Fréttir Cheney var skotmark Talibana Varaforseti Bandaríkjanna Dick Cheney var skotmark í sjálfsmorðsárás við aðalherstöð Bandaríkjamanna í Afghanistan í morgun. Þetta sagði talsmaður Talibana Mullah Hayat Khan í dag. Sprengjan varð tuttugu manns að bana þegar hún sprakk en Cheney gisti herstöðina í nótt. Erlent 27.2.2007 10:30 Harðari viðurlög við farsímabrotum í akstri Í dag taka í gildi í Breatlandi harðari viðurlög ef ökumenn tala í farsíma án haldfrjáls búnaðar. Þeir sem brjóta lögin fá þrjá punkta í ökuskírteinið og sektin sem var tæpar fjögur þúsund krónur hækkar í rúmar sjö þúsund krónur. Þá geta ökumenn átt á hættu að vera sviptir ökuleyfi. Erlent 27.2.2007 09:45 Fimm ára fangelsi fyrir afbrýðissemi Mexíkóskir eiginmenn sem eru sérstaklega afbrýðissamir eða forðast að lifa kynlífi með eiginkonum sínum gætu átt á hættu að fara í fangelsi í fimm ár. Þetta er staðreynd samkvæmt nýjum lögum sem voru hönnuð til þess að berjast gegn ofbeldi gegn konum. Erlent 26.2.2007 23:30 Bandaríkjamenn véfengja fullyrðingar Írana um geimskot Bandaríski herinn segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Íranar hafi skotið eldflaug út í geim og grunar að þeir hafi aldrei gert það. Íranskir embættismenn skýrðu frá því á sunnudaginn var að þeir hefðu skotði eldflaug út í geim í rannsóknartilgangi og að hún hefði náð 150 kílómetra hæð. Hún hefði þó ekki komist á sporbaug um jörðu. Erlent 26.2.2007 23:03 Gore ekki allur þar sem hann er séður Al Gore, sem fékk í gærkvöldi óskarsverðlaun fyrir mynd sína „Óhentugur sannleikur", býr í stóru einbýlishúsi í Nashville í Tennessee ríkí í Bandaríkjunum. Það notar samtals 20 sinnum meiri orku en venjulegt heimili meðal Bandaríkjamanns. Alls var Gore rukkaður um 221 þúsund kílówatt stundir á síðasta ári en meðalheimili notar tæplega 11 þúsund kílówattstundir árlega. Erlent 26.2.2007 22:31 Rannsókn hafin á lestarslysinu í Bretlandi Breska samgöngulögreglan hóf í dag glæparannsókn á lestarslysinu sem varð á sunnudaginn var. Í ljós kom að eina öryggisstöng vantaði í lestarteinana og tvær aðrar voru skemmdar. Talið er nær öruggt að slysið hafi átt sér stað þess vegna. Erlent 26.2.2007 22:11 Breskir bankar endurgreiða ólöglegar greiðslur Bankar í Bretlandi gætu þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum allt að 7,2 milljarða sterlingspunda, eða rúmlega 900 milljarða íslenskra króna, vegna ólöglegra gjalda sem þeir hafa krafið viðskiptavini sína um. Gjöldin sem um ræðir eru greiðslur til banka þegar farið er yfir yfirdráttarheimild eða þegar ávísun er hafnað. Viðskipti erlent 26.2.2007 21:50 Forseti Gíneu skipar nýjan forsætisráðherra Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur loks samþykkt kröfur stéttarfélaga í landinu um að skipa nýjan forsætisráðherra. Hann hefur skipað Lansana Kouyate, sem stéttarfélögum þykir ásættanlegur, sem forsætisráðherra. Stéttarfélögin hafa staðið fyrir verkföllum í landinu í tæpa tvo mánuði og nánast lamað efnahag þess. Erlent 26.2.2007 21:00 14 láta lífið í sprengjuárás Íraskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjúkrabíl fyrir utan lögreglustöð í þorpi nálægt borginni Ramadi í Írak í kvöld. 