Silfur Egils

Fréttamynd

Jórsalafarar

Hér er fjallað um kvikmyndina Kingdom of Heaven sem segir frá ævintýrum krossferðariddara sem missir trúna, bókaflokk Péturs Gunnarssonar Skáldsögu Íslands, Saladin og Bin Laden, dýralífsmyndir í sjónvarpi og loks er minnst á klíkuveldið sem Ingibjörg Sólrún talaði um á landsfundi Samfylkingarinnar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Rónalíf

Hér er fjallað um morgunverk rónanna í Reykjavík, lífið á bekkjunum á Lækjartorgi og inni á veitingastaðnum Kaffi Skít, óþrifaðinn í bænum um helgar, sómasamloku sem datt af himnum ofan og stefnu Samfylkingarinnar, ríkisstjórnarinnar og Moggans í varnarmálum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Upphafið að einhverju...

Maður er farinn að binda smá vonir við næstu borgarstjórnarkosningar. Líklega verður kosið um skipulagsmálin. Vinstri flokkarnir þurfa nú að svara hugmyndum sjálfstæðismanna – helst toppa þær. Þetta gæti jafnvel verið upphafið að einhverju...

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppstokkun í ríkisstjórninni

Hér er fjallað um mögulega uppstokkun í ríkisstjórninni sem Morgunblaðið hefur boðað, breytta verkaskiptingu í stjórninni, Sjálfstæðisflokkinn og heilbrigðisráðuneytið og hinn magnaða heilbrigðisráðherra og óvin lækna- og lyfjamafíanna, Sighvat Björgvinsson...

Fastir pennar
Fréttamynd

Bankasalan - vonandi sagan öll

Hér er fjallað um fyrsta hluta af fréttaskýringu um sölu Búnaðarbanka og Landsbanka sem birtist í Fréttablaðinu, Halldór Ásgrímsson sem hefur áhyggjur af göngustígum á Esjunni og Davíð Oddsson sem skipar sendiherra eins og hann eigi lífið að leysa, en einnig er minnst á malaríu og skordýraeitrið DDT...

Fastir pennar
Fréttamynd

Að byggja úti í eyjunum

Hér er fjallað um djarfar skipulagshugmyndir sjálfstæðismanna sem Steinunn Valdís segir að þeir hafi stolið frá sér, málamiðlun í flugvallarmálinu, fréttaflutning af meintu kosningasvindli Ágústs Ólafs Ágústssonar og einnig er vikið að matvöru og sjónvarpsefni sem Íslendingar eru að selja í útlöndum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Herferð gegn dólgum

Hér er fjallað um stjórn Tonys Blair sem hefur skorið upp herör gegn dólgshætti í enskum borgum, bann við hettupeysum í verslunarmiðstöðvum og "happy hours" sem heyra sögunni til, sérstæða stjórnmálaskýringu Árna Mathiesen og ungan áhugamann um marsbúa...

Fastir pennar
Fréttamynd

Gömlustrákafélagið að störfum

Hér er fjallað um klíkur í íslensku samfélagi, "the old boys network", ráðhúsklíkuna og Jóhönnu Sig sem er ekki boðið sendiherraembætti, prest sem er í uppnámi, gáfumannlega umfjöllun um nýju Star Wars myndina, stelpur með Gucci töskur í Kína og Davíð sem fór hvergi...

Fastir pennar
Fréttamynd

Alvarlegt en um leið hlægilegt

Hér er fjallað um Evróvision, hið misheppnaða íslenska atriði, ömmuna frá Moldavíu, Evópusambandið og Love Parade, Norðurlandamafíuna, okrið á Íslandi, viðtal við Gísla Martein í Mogganum, vofu sem leitar að borgarandanum og örvæntingarfullan landsbyggðarþingmann úr Samfylkingu...

