Slökkvilið Betur fór en á horfðist í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins. Innlent 18.12.2022 07:36 Eldur logaði í þaki fjölbýlishúss í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu vann að því fyrr í kvöld að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í þaki fjölbýlishúss við Breiðvang í Hafnarfirði. Innlent 17.12.2022 20:05 Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni. Innlent 15.12.2022 15:30 Vatnsleki í World Class Laugum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun. Innlent 15.12.2022 06:47 Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. Innlent 15.12.2022 06:17 Flæddi inn í tvö hús þegar vatnslögn rofnaði á Kársnesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að vatnslögn rofnaði á Kársnesi í Kópavogi á sjötta tímanum í morgun. Kaldavatnslaust er á Kársnesi. Innlent 14.12.2022 08:14 Eldur kom upp í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi í gærkvöldi. Innlent 14.12.2022 06:15 Bílskúr brann á Kjalarnesi Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann. Innlent 13.12.2022 21:57 Eldvarnir í dagsins önn Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks. Skoðun 13.12.2022 08:01 Vatnsleki í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls í Reykjavík í nótt. Innlent 13.12.2022 07:02 Eldur í álverinu í Straumsvík Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang. Innlent 10.12.2022 18:46 Pottur á eldavél olli eldsvoða Alls fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 131 útkall síðastliðinn sólarhring. Dælubílar fóru í sex útköll. Innlent 10.12.2022 07:34 Eldur í íbúð við Berjavelli í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í íbúð við Berjavelli í Vallahverfi í Hafnarfirði upp úr klukkan 12 í dag. Innlent 9.12.2022 12:25 Segir kynlífsverkafólk búa yfir viðkvæmum upplýsingum um blaða- og alþingismenn Anna Karen Sigurðardóttir, húðflúrlistamaður sem tók þátt í gerð kynlífsmyndbands í slökkviliðsbifreið í höfuðstöðvum Slökkviliðsins í Skógarhlíð, myndbands sem hefur dregið dilk á eftir sér, er afar ósátt við það hvernig ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Innlent 9.12.2022 11:41 Vörubíll og fólksbíll lentu í árekstri undir Akrafjalli Árekstur varð undir Akrafjalli klukkan tæplega fjögur í dag. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi og búið er að opna veginn á ný. Innlent 8.12.2022 17:05 Þingmenn kasta á milli sín heitri klámkartöflu Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess. Innlent 8.12.2022 15:44 Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum. Innlent 8.12.2022 10:30 Starfsmanninum sem ber ábyrgð á kynlífsmyndbandinu sagt upp Í ljós hefur komið að starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á kynlífsmyndbandi sem tekið var upp í sjúkrabifreið og fór í dreifingu. Starfsmanninum hefur verið sagt upp. Innlent 7.12.2022 19:20 Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Innlent 6.12.2022 21:00 Slökkvilið kallað til til að reykræsta á Klapparstíg Klukkan 22:22 barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ósk um aðstoð við reykræstingu í íbúðarhúsnæði á Klapparstíg. Sjúkrabíll var einnig sendur á vettvang til að athuga ástand íbúa. Innlent 5.12.2022 22:48 Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. Innlent 5.12.2022 20:08 Kallað út eftir að maður hafnaði í sjónum við Gullinbrú Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var að maður hafði farið í sjóinn við Gullinbrú í Reykjavík um klukkan 11:30. Innlent 5.12.2022 12:49 Uppþvottavél brann yfir í húsnæði FÍH Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað við húsnæði FÍH í Rauðagerði seinni partinn í dag þegar eldur kviknaði út frá uppþvottavél og mikinn reyk lagði um húsnæðið. Að sögn formanns félagsins fór betur en á horfðist og góð viðvörunarkerfi hafi sannað gildi sitt. Innlent 4.12.2022 21:11 Mikill viðbúnaður slökkviliðs í Rauðagerði Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir. Innlent 4.12.2022 19:27 Töluverður eldur kviknaði í álþynnuverksmiðju TDK Engin meiðsl urðu á fólki þegar eldur kviknaði í framleiðslutæki í álþynnuverksmiðju TDK á Krossanesi við Eyjafjörð í dag. Tveir voru þó fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús til öryggis vegna mögulegrar reykeitrunar, að sögn slökkviliðs. Innlent 3.12.2022 14:48 Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ í gær. Einn íbúi var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en hann komst út af sjálfsdáðum. Innlent 30.11.2022 08:50 Einn fluttur á sjúkrahús vegna potts á hellu Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í dag tilkynning um reyk frá íbúð í Garðabæ. Tilkynningunni fylgdi að minnst einn var inn í íbúðinni og var slökkvilið frá fjórum stöðvum sent í útkallið. Innlent 29.11.2022 16:31 Kallað út vegna sprengingar og reyks á veitingastað í miðborginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út eftir að tilkynnt var um sprengingu og mikinn reyk á skemmtistaðnum The Dubliner í Naustunum í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í nótt. Innlent 24.11.2022 07:15 Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Innlent 23.11.2022 06:32 Klórslys í Grafarvogslaug Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 22.11.2022 21:09 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 54 ›
Betur fór en á horfðist í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins. Innlent 18.12.2022 07:36
Eldur logaði í þaki fjölbýlishúss í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu vann að því fyrr í kvöld að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í þaki fjölbýlishúss við Breiðvang í Hafnarfirði. Innlent 17.12.2022 20:05
Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni. Innlent 15.12.2022 15:30
Vatnsleki í World Class Laugum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í líkamsræktarstöðinni World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík upp úr klukkan sex í morgun. Innlent 15.12.2022 06:47
Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. Innlent 15.12.2022 06:17
Flæddi inn í tvö hús þegar vatnslögn rofnaði á Kársnesi Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að vatnslögn rofnaði á Kársnesi í Kópavogi á sjötta tímanum í morgun. Kaldavatnslaust er á Kársnesi. Innlent 14.12.2022 08:14
Eldur kom upp í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi Lögregla og slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu voru kölluð út eftir að tilkynnt var um eld í vinnuskúr og bíl á Kjalarnesi í gærkvöldi. Innlent 14.12.2022 06:15
Bílskúr brann á Kjalarnesi Kalla þurfti slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins út í kvöld eftir að eldur kviknaði í bílskúr á Kjalarnesi. Bílskúrinn er nánar tiltekið við gamla bæinn í Saltvík en eldurinn var bundinn við bílskúrinn og bíl sem stóð við hann. Innlent 13.12.2022 21:57
Eldvarnir í dagsins önn Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks. Skoðun 13.12.2022 08:01
Vatnsleki í húsi Orkuveitu Reykjavíkur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna vatnsleka í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur við Bæjarháls í Reykjavík í nótt. Innlent 13.12.2022 07:02
Eldur í álverinu í Straumsvík Eldur kviknaði í vinnuvél inni í skála í álverinu í Straumsvík klukkan 18:30. Fjórir dælubílar voru sendir á vettvang. Innlent 10.12.2022 18:46
Pottur á eldavél olli eldsvoða Alls fór slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í 131 útkall síðastliðinn sólarhring. Dælubílar fóru í sex útköll. Innlent 10.12.2022 07:34
Eldur í íbúð við Berjavelli í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynning barst um eld í íbúð við Berjavelli í Vallahverfi í Hafnarfirði upp úr klukkan 12 í dag. Innlent 9.12.2022 12:25
Segir kynlífsverkafólk búa yfir viðkvæmum upplýsingum um blaða- og alþingismenn Anna Karen Sigurðardóttir, húðflúrlistamaður sem tók þátt í gerð kynlífsmyndbands í slökkviliðsbifreið í höfuðstöðvum Slökkviliðsins í Skógarhlíð, myndbands sem hefur dregið dilk á eftir sér, er afar ósátt við það hvernig ýmsir fjölmiðlar hafa fjallað um málið. Innlent 9.12.2022 11:41
Vörubíll og fólksbíll lentu í árekstri undir Akrafjalli Árekstur varð undir Akrafjalli klukkan tæplega fjögur í dag. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi og búið er að opna veginn á ný. Innlent 8.12.2022 17:05