14 manns létu lífið og voru bæði konur og börn þar á meðal. Svæðið þar sem árásin átti sér stað er í miðju þess svæðis sem almennt er talið miðunktur uppreisnargjarna súnní múslima. Erlent 26.2.2007 20:40 Greenspan óttast niðursveiflu Alan Greenspan, fyrrum æðsti yfirmaður seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í dag að bráðum myndi fara að hægja á bandarísku efnahagslífi. Hann sagði það hafa þanist síðan árið 2001 og að núna bentu merkin til þess að þenslan væri að stöðvast. Viðskipti erlent 26.2.2007 20:27 Sennilega minni loftmengun á morgun „Sennilega verður minni mengun á morgun ef það bætir í vind eins og útlit er fyrir,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði. Svifryksmengun (PM10) á háannatíma í dag milli 16-17 var 132.1 míkrógrömm á rúmmetra við mælistöðina við Grensásveg. Á morgun er því góður dagur til að skilja bílinn eftir heima. Innlent 26.2.2007 19:39 Kópavogur gefur borgaryfirvöldum aðeins viku Bæjarstjóri Kópavogs gefur borgaryfirvöldum aðeins þessa viku til að standa við samkomulag um lagningu Vatnsæðar um Heiðmörk. Trén, sem tekin voru upp, fari að drepast og tjón bæjarins vegna tafa sé þegar orðið umtalsvert. Innlent 26.2.2007 19:27 Lögreglan sökuð um ofbeldi Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Innlent 26.2.2007 19:21 Lifði af hátt fall Læknar, í Björgvin í Noregi, segja það ganga kraftaverki næst að tveggja ára drengur hafi lifað af fall út um glugga á heimili sínu í gær. Drengurinn skall á gangstétt við húsið og sá ekki á honum. Íbúð fjölskyldunnar er á fjórðu hæð. Erlent 26.2.2007 18:56 Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Talið er að allt sex þúsund manns hafi barist við andnauð, mjög hastarlegar hóstakviður og óstöðvandi þorsta í dag, vegna svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu, sem fór langt yfir heilsuverndarmörk. Innlent 26.2.2007 19:24 Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Innlent 26.2.2007 18:53 Serbar ekki sekir Serbneska ríkið ber ekki beina ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu. Þetta er niðurstaða Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna sem þó úrskurðaði að Serbía hefði brugðist skyldum sínum, samkvæmt alþjóðalögum, með því að koma ekki í veg fyrir þjóðarmorðin í Srebrenica fyrir tæpum 12 árum. Erlent 26.2.2007 18:25 Samkeppnin grimm milli banka Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Innlent 26.2.2007 18:41 Vandi einstæðar móður sem glímt hefur við afleiðingar heilablóðfalls leystur Bæjarstjórnin í Mosfellsbæ hefur ákveðið að leysa úr vanda einstæðrar móður sem hefur verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og beðið í á þriðja ár eftir félagslegu húsnæði þar í bæ. Sjálf segist hún vera himinlifandi með málalokin. Innlent 26.2.2007 17:51 18 stútar teknir um helgina Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Þetta voru fjórtán karlmenn og fjórar konur. Innlent 26.2.2007 18:13 Veita styrk fyrir öryggishnapp Securitas Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnappinn frá Securitas. