Fréttir

Fréttamynd

Flughált á Breiðdalsheiði

Vegagerðin varar við flughálku á Breiðdalsheiði. Þá eru víða hálkublettir á stöku stað á Norður- og Austurlandi. Á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku eru einnig hálkublettir hér og þar, en annars greiðfært um allt Suður- og Vesturland. Á vestfjörðum er hálka á hálsum og heiðum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja hækkun lífeyrisbóta

Félag eldri borgara í Reykjavík vill að lífeyrisbætur aldraðra verði hækkaðar úr 125 þúsund krónum á mánuði í 210 þúsund krónur og fylgi síðan launavísitölu. Félagið leggur mikla áherslu á fjölgun sambýla, leigu- og hjúkrunaríbúða og að málefni aldraðra verði alfarið flutt til sveitarfélaganna.

Innlent
Fréttamynd

Airbus frestar tilkynningu um hagræðingu

Evrópsku flugvélasmiðirnir hjá Airbus hafa ákveðið að fresta því að tilkynna um fyrirhuguð hagræðingaráform hjá fyrirtækinu. Ástæðan er sú að ekki hafa náðst sættir við dótturfélög Airbus víðs vegar í Evrópu. Óttast er að tugþúsund starfsmenn fyrirtækisins missi vinnuna hjá Airbus.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Handtekinn vegna bréfsprengjuárása

Breska lögreglan handtók í morgun karlmann á þrítugsaldri sem grunaður er um aðild að bréfasprengjuárásum víða á Bretlandseyjum fyrr í mánuðinum. Að sögn breskra miðla var maðurinn handtekinn í Cambridgeshire.

Erlent
Fréttamynd

Engin áþreifanleg niðurstaða

Engin áþreifanleg niðurstaða fékkst eftir fund leiðtoga Ísraels og Palestínumanna með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem í morgun. Rice segir viðræðum verða haldið áfram. Markmið fundarins var að koma friðarviðræðunum fyrir botni Miðjarðarhafs aftur af stað.

Erlent
Fréttamynd

Pólverjar og Tékkar segja já við loftvarnarkerfi

Pólland og Tékkland samþykkja líklega beiðni Bandaríkjamanna um að fá að setja upp loftvarnarkerfi á landsvæðum ríkjanna. Forsætisráðherrar landanna skýrðu frá þessu á sameiginlegum fréttamannafundi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Rússar fresta byggingu kjarnorkuvers í Íran

Rússar ætla sér að fresta byggingu á kjarnorkuveri fyrir Írana. Ákveðið var að fresta henni þar sem Íranar hafa ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar vegna versins. Þetta sagði starfsmaður innan rússnesku kjarnorkumálastofnunarinnar í dag.

Erlent
Fréttamynd

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði að meðaltali um 30 sent á markaði og fór í rétt tæpa 59 dali á tunnu í dag eftir að mannræningjar slepptu úr haldi bandarískum olíuverkamönnum hjá þarlendum olíufyrirtækjum í Nígeríu. Þá ákvaðu Samtök olíuútflutningsríkja, OPEC, sömuleiðis að mæla ekki með því á næsta fundi sínum að draga úr olíuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kjötkveðjuhátíðin hafin í Ríó

Kjötkveðjuhátíðin hófst í Rio de Janeiro í Brasilíu í gær. Á fyrsta degi hennar var haldin mikil danskeppni en 13 sambaskólar kepptust þar um sigur. Talið er að kostnaður þeirra við þátttöku í keppninni sé nálægt 70 milljónum íslenskra króna. Í dag halda hátíðahöldin áfram með skrúðgöngum víðsvegar um borgina. Kjötkveðjuhátíðin í Rio de Janeiro er sú stærsta sinnar tegundar og laðar milljónir ferðamanna til Brasilíu ár hvert.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmennt á tónleikunum Lifi Álafoss

Færri komust að en vildu á tónleikana Lifi Álafoss, sem haldnir voru til styrktar Varmársamtökunum í Héðinshúsinu í Reykjavík í gærkvöldi. Margir listamenn komu þar fram sem allir eiga það sameiginlegt að hafa tekið upp tónlist í hljóðveri Sigurrósar í Álafosskvosinni. Nær öll tónlistin var ó-rafmögnuð, sem gaf tónleikunum óvenjulegan blæ.

