Írak

Fréttamynd

Árásin í Mosul sjálfsmorðsárás?

Ekki er víst að flugskeyti hafi hæft matsal bandarískrar herstöðvar eins og í fyrstu var talið. Samtökin Ansar al-Sunnah segja að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Verið er að rannsaka málið.

Erlent
Fréttamynd

Hættir við öll verkefni í Írak

Einn stærsti bandaríski verktakinn í Írak, Contrack International Inc, hefur ákveðið að hætta við öll verkefni í landinu. Fyrirtækið hefur því sagt upp samningum að virði tuga milljóna dollara þar sem kostnaður við öryggisgæslu í Írak hefur rokið upp úr öllu valdi.

Erlent
Fréttamynd

Mikil spenna í Mósúl

Mikil spenna er í borginni Mósúl í Írak sem er í herkví eftir að tuttugu og tveir létust þar í sjálfsmorðssprengjuárás í gær. Óttast er að uppreisnarmenn hyggi á nýja hrinu árása.

Erlent
Fréttamynd

Erfitt að bera kennsl á líkin

Marga daga tekur að bera kennsl á lík þeirra sem fórust í sprengjuárás á messatjald á herstöð í Írak í gær. Tuttugu og tveir fórust í árásinni. 

Erlent
Fréttamynd

Yfir 20 létust í sprengjuárás

22 létust og rúmlega 50 særðust í sprengjuárás á bandaríska herstöð í borginni Mosul í norðurhluta Íraks í gær.Samtökin Ansar al-Sunnah hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en þau eru sögð vilja koma álíka stjórnarfari á í Írak og talibanar höfðu í Afganistan.

Erlent
Fréttamynd

Blair óvænt til Bagdad

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan.

Erlent
Fréttamynd

Íraskir hermenn ekki tilbúnir

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna viðurkenndi í gær að íraskir hermenn væru ekki tilbúnir til þess að leysa bandarískar hersveitir í Írak af hólmi.

Erlent
Fréttamynd

Sjítar vilja ekki hefnd

Leiðtogar sjíta í Írak biðja fylgismenn sína um að sýna stillingu og hefna ekki sjálfsmorðsárásanna sem urðu 60 manns að bana í gær. Talið er víst að sprengjunum tveimur, sem sprungu annars vegar í Najaf og hins vegar Karbala í gær, hafi verið komið fyrir af öfgasinnuðum súnní-múslimum.

Erlent
Fréttamynd

48 látnir og 10 særðir í Najaf

Að minnsta kosti 48 eru látnir og 90 særðir eftir sjálfsmorðsárás í hinni heilögu borg Najaf í Írak í dag. Árásarmaðurinn ók bíl upp að strætisvagnastöð, þar sem mikill mannfjöldi var samankominn, og sprengdi sig þar í loft upp. 

Erlent
Fréttamynd

Tugir létust í Najaf og Karbala

Mesta mannfall á einum degi í Írak í nokkra mánuði varð í gær þegar tvær sprengjur sprungu í helgustu borgum sjíamúslima. Þrír starfsmenn kosninganefndar voru skotnir til bana. Myndband með tíu íröskum gíslum sýnt.

Erlent
Fréttamynd

62 liggja í valnum eftir daginn

Sextíu og tveir liggja í valnum eftir hrinu grimmdarlegra árása í Írak í dag. Skotmörk hryðjuverkamannanna í dag voru helgistaðir sjíta í borgunum Najaf og Kerbala. Tilgangurinn er að sögn stjórnmálaskýrenda að reka fleyg á milli sjíta og súnníta í von um trúarbragðastríð.

Erlent
Fréttamynd

Kosningastarfsmenn drepnir í Írak

Öflug bílsprenging sprakk fyrir stundu í borginni Kerbala í Írak. Í það minnsta tíu fórust. Þrír starfsmenn kjörstjórnar fyrir kosningarnar í næsta mánuði voru drepnir í Bagdad fyrr í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Þekktasta fórnarlambið á batavegi

Þekktasta fórnarlamb stríðsins í Írak er á batavegi. Ali Abbas, drengurinn sem missti hendurnar þegar sprengja lenti á heimili hans í Bagdad, vill snúa aftur heim til að starfa með öðrum sem misst hafa útlimi.

Erlent
Fréttamynd

Unglingsstúlka lést í sprengjuárás

Unglingsstúlka lést þegar sprengja sprakk í vegkanti í þann mund sem skólarúta átti leið hjá í Mósúl í Írak í dag. Sex særðust í árásinni, sumir mjög alvarlega. Sprengjutilræðinu virðist hafa verið beint gegn bandarískum hermönnum sem óku rétt á undan skólabílnum.

Erlent
Fréttamynd

Þrjár árásir á kosningaskrifstofur

Tveir hafa látist og níu særst í þremur árásum sem gerðar hafa verið á kosningaskrifstofur í Írak í dag. Sú mannskæðasta varð í borginni Dudsjæl í norðurhluta landsins þar sem tveir féllu.

Erlent
Fréttamynd

Samstarfsmaður Zarqawis drepinn

Náinn samstarfsmaður hryðjuverkamannsins alræmda Abu Musabs al-Zarqawis hefur verið drepinn af írökskum öryggissveitum að sögn Iyads Alllawis, forsætisráðherra bráðbirgðastjórnarinnar í Írak. Maðurinn, Hassan Ibrahim Farhan að nafni, er meðlimur al-Kaída hryðjuverkasamtakanna og er sagður hafa staðið fyrir fjölda mannnrána og aftaka í Írak að undanförnu.

Erlent
Fréttamynd

Hinir staðföstu halda heim

Uppreisnarmenn í Írak halda áfram árásum sínum og er lögregla vinsælt skotmark. Fyrir vikið fækkar í röðum írakskra sveita og hinir staðföstu halda heim á leið.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfsmorðsárás við græna svæðið

Einn eða tveir eru taldir hafa farist í sjálfsmorðssprengjuárás við græna svæðið í Bagdad fyrir stundu. Þetta er annan daginn í röð sem öflug sprenging skekur græna svæðið þar sem ríkisstjórn landsins, erlend sendiráð og herstjórnin eru til staðar. Tólf eru sagðir sárir, sumir hverjir alvarlega, samkvæmt fyrstu fregnum.

Erlent
Fréttamynd

79 listar í kosningunum í Írak

Sjálfsmorðsárás var gerð á græna svæðið í Bagdad í morgun, annan daginn í röð. Árásin var nákvæmlega eins og gerð á sama stað. Sjötíu og níu listar hafa verið lagðir fram fyrir fyrstu frjálsu kosningarnar í Írak sem haldnar verða í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Írakskur Hitler að fæðast?

Írakskur Hitler gæti fæðst haldi óöldin í Írak áfram með niðurlægingu og örvilnun írakskra borgara. Þetta sagði forseti Íraks, Ghazi Yawar, í viðtali við arabískt dagblað í morgun. Hann sagði ástandið sambærilegt við það sem var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina, og minnti á að að hefði reynst frjór jarðvegur fyrir Adold Hitler og nasisma.

Erlent
Fréttamynd

Látlausar blóðsúthellingar í Írak

Blóðsúthellingarnar í Írak virðast látlausar. Fjöldi fólks týndi lífi í morgun þegar hryðjuverkamaður sprengdi sig í loft upp í miðri mannmergð í Bagdad. 

Erlent
Fréttamynd

Ár liðið frá handtöku Saddams

Ár er liðið frá því að Saddam Hússein var gómaður í holu í Írak. Örlög hans eru enn óráðin, en á meðan yrkir hann ljóð og uppreisnarmönnum vex ásmegin.

Erlent
Fréttamynd

13 óbreyttir borgarar fórust

Í það minnsta þrettán fórust og töluverður fjöldi særðist í sjálfsmorðssprengjuárás í Bagdad í morgun, allt óbreyttir borgarar. Bíl ku hafa verið ekið upp að eftirlitsstöð hersins nærri græna svæðinu, þar sem Bandaríkjaher og bráðabirgðastjórn Íraks hafa aðsetur, og hann sprengdur í loft upp.

Erlent
Fréttamynd

70 uppreisnarmenn handteknir

Rúmlega 70 írakskir uppreisnarmenn voru handteknir í Bagdad í dag þegar þeir gerðu tilraun til að ráðast að inn á lögreglustöð í borginni. Ekkert mannfall virðist hafa orðið í átökunum en árásir á írakskar lögreglustöðvar hafa verið tíðar undanfarið þar sem tugir lögreglumanna hafa fallið.

Erlent
Fréttamynd

Friður er forsenda uppbyggingar

Hálft annað ár er liðið síðan ráðist var á Írak og ógnarstjórn Saddams steypt af stóli. Engu að síður er enn róstusamt í landinu og talsvert vantar upp á að þjóðlíf komist í eðlilegt horf.

Erlent
Fréttamynd

Blair vill ekki rannsókn í Írak

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur hafnað kröfum um að hann setji á fót óháða rannsókn á því hve margir óbreyttir borgarar hafi látið lífið í Írak síðan ráðist var inn í landið. Hópur fyrrverandi sendiherra, fræðimanna, auk biskups og herforingja sendu Blair í dag áskorun þess efnis að hann setti slíka rannsókn af stað.

Erlent
Fréttamynd

Sex Írakar hafa fallið í morgun

Þrír Írakar féllu þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á bandaríska hervagnalest í borginni Samarra í Írak í morgun. Bíl var ekið upp að bílalestinni og hann sprengdur í loft upp. Írakskur lögreglumaður féll einnig þegar uppreisnarmenn réðust á hóp bandarískra hermanna í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Kosningarnar fari fram á 2-3 vikum

Óháð nefnd sem fjallar um framkvæmd kosninga í Írak útilokar ekki að kosningarnar fari fram á tveggja til þriggja vikna tímabili. Sem fyrr verður viðmiðunardagurinn þó 30. janúar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Saddams í Sýrlandi

Uppreisnarmenn í Írak njóta aðstoðar Sýrlendinga. Þetta er mat heimildarmanna <em>Washington Post</em> úr röðum herleyniþjónustumanna og byggir matið á upplýsingum sem aflað var í Bagdad og Fallujah í síðasta mánuði. Talið er að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hússeins séu í Sýrlandi og komi þaðan fé til uppreisnarmannanna.

Erlent
Fréttamynd

Þúsundasti hermaðurinn fallinn

Þúsundasti bandaríski hermaðurinn er fallinn í átökum í Írak samkvæmt upplýsingum frá bandaríska hersetuliðinu. Hann féll þegar skotárás var gerð á hersveit hans sem var í eftirlitsferð. Alls hafa hátt í þrettán hundruð hermenn týnt lífi í Írak, þar af dágóður hluti í slysum af ýmsu tagi.

Erlent