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling. Innlent 26.2.2007 18:06 Magnús leiðir frjálslynda í Reykjavík suður Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Magnús fór inn á þing í síðustu kosningum sem efsti maður á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi. Líklegast þykir að Jón Magnússon lögmaður leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður en miðstjórn flokksins á þó eftir að taka ákvörðun um það. Innlent 26.2.2007 17:35 Grafhýsi Jesú fundið? Jesús var í sambandi við Maríu Magðalenu og þau áttu son sem hét Júdas. Þessu er haldið fram í nýrri heimildamynd sem Hollywood framleiðandinn James Cameron framleiðir. Í henni er grafhýsi sem fannst árið 1980 rannsakað. Myndin heldur því fram að grafhýsið hafi verið í eigu fjölskyldu Jesú og að DNA sýni sanni að hinn eini sanni Jesú hafi verið grafinn þar. Erlent 26.2.2007 17:24 Jóhannes spurður út í bátamál á Miami Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Hann var spurður ítarlega út í bátamálin á Miami. Innlent 26.2.2007 16:58 Fjórir Frakkar skotnir til bana í Saudi Arabíu Að minnsta kosti fjórir Frakkar voru skotnir til bana nálægt borginni Medina í Saudi Arabíu í dag. Einhverjir mannanna voru múslimar. Háttsettur stjórnarerindreki staðfesti við Reuters fréttastofuna að átta manna hópur Frakka hefði orðið fyrir skorárás á vegi rétt utan við borgina. Vegurinn er í gegnum víðáttumikla eyðimörk og liggur til hinnar helgu borgar Mekka. Erlent 26.2.2007 16:11 Vinstri-grænir fá listabókstafinn V Búið er að samþykkja að veita Vinstri-grænum listabókstafinn V í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn hefur hingað til haft listabókstafinn U í kosningum en Kvennalistinn hafði áður V sem sinn listabókstaf. Innlent 26.2.2007 15:56 Bretar senda 1400 hermenn til Afghanistan Fjórtán hundruð breskir hermenn verða sendir til Afghanistan og verður þá heildarfjöldi breskra hermanna í landinu tæplega átta þúsund. Varnarmálaráðherra breta Des Browne tilkynnti þetta á þinginu í dag. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun þegar ekki tókst að fá Nato til að efla liðsstyrk í Helmand héraði. Erlent 26.2.2007 15:51 Stykki vantaði í lestarteina Lykilstykki vantaði í skiptibúnað á lestarteinunum í Cumbria á Bretlandi þar sem lest fór út af sporinu um helgina. Einn lést og fimm slösuðust alvarlega og þótti kraftaverki næst að ekki fór verr. Sky fréttastofan greinir frá því að týnda stykkið haldi lestarteinunum í réttri fjarlægð, jafnhliða hvor öðrum. Erlent 26.2.2007 15:34 Jóhannes spurður út í Thee Viking Jóhannes Jónsson bar vitni í Baugsmálinu í dag. Jóhannes var spurður út í Viking bátana en hann leit svo á að samningur yrði gerður um eignarhlut í bátunum en af því varð aldrei. Hann sagði mánaðarlegar greiðslur sem fóru til Jóns Geralds Sullenberger hafa verið til að styrkja rekstur Nordica en þær ekki farið í rekstur Thee Viking eins og haldið hefur verið fram. Innlent 26.2.2007 15:32 Tólf létust og varaforseti Íraks slasaðist Tólf manns létust og á fimmta tug slösuðust í sprengjuárás á ráðuneyti í Baghdad í Írak í dag. Varaforseti landsins Adel Abdul-Mahdi var í miðri ræðu þegar sprengjan sprakk og var fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Talið er að súnnar hafi ætlað að ráða hann af dögum með sprengjunni, en varaforsetinn er síji. Erlent 26.2.2007 14:44 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Cheney var skotmark Talibana Varaforseti Bandaríkjanna Dick Cheney var skotmark í sjálfsmorðsárás við aðalherstöð Bandaríkjamanna í Afghanistan í morgun. Þetta sagði talsmaður Talibana Mullah Hayat Khan í dag. Sprengjan varð tuttugu manns að bana þegar hún sprakk en Cheney gisti herstöðina í nótt. Erlent 27.2.2007 10:30