Fastir pennar
Fréttamynd

Steingrímur J. þingmaður ársins

Steingrímur J. Sigfússon, formðaur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs er þingmaður ársins að mati lesenda Vísis. Niðurstöður kosninga á Vísi voru kynntar í lokaþætti Silfurs Egils í dag og hlaut Steingrímur J. afgerandi kosningu. Þá er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sá einstaklingur sem lesendur Vísis vilja helst sjá á þingi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Egill á nú Silfur Egils

Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Íslenska sjónvarpsfélagsins, sem m.a. rekur Skjá einn, afsalaði í dag vörumerkinu "Silfur Egils" til Egils Helgasonar, þáttastjórnanda á Stöð 2. Magnús mætti í lokaþátt Silfurs Egils og afhenti Agli afsal til staðfestingar þessu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kína, WalMart og skapandi eyðing

Bandarískir framleiðendur eru ekki samkeppnishæfir lengur. Þeir geta ekki keppt við undirboðin frá Kína. Og það er ekki bara tuskur og plastdót sem ber stimpilinn <i>Made in China</i>. Sem dæmi má nefna að framleiðsla sjónvarpstækja hefur að mestu lagst af í Bandaríkjunum. Joseph Schumpeter kallaði þetta "skapandi eyðileggingu"...

Fastir pennar
Fréttamynd

Spennusaga frá Tsjernóbyl

Þetta eru einhverjar bestu spennubækur sem um getur; allar með merkilegu og vel rannsökuðu pólitísku ívafi. Í raun draga þær upp furðu góða mynd af breytingunum í Rússlandi síðustu tvo áratugina...

Gagnrýni
Fréttamynd

Það kvað vera fallegt í Kína

Hér er fjallað um ferð Ólafs Ragnars og íslenskra bisnessmanna til Kína, þrálát ferðalög Halldórs Ásgrímssonar, óvini Georges Galloway, tvískinnung sumra andstæðinga Írakstríðsins og söluna á Manchester United til bandarísks auðkýfings...

Fastir pennar
Fréttamynd

Keisarastjórnin og kommarnir

Bolsévíkabyltingin er einn mesti harmleikur mannkynssögunnar. Heilt samfélag var dregið ofan í barbarisma – og síðan breiddist þetta út um löndin. Keisaradæmið hafði tekið mikilli framþróun undir lokin. Í sveitum var sterk hreyfing bændafrömuða, eins konar framsóknarmanna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver er George Galloway?

"Ég hef ekki séð að hægt sé að kalla hann eitthvert handbendi eða sérstakan kumpána Saddams Hussein," segir Einar Ólafsson í grein um hinn umdeilda breska þingmann George Galloway sem nú er að verja heiður sinn fyrir bandarískri rannsóknarnefnd...

Skoðun
Fréttamynd

Nytsamur harðstjóri í vanda

Hér er fjallað um atburðina í Úsbekistan og Islam Karimov, sérstakan vin Bandaríkjanna í þessum heimshluta, vanstillta múslima, vandræði General Motors, gamla og nýja bandaríska módelið, lífskjör í Noregi og æsta verjendur kommúnismans...

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigurinn sem reyndist skálkaskjól

Sigurinn var notaður sem skálkaskjól. Hann var afbakaður til að breiða yfir illvirki. Það er sífellt endurtekið hvað mannfórnirnar voru óskaplegar. Á sama tíma leiða menn ekki hugann að stjórnendum ríkisins sem umgengust mannslíf eins og skít. Sovétborgarar biðu eftir að lát yrði á kúguninni eftir stríðið en þvert á móti herti Stalín tökin...

Fastir pennar
Fréttamynd

Vinstri absúrdismi

Hér er fjallað um George Galloway, þingmann á breska þinginu og sérstakan málsvara Saddams Hussein, málflutning Jónínu Benediktsdóttur, sölu Búnaðarbankans, lekann úr skrám Samfylkingarinnar, brotthvarf Gunnars Örlygssonar úr Frjálslynda flokknum og heimspekinginn Wittgenstein...

Fastir pennar
Fréttamynd

Manhattan höfuðborgarinnar?

Hér er fjallað um afmæli Kópavogs og blað sem var gefið út af því tilefni, reiðileg viðbrögð sendiherra Rússlands við leiðara Morgunblaðsins um stríðslokin, brotthvarf Gunnars úr Frjálslynda flokknum og loks minnist ég Sæmundar Guðvinssonar með nokkrum orðum...