Innlent
Fréttamynd

Grunaður um íkveikju

Húsráðandi í íbúð í fjölbýlishúsi vestarlega á Hringbraut í Reykjavík, er í haldi lögreglu, grunaður um íkveikju í íbúð sinni. Vegfarendur tilkynntu um reyk út um glugga á íbúðinni seint í gærkvöldi, og þegar slökkvilið kom á vettvang logaði talsverður eldur innandyra og er þar allt stór skemmt eða ónýtt af völdum reyks og hita. Þá barst reykur inn í aðra íbúð í húsinu.

Innlent
Fréttamynd

Sex manns láta lífið í sprengingum

Sex manns létu lífið og fleiri en 50 slösuðust þegar fleiri en 30 sprengjur sprungu í suðurhluta Taílands í gær. Árásirnar voru gerðar á skemmtistaði og hótel í borgum og bæjum á svæðinu. Stjórnvöld í Taílandi halda í dag neyðarfund vegna tilræðanna. Talið er að múslimskir aðskilnaðarsinnar standi að baki árásunum.

Erlent
Fréttamynd

Hjörvar Steinn Norðurlandameistari

Hjörvar Steinn Grétarsson varð Norðurlandameistari í c- flokki í skólaskák í gær. Svíar urðu hlutskarpastir og hlutu þrjá Norðurlandameistaratitla, Íslendingar og Danir sitthvorn. Danir hlutu hinsvegar fleiri undirtitla og höfnuðu Íslendingar í fjórða til fimmta sæti á mótinu.

Innlent
Fréttamynd

VG kynnir lista í Norðvesturkjördæmi

Jón Bjarnason alþingismaður skipar efsta sæti á framboðslista Vinstri grænna í Noðrvesturkjördæmi, sem samþykktur var í gær. Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir íþróttafræðingur skipar annað sætið, Björg Gunnarsdóttir landfærðingur það þriðja og Ásmundur Daðason bóndi, fjórða sætið.

Innlent
Fréttamynd

Olíumengaðir sjófuglar finnast

Enn er óljóst hvað veldur því að talsvert er um olíumengaðan sjófugl á svæðinu frá Garðskaga og alveg inn á Njarðvíkurfitjar. Ekki fannst þó dauður fugl af völdum oíumengunar, en hundruð fulga sáust olíusmitaðir.

Innlent
Fréttamynd

Rice á ferðalagi um Mið-Austurlönd

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Ekki er búist við miklum árangri af þessum viðræðum. Rice sagði sjálf að þær væru óformlegar. Leiðtogarnir hafa ekki enn náð samkomulagi um hvað á að tala um á fundinum.

Erlent
Fréttamynd

64 létu lífið í sprengjuárás

Að minnsta kosti 64 létu lífið í sprengjuárás á járnbrautarlest á Indlandi í gærkvöldi. Farþegar í lestinni, sem var á leið til Pakistan, sögðust hafa heyrt tvær sprengingar þegar lestin var stödd um 80 kílómetra fyrir norðan Delhi. Margir farþegar slösuðust og talið er að tala látinna gæti hækkað. Sprengjurnar tvær sprungu nær samstundis og lestarvagnarnir tveir urðu fljótt eldi að bráð.

Erlent
Fréttamynd

Skógræktarfélagið ætlar að kæra Kópavogsbæ

Allt að tólf metra há tré, sem rifin voru upp með rótum í Heiðmörk vegna vatnsveituframkvæmda Kópavogsbæjar, hafa verið flutt í afgirt einkaland í Hafnarfjarðarhrauni,samkvæmt heimildum Helga Gíslasonar, framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Umferðartollsvæði stækkað um helming

Svæðið sem borga þarf umferðartoll fyrir að keyra um í miðborg Lundúna stækkaði í morgun um helming. Svæðið var áður takmarkað við miðborg Lundúna en nú eru Notting Hill og Chelsea hverfin á meðal þeirra sem greiða þarf fyrir að keyra um í.