Harðari viðurlög við farsímabrotum í akstri Í dag taka í gildi í Breatlandi harðari viðurlög ef ökumenn tala í farsíma án haldfrjáls búnaðar. Þeir sem brjóta lögin fá þrjá punkta í ökuskírteinið og sektin sem var tæpar fjögur þúsund krónur hækkar í rúmar sjö þúsund krónur. Þá geta ökumenn átt á hættu að vera sviptir ökuleyfi. Erlent 27.2.2007 09:45
Fimm ára fangelsi fyrir afbrýðissemi Mexíkóskir eiginmenn sem eru sérstaklega afbrýðissamir eða forðast að lifa kynlífi með eiginkonum sínum gætu átt á hættu að fara í fangelsi í fimm ár. Þetta er staðreynd samkvæmt nýjum lögum sem voru hönnuð til þess að berjast gegn ofbeldi gegn konum. Erlent 26.2.2007 23:30
Bandaríkjamenn véfengja fullyrðingar Írana um geimskot Bandaríski herinn segist ekki hafa neinar sannanir fyrir því að Íranar hafi skotið eldflaug út í geim og grunar að þeir hafi aldrei gert það. Íranskir embættismenn skýrðu frá því á sunnudaginn var að þeir hefðu skotði eldflaug út í geim í rannsóknartilgangi og að hún hefði náð 150 kílómetra hæð. Hún hefði þó ekki komist á sporbaug um jörðu. Erlent 26.2.2007 23:03
Gore ekki allur þar sem hann er séður Al Gore, sem fékk í gærkvöldi óskarsverðlaun fyrir mynd sína „Óhentugur sannleikur", býr í stóru einbýlishúsi í Nashville í Tennessee ríkí í Bandaríkjunum. Það notar samtals 20 sinnum meiri orku en venjulegt heimili meðal Bandaríkjamanns. Alls var Gore rukkaður um 221 þúsund kílówatt stundir á síðasta ári en meðalheimili notar tæplega 11 þúsund kílówattstundir árlega. Erlent 26.2.2007 22:31
Rannsókn hafin á lestarslysinu í Bretlandi Breska samgöngulögreglan hóf í dag glæparannsókn á lestarslysinu sem varð á sunnudaginn var. Í ljós kom að eina öryggisstöng vantaði í lestarteinana og tvær aðrar voru skemmdar. Talið er nær öruggt að slysið hafi átt sér stað þess vegna. Erlent 26.2.2007 22:11
Breskir bankar endurgreiða ólöglegar greiðslur Bankar í Bretlandi gætu þurft að endurgreiða viðskiptavinum sínum allt að 7,2 milljarða sterlingspunda, eða rúmlega 900 milljarða íslenskra króna, vegna ólöglegra gjalda sem þeir hafa krafið viðskiptavini sína um. Gjöldin sem um ræðir eru greiðslur til banka þegar farið er yfir yfirdráttarheimild eða þegar ávísun er hafnað. Viðskipti erlent 26.2.2007 21:50
Forseti Gíneu skipar nýjan forsætisráðherra Forseti Gíneu, Lansana Conte, hefur loks samþykkt kröfur stéttarfélaga í landinu um að skipa nýjan forsætisráðherra. Hann hefur skipað Lansana Kouyate, sem stéttarfélögum þykir ásættanlegur, sem forsætisráðherra. Stéttarfélögin hafa staðið fyrir verkföllum í landinu í tæpa tvo mánuði og nánast lamað efnahag þess. Erlent 26.2.2007 21:00
14 láta lífið í sprengjuárás Íraskur sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig í loft upp í sjúkrabíl fyrir utan lögreglustöð í þorpi nálægt borginni Ramadi í Írak í kvöld. 14 manns létu lífið og voru bæði konur og börn þar á meðal. Svæðið þar sem árásin átti sér stað er í miðju þess svæðis sem almennt er talið miðunktur uppreisnargjarna súnní múslima. Erlent 26.2.2007 20:40
Greenspan óttast niðursveiflu Alan Greenspan, fyrrum æðsti yfirmaður seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í dag að bráðum myndi fara að hægja á bandarísku efnahagslífi. Hann sagði það hafa þanist síðan árið 2001 og að núna bentu merkin til þess að þenslan væri að stöðvast. Viðskipti erlent 26.2.2007 20:27
Sennilega minni loftmengun á morgun „Sennilega verður minni mengun á morgun ef það bætir í vind eins og útlit er fyrir,“ segir Anna Rósa Böðvarsdóttir heilbrigðisfulltrúi á Umhverfissviði. Svifryksmengun (PM10) á háannatíma í dag milli 16-17 var 132.1 míkrógrömm á rúmmetra við mælistöðina við Grensásveg. Á morgun er því góður dagur til að skilja bílinn eftir heima. Innlent 26.2.2007 19:39
Kópavogur gefur borgaryfirvöldum aðeins viku Bæjarstjóri Kópavogs gefur borgaryfirvöldum aðeins þessa viku til að standa við samkomulag um lagningu Vatnsæðar um Heiðmörk. Trén, sem tekin voru upp, fari að drepast og tjón bæjarins vegna tafa sé þegar orðið umtalsvert. Innlent 26.2.2007 19:27
Lögreglan sökuð um ofbeldi Lögreglan á höfuðborgarssvæðinu rannsakar nú hvort lögreglan hafi beitt 19 ára stúlku harðræði við handtöku aðfaranótt laugardags. Stúlkan, sem er dökk á hörund, segir lögreglu hafa kallað sig negra og síðan beitt sig ofbeldi sem endaði með því að hún þurfti að gista fangageymslur allsnakin. Innlent 26.2.2007 19:21
Lifði af hátt fall Læknar, í Björgvin í Noregi, segja það ganga kraftaverki næst að tveggja ára drengur hafi lifað af fall út um glugga á heimili sínu í gær. Drengurinn skall á gangstétt við húsið og sá ekki á honum. Íbúð fjölskyldunnar er á fjórðu hæð. Erlent 26.2.2007 18:56
Mikil svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu í dag Talið er að allt sex þúsund manns hafi barist við andnauð, mjög hastarlegar hóstakviður og óstöðvandi þorsta í dag, vegna svifryksmengunar á höfuðborgarsvæðinu, sem fór langt yfir heilsuverndarmörk. Innlent 26.2.2007 19:24
Fleiri börn drukkna í Evrópu en færri á Íslandi Eitt barn hefur drukknað á Íslandi frá því úrbætur voru gerðar um miðjan tíunda áratuginn á sundstöðum og víðar. Á sama tíma hefur þeim börnum sem drukkna í Evrópu fjölgað. Innlent 26.2.2007 18:53
Serbar ekki sekir Serbneska ríkið ber ekki beina ábyrgð á þjóðarmorðum í Bosníustríðinu. Þetta er niðurstaða Alþjóðadómstóls Sameinuðu þjóðanna sem þó úrskurðaði að Serbía hefði brugðist skyldum sínum, samkvæmt alþjóðalögum, með því að koma ekki í veg fyrir þjóðarmorðin í Srebrenica fyrir tæpum 12 árum. Erlent 26.2.2007 18:25
Samkeppnin grimm milli banka Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Innlent 26.2.2007 18:41
Vandi einstæðar móður sem glímt hefur við afleiðingar heilablóðfalls leystur Bæjarstjórnin í Mosfellsbæ hefur ákveðið að leysa úr vanda einstæðrar móður sem hefur verið í endurhæfingu eftir heilablóðfall og beðið í á þriðja ár eftir félagslegu húsnæði þar í bæ. Sjálf segist hún vera himinlifandi með málalokin. Innlent 26.2.2007 17:51
18 stútar teknir um helgina Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Þetta voru fjórtán karlmenn og fjórar konur. Innlent 26.2.2007 18:13
Veita styrk fyrir öryggishnapp Securitas Sandgerðisbær hefur ákveðið að bjóða eldri borgurum og öryrkjum styrk til að fá sér öryggishnappinn frá Securitas. Styrkurinn getur numið meira en helmingi af þeim kostnaði sem fellur á hvern einstakling. Innlent 26.2.2007 18:06
