Slökkvilið

Fréttamynd

Hafnaði á staur í Breið­holti

Fólks­bíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breið­holtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan við­bragðs­aðilar voru á vett­vangi.

Innlent
Fréttamynd

„Þá sprakk bara veggurinn“

Kona sem var inni á veitingastaðnum Pure Deli í Ögurhvarfi í Kópavogi í kvöld þegar eldur kom upp segir litlu hafa munað að stórslys yrði þegar veggur veitingastaðarins sprakk að hluta til. Eldurinn kom upp í húsnæði Zo-On, við hlið Pure Deli.

Innlent
Fréttamynd

Mikill elds­matur á fata­lagernum þar sem eldurinn kom upp

Slökkvilið telur að eldurinn sem kom upp í Urðarhvarfi í Kópavogi hafi átt upptök sín í lager- og verslunarhúsnæði Zo-On. Búið er að slökkva eldinn að mestu en hann hefur blossað nokkrum sinnum upp að nýju, þar sem mikill eldsmatur er inni á lagernum.

Innlent
Fréttamynd

Fimm handteknir grunaðir um íkveikjur á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur handtekið fimm einstaklinga sem eru grunaðir um íkveikjur á Akureyri. Lögreglan fékk tilkynningar um tvo eldsvoða, annars vegar í nótt og hins vegar í morgun. Báðir eldsvoðarnir voru í Naustahverfi.

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í Öskjuhlíð

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli vegna elds í Öskjuhlíð. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var talið að kveikt hafi verið í brettum nærri göngustíg.

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á að sjúkra­lið taki við skipunum frá lög­reglu

Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Héldu eldi í skefjum með garð­slöngu

Eldur kviknaði í húsi í Hveragerði í morgun á meðan íbúar þess, fimm manna fjölskylda, voru fjarverandi. Nágrannar brugðust hratt við og notuðu garðslöngu til þess að halda eldinum í skefjum.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­liðið hefði tekið húsið fyrir í haust

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. 

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band: Ketti bjargað af þaki í brunanum

Stór bruni varð í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í gær. Slökkvistarf stóð yfir í tólf klukkustundir. Öllum íbúum hússins tókst að yfirgefa það í tæka tíð auk eins kattar, með hjálp frá slökkviliðsmanni. 

Lífið
Fréttamynd

Hefur ekki heyrt af dýrum sem brunnu inni

Vettvangur þar sem gríðarlegur eldsvoði varð í Hafnarfirði í gær hefur verið afhentur lögreglu. Slökkvistarfi lauk í nótt eftir tólf tíma aðgerð. Slökkvistjórinn segist ekki vita til þess að dýr hafi brunnið inni. 

Innlent
Fréttamynd

Myndir frá vett­vangi brunans við Hval­eyra­r­braut

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði laust fyrir klukkan 13 í gær og logaði til um klukkan 04 í nótt. Myndir frá vettvangi sýna að húsnæðið, þar sem nokkur fjöldi fólks bjó, er handónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Bíll í ljósum logum á Miklubraut

Slökkviliðinu barst tilkynning um bíl í ljósum logum á Miklubraut við göngubrúna við Grundargerði rétt hjá Skeifunni. Slökkviliðið segir alla farþega komna út úr bílnum og að verið sé að slökkva eldinn.

Innlent
Fréttamynd

Tjón sem slagar upp í 90 milljónir

Eigandi geymslueiningar í húsinu sem brann við Hvaleyrarbraut segir tilfinningalegt tjón vegna brunans mikið. Efnahagslegt tjón sé ekki minna og slagi upp í 80 til 90 milljónir.

Innlent
Fréttamynd

Hafa komið öllum út úr húsinu sem vitað var um

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út rétt fyrir klukkan eitt í dag vegna eldsvoða í iðnaðarhúsi á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Slökkvilið hefur komið öllum út sem vitað var að voru í húsinu. Ekki er ljóst hvort einhverjir séu enn þar.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­velta á Suður­lands­braut

Bíl­velta varð á Suður­lands­braut á fjórða tímanum í dag. Einn var í bílnum. Sjúkrabíll, lögregla og slökkvilið mættu á vettvang. 

Innlent