Þingmenn kasta á milli sín heitri klámkartöflu Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarps þar sem lagt er til að felld verði út refsiheimild almennra hegningarlaga vegna birtingar kláms á prenti, innflutnings þess í útbreiðsluskyni, sölu og útbýtingar eða annars konar dreifingar þess. Innlent 8.12.2022 15:44
Gekk vel að slökkva eldinn í Skorradal Slökkviliðsmönnum í Borgarbyggð gekk mjög vel að slökkva eld sem kviknaði í sumarbústað í Skorradal í morgun. Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð, segir áhöfn fyrsta bílsins sem mætti á vettvang hafa verið fljóta að ná tökum á eldinum. Innlent 8.12.2022 10:30
Starfsmanninum sem ber ábyrgð á kynlífsmyndbandinu sagt upp Í ljós hefur komið að starfsmaður slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu ber ábyrgð á kynlífsmyndbandi sem tekið var upp í sjúkrabifreið og fór í dreifingu. Starfsmanninum hefur verið sagt upp. Innlent 7.12.2022 19:20
Kaldir og blautir eftir svaðilför við Elliðavatn Betur fór en á horfðist í gær þegar tíu og ellefu ára drengir lentu í vandræðum á Elliðavatni þegar þeir fóru út á ísilagt vatnið og ísinn brotnaði undan þeim. Þeir komust í land, kaldir og blautir með aðstoð slökkviliðsins. Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aldrei óhætt að fara út á ísilagt vatn. Innlent 6.12.2022 21:00
Slökkvilið kallað til til að reykræsta á Klapparstíg Klukkan 22:22 barst slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ósk um aðstoð við reykræstingu í íbúðarhúsnæði á Klapparstíg. Sjúkrabíll var einnig sendur á vettvang til að athuga ástand íbúa. Innlent 5.12.2022 22:48
Bjargað eftir að hafa orðið strandaglópar á Elliðavatni Þrír ungir drengir urðu strandaglópar úti á Elliðavatni um klukkan fjögur í dag. Innlent 5.12.2022 20:08
Kallað út eftir að maður hafnaði í sjónum við Gullinbrú Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var að maður hafði farið í sjóinn við Gullinbrú í Reykjavík um klukkan 11:30. Innlent 5.12.2022 12:49
Uppþvottavél brann yfir í húsnæði FÍH Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með talsverðan viðbúnað við húsnæði FÍH í Rauðagerði seinni partinn í dag þegar eldur kviknaði út frá uppþvottavél og mikinn reyk lagði um húsnæðið. Að sögn formanns félagsins fór betur en á horfðist og góð viðvörunarkerfi hafi sannað gildi sitt. Innlent 4.12.2022 21:11
Mikill viðbúnaður slökkviliðs í Rauðagerði Lögregla og slökkvilið eru með mikinn viðbúnað við Rauðagerði í Reykjavík þessa stundina. Aðgerðirnar standa yfir við bakhús húss Félags íslenskra hljómlistarmanna, FÍH. Búið er að ráða niðurlögum elds sem kviknaði inni í húsinu en reykræsting stendur enn yfir. Innlent 4.12.2022 19:27
Töluverður eldur kviknaði í álþynnuverksmiðju TDK Engin meiðsl urðu á fólki þegar eldur kviknaði í framleiðslutæki í álþynnuverksmiðju TDK á Krossanesi við Eyjafjörð í dag. Tveir voru þó fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús til öryggis vegna mögulegrar reykeitrunar, að sögn slökkviliðs. Innlent 3.12.2022 14:48
Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ Eldur kom upp í íbúð í Garðabæ í gær. Einn íbúi var inni í íbúðinni þegar eldurinn kom upp en hann komst út af sjálfsdáðum. Innlent 30.11.2022 08:50
Einn fluttur á sjúkrahús vegna potts á hellu Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í dag tilkynning um reyk frá íbúð í Garðabæ. Tilkynningunni fylgdi að minnst einn var inn í íbúðinni og var slökkvilið frá fjórum stöðvum sent í útkallið. Innlent 29.11.2022 16:31
Kallað út vegna sprengingar og reyks á veitingastað í miðborginni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og lögregla voru kölluð út eftir að tilkynnt var um sprengingu og mikinn reyk á skemmtistaðnum The Dubliner í Naustunum í miðborg Reykjavíkur upp úr klukkan tvö í nótt. Innlent 24.11.2022 07:15
Kallað út vegna reyksprengju í Fossvogi og eldsprengju í Hafnarfirði Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan eitt í nótt eftir að reyksprengju var kastað inn um rúðu einbýlishúss í Fossvogi í Reykjavík. Um svipað leyti kom útkall vegna tilraunar til að kasta eldsprengju í einbýlishús í Hafnarfirði. Innlent 23.11.2022 06:32
Klórslys í Grafarvogslaug Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar. Innlent 22.11.2022 21:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent