íraskir bræður stjórnmálamanns myrtir Byssumenn drápu tvo bræður mikilsmetins súnní stjórnmálamans í hverfi uppreisnarmanna í norður Baghdad í dag. Mennirnir voru bræður hófsama stjórnmálamannsins Saleem al-Jubouri, talsmanns stærsta súnní flokksins á íraska þinginu. Hann sagði fréttamönnum Reuters að bræður hans, Fuad og Ahmed, hafi látist samstundis þegar uppreisnarmenn skutu á þá í Diyala. Erlent 28.2.2007 11:26
Picasso-málverkum stolið Tveimur málverkum eftir Pablo Picasso hefur verið stolið af heimili barnabarns málarans í París. Verðmæti myndanna er rúmlega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna. Sky fréttastofan hefur þetta eftir lögreglu á staðnum en hún vinnur nú að rannsókn málsins. Erlent 28.2.2007 10:51
Tíu létust í bílasprengju í Baghdad Tíu manns létust og 21 slasaðist nálægt grænmetismarkaði í Baghdad í Írak í dag. Þetta er haft eftir lögreglu sem segir að sprengjan hafi sprungið við verslunargötu í Bayaa hverfi írösku höfuðborgarinnar. Í hverfinu búa bæði síjar og súnnar og mikil mannmergð er vanalega á verslunargötunni. Erlent 28.2.2007 10:31
Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja njósnara Bandaríkjamenn ætla ekki að framselja 26 Bandaríkjamenn til Ítalíu vegna réttarhalda um mannrán. Flestir mannanna eru taldir vera útsendarar CIA en þeir eru sakaðir um að ræna múslímaklerki af götu á Ítalíu, fljúga honum til Egyptalands þar sem klerkurinn segir að hann hafi verið pyntaður. Erlent 28.2.2007 09:58
Meintur njósnari tekinn af lífi Vígamenn í Pakistan tóku í morgun afganskan klerk af lífi. Þeir sökuðu hann um að vera njósnara fyrir hermenn Bandaríkjanna sem berjast við uppreisnarmenn í Afganistan. Akhtar Usmani var hálshöggvinn en hann hafði talað gegn hernaðarástandinu í pakistönsku héraði við landamæri Afganistans. Erlent 28.2.2007 09:31
Bandaríkin ætla að sitja ráðstefnu Íraka Bandaríkin hafa staðfest að þau muni sækja ráðstefnu sem stjórnvöld í Írak ætla sér að halda í Apríl. Á henni verða meðal annars fulltrúar frá Íran og Sýrlandi ásamt fulltrúum átta ríkustu þjóða heims. Erlent 28.2.2007 07:26
Kastró kom fram í útvarpi Forseti Kúbú, Fídel Kastró, talaði í útvarpsávarpi til þjóðar sinnar í gær. Hann kom fram í daglegum útvarpsþætti Hugo Chavezar, forseta Venesúela. Fídel sagðist aðspurður vera að ná sér og sagðist finna styrk sinn aukast daglega. Erlent 28.2.2007 07:23
Ætla ekki að framselja Stjórnvöld í Súdan ætla sér ekki að framselja þá tvo einstaklinga sem saksóknarar alþjóðaglæpadómstólsins í Haag nefndu í ákærum sínum vegna rannsókna á stríðsglæpum í Darfur. Súdan sagði að dómstóllinn hefði enga lögsögu í landinu og að þeirra eigin dómstólar væru fyllilega hæfir til þess að sjá um málsóknir af þessu tagi. Erlent 28.2.2007 07:17
Eldur kviknaði útfrá eldavél Húsmóðir í einbýlishúsi á Brekkunni á Akureyri, sýndi snarræði þegar hún vaknaði við reykskynjara í nótt, greip til slökkvitækis og náði að slökkva eld, sem kviknað hafði út frá eldavél. Hvorki hana né tvö börn hennar sakaði af reyk, en konan kallaði slökkvilið á vettvang til að reykræsta húsið. Innlent 28.2.2007 07:15
Eldur í sendibíl Eldur blossaði upp í litlum sendibíl, sem stóð við íbúðarhús í Kópavogi í nótt. Heimilisfólk vaknaði og kallaði á slökkvilið, sem náði að koma í veg fyrir að eldurinn læsti sig í húsið, en útveggur var byrjaður að sviðna. Innlent 28.2.2007 07:13
