WOW Air

Fréttamynd

Matthías Imsland hættur hjá WOW

Matthías Imsland, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Wow air, hefur látið af störfum hjá félaginu, að því er fram kemur í á Viðskiptablaðinu. Matthías var einn helsti driffjöðurinn að stofnun Wow air en hann var áður forstjóri Iceland Express. Skúli Mogensen, eigandi WOW, keypti fyrr í vikunni allan rekstur Iceland Express og sagði þá viðbúið að eitthvað starfsfólk myndi missa vinnuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Wow air kaupir Iceland Express

Skúli Mogensen lagði enn meira fé inn í Wow air til að geta keypt Iceland Express. Kaupverðið ekki gefið upp. Pálmi Haraldsson sá ekki fram á annað en tap í "núverandi samkeppnisumhverfi“.

Viðskipti