Magnús leiðir frjálslynda í Reykjavík suður Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Magnús fór inn á þing í síðustu kosningum sem efsti maður á lista frjálslyndra í Suðurkjördæmi. Líklegast þykir að Jón Magnússon lögmaður leiði lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður en miðstjórn flokksins á þó eftir að taka ákvörðun um það. Innlent 26.2.2007 17:35
Grafhýsi Jesú fundið? Jesús var í sambandi við Maríu Magðalenu og þau áttu son sem hét Júdas. Þessu er haldið fram í nýrri heimildamynd sem Hollywood framleiðandinn James Cameron framleiðir. Í henni er grafhýsi sem fannst árið 1980 rannsakað. Myndin heldur því fram að grafhýsið hafi verið í eigu fjölskyldu Jesú og að DNA sýni sanni að hinn eini sanni Jesú hafi verið grafinn þar. Erlent 26.2.2007 17:24
Jóhannes spurður út í bátamál á Miami Yfirheyrslum yfir Jóhannesi Jónssyni, oft kenndum við Bónus, í tengslum við endurákærur í Baugsmálinu lauk um fjögurleytið en hann hafði setið fyrir svörum frá því laust fyrir klukkan tvö. Hann var spurður ítarlega út í bátamálin á Miami. Innlent 26.2.2007 16:58
Fjórir Frakkar skotnir til bana í Saudi Arabíu Að minnsta kosti fjórir Frakkar voru skotnir til bana nálægt borginni Medina í Saudi Arabíu í dag. Einhverjir mannanna voru múslimar. Háttsettur stjórnarerindreki staðfesti við Reuters fréttastofuna að átta manna hópur Frakka hefði orðið fyrir skorárás á vegi rétt utan við borgina. Vegurinn er í gegnum víðáttumikla eyðimörk og liggur til hinnar helgu borgar Mekka. Erlent 26.2.2007 16:11
Vinstri-grænir fá listabókstafinn V Búið er að samþykkja að veita Vinstri-grænum listabókstafinn V í komandi Alþingiskosningum. Flokkurinn hefur hingað til haft listabókstafinn U í kosningum en Kvennalistinn hafði áður V sem sinn listabókstaf. Innlent 26.2.2007 15:56
Bretar senda 1400 hermenn til Afghanistan Fjórtán hundruð breskir hermenn verða sendir til Afghanistan og verður þá heildarfjöldi breskra hermanna í landinu tæplega átta þúsund. Varnarmálaráðherra breta Des Browne tilkynnti þetta á þinginu í dag. Hann sagði að ríkisstjórnin hefði tekið ákvörðun þegar ekki tókst að fá Nato til að efla liðsstyrk í Helmand héraði. Erlent 26.2.2007 15:51
Stykki vantaði í lestarteina Lykilstykki vantaði í skiptibúnað á lestarteinunum í Cumbria á Bretlandi þar sem lest fór út af sporinu um helgina. Einn lést og fimm slösuðust alvarlega og þótti kraftaverki næst að ekki fór verr. Sky fréttastofan greinir frá því að týnda stykkið haldi lestarteinunum í réttri fjarlægð, jafnhliða hvor öðrum. Erlent 26.2.2007 15:34
Jóhannes spurður út í Thee Viking Jóhannes Jónsson bar vitni í Baugsmálinu í dag. Jóhannes var spurður út í Viking bátana en hann leit svo á að samningur yrði gerður um eignarhlut í bátunum en af því varð aldrei. Hann sagði mánaðarlegar greiðslur sem fóru til Jóns Geralds Sullenberger hafa verið til að styrkja rekstur Nordica en þær ekki farið í rekstur Thee Viking eins og haldið hefur verið fram. Innlent 26.2.2007 15:32
Tólf létust og varaforseti Íraks slasaðist Tólf manns létust og á fimmta tug slösuðust í sprengjuárás á ráðuneyti í Baghdad í Írak í dag. Varaforseti landsins Adel Abdul-Mahdi var í miðri ræðu þegar sprengjan sprakk og var fluttur á sjúkrahús með minni háttar meiðsl. Talið er að súnnar hafi ætlað að ráða hann af dögum með sprengjunni, en varaforsetinn er síji. Erlent 26.2.2007 14:44