Frakkland

Fréttamynd

Uppfinningamaður svifbrettis sveif hálfa leið yfir Ermarsundið

Zapata, sem þróaði sjálfur svifbrettið sem um ræðir, komst ómeiddur frá óhappinu og hyggst fara í aðra flugferð á næstu dögum. Hann vonaðist til að svífa 36 kílómetra, alla leið frá franska strandbænum Sangatte við norðurströnd Frakklands að Dover í suðaustur Englandi.

Erlent
Fréttamynd

Foreldrum í Frakklandi bannað að rassskella börn

Marlene Schiappa, jafnréttismálaráðherra Frakklands, mælti fyrir frumvarpinu og sagði í samtali við dagblaðið Le Parisien að foreldrum skjátlaðist hrapallega ef þeir héldu að það væri viðeigandi að öskra, rassskella, slá utan undir, eða snúa upp á eyru barna sinna til að láta í ljós vald sitt.

Erlent
Fréttamynd

Hæsta hitastig sem mælst hefur í Frakklandi frá upphafi

Bærinn Carpentas tilheyrir Vaucluse héraðinu sem er eitt fjögurra héraða þar sem efsta varúðarstig er í gildi eða svokölluð rauð viðvörun. Þetta er í fyrsta sinn sem franska veðurstofan grípur til þess að lýsa yfir efsta varúðarstigi.

Erlent
Fréttamynd

Rauð viðvörun vegna hitans

Líklegt er talið að hitamet verði slegið í Frakklandi síðar í dag en þá gæti hitinn farið vel yfir 44 gráður í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Útiloka íkveikju

Saksóknarar í París segja að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hefði átt sér stað.

Erlent
Fréttamynd

Ólafur lýsir upp Sigurbogann

Listamaðurinn Ólafur Elíasson hefur verið fenginn til þess að útbúa listaverk sem lýsir upp Sigurbogann í höfuðborg Frakklands, París. Stefnt er að því að verkið verði sett upp árið 2020.

Innlent
Fréttamynd

Elton John sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka

Söngvarinn Elton John var í dag sæmdur æðstu heiðursorðu Frakka við hátíðlega athöfn í París. Í ávarpi sínu eftir orðuveitinguna hvatti söngvarinn ráðamenn heims til þess að leggja báráttunni við eyðni lið með fjárútlátum til rannsókna.

Lífið