Erlent
Fréttamynd

Rannsókn: Morfín slær á hósta

Gamalt og gott húsráð meðal lækna í áratugi hefur verið að gefa sjúklingum með krónískan hósta morfín. Þar til nú hefur þessi grunur læknanna ekki verið staðfestur með rannsóknum. En nú hefur rannsókn í háskólanum í Hull í Bretlandi leitt í ljós að hugboð læknanna er rétt.

Erlent
Fréttamynd

Konum verður greitt fyrir egg

Breskar konur munu fá sem nemur rúmlega þrjátíu þúsundum íslenskra króna fyrir að gefa egg í þágu vísinda. Ákvörðunin markar þáttaskil í Bretlandi og mun verða bakslag fyrir leiðandi aðila í lyfjaheiminum. Í breska dagblaðinu Guardian kemur fram að nú sé sjúkrastofum leyfilegt að taka við eggjum í þágu vísinda nema þau séu auka afurð af gervifrjóvgun eða ófrjósemisaðgerð. Þeir sem styðja breytinguna segja það hafa leitt til skorts á eggjum til vísindarannsókna.

Erlent
Fréttamynd

Upp í kok af álkjaftæði

Fólk er búið að fá upp í kok af þessu álkjaftæði, segir eldri borgari í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Félag eldri borgara á svæðinu lýsir þungum áhyggjum vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda í Þjórsá. Talsmenn félagsins segja þær andstæðar ungmennafélagsandanum.

Innlent
Fréttamynd

Tekur sjálfstæðar ákvarðanir

Forseti íslands þarf ekki að bera neinar ákvarðanir undir Forsætisráðuneytið eða Utanríkisráðuneytið. Hann tekur sjálfstæðar ákvarðanir og sækir umboð sitt til þjóðarinnar en ekki stjórnvalda. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson í þættinum Silfri Egils í dag um gagnrýni Halldórs Blöndals þingmanns Sjálfstæðisflokksins á setu hans í þróunarráði Indlands.

Innlent
Fréttamynd

Segulljós rannsökuð í geimferð

Delta II geimflaug Nasa geimferðastofnunnarinnar tók á loft í gærkvöldi frá Canaveral höfða í Florida. Seinkun varð á geimskotinu vegna vinds. Geimferðin ber heitið "Themis" og er ætlað að fá frekari innsýn inn í hvað orsakar segulljós og þá ljósadýrð sem getur skapast í himingeimnum. Vísindamenn eru á höttunum eftir upplýsingum um hvað hrindir af stað skyndilegri birtingu ljósa.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðhátíð Austurlands haldin í dag

Í dag er Þjóðahátíð Austurlands haldin í fjórða skiptið í Félagsheimilinu Skrúði í Fáskrúðsfirði. Á þjóðhátíðinni kynna erlendir Austfirðingar menningu heimalands síns. Markmið hátíðarinnar er að styrkja samskipti og samgang, skilning og vináttu milli allra íbúa Austurlands.

Innlent
Fréttamynd

Embætti umboðsmanns aldraðra verði stofnað

Velferð eldri borgara verði í öndvegi næsta kjörtímabil og stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra. Þetta eru áhersluatriði Samfylkingarinnar og samtakanna 60+ í málefnum eldri borgara. Í yfirlýsingu segir að lögð sé áhersla á mannsæmandi lífeyri, svigrúm til að auka tekjur án skerðingar tryggingabóta og sanngjarna skattlagningu aldraðra.

Innlent
Fréttamynd

Synjunarvald forsetans er vilji þjóðarinnar

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segist vera sannfærður um það að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vilji halda í synjunarvald forsetans. Eðli stjórnmálanna sé þannig að völd fari oft í taugarnar á þeim sem vilji hafa þau sjálfir. Menn megi hinsvegar ekki gleyma því að grundvöllur íslenskrar stjórnskipunar sé að valdið sé hjá þjóðinni - ekki þinginu eins og til að mynda í Bretlandi.

Innlent