Fundað um varnarmál Íslenskir og danskir embættismenn funduðu öðru sinni í gær um samstarf þjóðanna um öryggismál, en fyrsti fundurinn var haldinn rétt fyrir jól. Líkt og á fundi með norskum embættismönnum nýverið, var ákveðið að leggjast nú yfir nánari útfærslur og að embættismenn verði í rafrænu sambandi þar til ástæða þykir til að boða til fundar á ný. Innlent 28.2.2007 07:09
Meirihluti landsmanna andvígur stækkun álvers í Straumsvík Meirihluti landsmanna, eða rúm 63 prósent , er andvígur stækkun álvers í Straumsvík og tæp 36 prósent fylgjandi, samkvæmt þeim sem tóku afstöðu í skoðanakönnun Fréttablaðsins um málið. Úrtakið var 800 manns og tóku um 70 prósent afstöðu. Innlent 28.2.2007 07:06
Landsmenn bjartsýnni en nokkru sinni fyrr Landsmenn eru bjartsýnni en nokkru sinni fyrr, samkvæmt væntingavísitölu, sem Gallup mælir. Hún mælist nú tæp 150 stig , eða hærri en nokkru sinni fyrr. Þessi mæling lýsir viðhorfum til efnahags og atvinnumála í næstu framtíð. Þessar mælingar hófust í mars árið 2001, þannig að vísitölustigið núna er hið hæsta síðan mælingar hófust. Innlent 28.2.2007 07:10
Tekinn á 155 kílómetra hraða Lögreglumenn af Suðurnesjum stöðvuðu ökumann á Reykjanesbrautinni eftir að hann mældist á 155 kílómetra hraða. Hann á yfir höfði sér ökuleyfissviftingu og háa sekt. Annar var svo stöðvaður eftir að hafa ekið á rúmlega 120. Báðir voru þeir á vegarkafla, sem búið er að tvöfalda í báðar áttir. Innlent 28.2.2007 07:03
Bandarískum háskóla lokað vegna sprengjuhótunar Loka þurfti háskóla í Kansas borg í Missouri ríki í Bandaríkjunum í dag eftir að nemandi þarf sagðist hafa sprengju og miltisbrand meðferðis. Lögregla þar skýrði frá þessu í dag. Erlent 27.2.2007 23:31
Þrír franskir hjálparstarfsmenn myrtir í Brasilíu Þrír franskir hjálparstarfsmenn voru stungnir til bana á hótelherbergi sínu í Rio de Janeiro, höfuðborg Brasilíu, í dag. Lögreglan sagði að brasilískur samstarfsmaður þeirra, Tarsio Wilson Ramires, hefði játað að eiga þátt í morðunum. Erlent 27.2.2007 23:03
Versti dagur á Wall Street síðan 11. september 2001 Hlutabréf hríðféllu í verði á Wall Street í dag og var dagurinn sá versti síðan hlutabréfamarkaðurinn opnaði eftir 11. september 2001. Á þeim degi lækkaði Dow Jones vísitalan um 684,81 stig en í dag lækkaði hún um 415 stig. Erlent 27.2.2007 22:23
Tekinn á 155 kílómetra hraða Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni í kvöld. Var það á þeim kafla þar sem hún er tvöföld. Annars þeirra ók á 121 kílómetra hraða og má búast við sekt. Hann var einn á ferð. Annar var síðan tekinn á 155 kílómetra hraða og var með farþega í bílnum. Sá má búast við því að missa ökuleyfi í einhvern tíma og fá einnig sekt að sögn lögreglu Suðurnesja. Innlent 27.2.2007 21:39
Bandaríkin munu sitja ráðstefnu í Írak Bandaríkin hafa staðfest að þau muni sækja ráðstefnu sem stjórnvöld í Írak ætla sér að halda í Apríl. Á henni verða meðal annars fulltrúar frá Íran og Sýrlandi. Erlent 27.2.2007 21:33
För Atlantis frestað Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, skýrði frá því í kvöld að hún yrði að fresta skoti geimskutlunnar Atlantis. Henni átti að skjóta upp þann 15. mars næstkomandi. Ástæðan fyrir þessu eru skemmdir á ytra byrði hennar. Erlent 27.2.2007 21:13