Fastir pennar
Fréttamynd

Fallegt og ljótt í Reykjavík

Hér er greint frá umræðum sem hafa sprottið vegna greinar sem ég skrifaði um skipulagsmálin í Reykjavík, velt vöngum yfir því hvaða staðir í Reykjavík séu fegurstir og hverjir séu ljótastir - frá Tjörninni og Þingholtunum yfir í Breiðholtsbrautina og Hlemminn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Sæt og loðin aðskotadýr

Hér er fjallað um bísamrottur, kanínuplágu sem hefur herjað á Ástralíu í hundrað ár, samgönguáætlun Gunnars Birgissonar og viðbrögð Sturlu við henni, svarta borða sem voru hengdir upp hús við Laugaveg og vanmetna stjórnmálamenn...

Fastir pennar
Fréttamynd

Þingmaður ársins - síðasti séns

Valið á þingmanni ársins stendur yfir hér á vefnum fram á laugardagskvöld. Tilkynnt verður um úrslitin í Silfri Egils á sunnudag. Kosið verður um þingmann sem hefur skarað fram úr á árinu, en einnig leiðir kosningin í ljós hverjir eru fremstir meðal jafningja í hverjum þingflokki fyrir sig. <A href="http://www.visir.is/?PageID=742" target=_self><FONT color=#000080><STRONG>Smellið hér</STRONG></FONT></A> til að kjósa...

Fastir pennar
Fréttamynd

Hví er Reykjavík svona ljót?

Í Nauthólsvíkinni eiga að rísa nýbyggingar fyrir Háskólann í Reykjavík. Fátt bendir til annars en að það verði í hinum dauða stíl iðnaðarhúsnæðis sem er allsráðandi í byggingalist hér; skemmuleg hús með stórum bílastæðum og auðum grasflötum á milli. Í meginatriðum verður þetta svipuð uppbygging og í Skeifunni; bílastæðin munu þekja stærri flöt en byggingarnar sjálfar...

Fastir pennar
Fréttamynd

Jean Paul Sartre í Silfrinu

Meðal gesta eru Pétur Gunnarsson rithöfundur og Gérard Lemarquis háskólakennari sem munu ræða hinn áhrifamikla franska heimspeking Jean Paul Sartre. Það eru liðin hundrað ár frá fæðingu Sartres og í Frakklandi fer fram mikið endurmat á arfleifð hans. Meðal þess sem hefur verið spurt er hvort Sartre hafði alltaf rangt fyrir sér?

Fastir pennar
Fréttamynd

Spáð í kosningakerfi

Hér er fjallað um mismunandi aðferðir við að kjósa til þings, í Bretlandi, á Íslandi og í Skandinavíu, lélegt fylgi bæði Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í bresku kosningunum, skrítna leiðtoga Íhaldsins og hugsanlega sendiherratign handa Guðmundi Árna...

Fastir pennar
Fréttamynd

Brjálaðir á samstarfsflokknum

Hér er fjallað um ástandið á stjórnarheimilinu, framsóknarviku Deiglunnar, litla ánægju með störf ráðherra, þingmanninn og verkalýðsforingjann Ögmund Jónasson, frumvarp um Ríkisútvarpið og brandara Lauru Bush...

Fastir pennar
Fréttamynd

Olía, jeppar og risaeðlur

Hér er fjallað um olíuna og hvernig æ fleiri telja að Vesturlönd séu alltof háð henni, þar á meðal óvænt bandalag hægrimanna og græningja í Bandaríkjunum, General Motors og stóra jeppa en einnig er spurt hvort sumt fólk sækist eftir því að vera í Séð & heyrt...

Fastir pennar
Fréttamynd

Skógarferð í Slóveníu

Hér er fjallað um skemmtilega gönguferð í fjalllendi Slóveníu, Jónas Hallgrímsson þeirra Slóvena, hús þar sem Krútsjof, Bokassa og Monica Lewinsky hafa gist, eiturefni í farþegaflugvél, gamanmál Lauru Bush og "en hvað með–ismann"...

Fastir pennar
Fréttamynd

Jón Ormur, Össur, Björn og Steingrímur

Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Jón Ormur Halldórsson, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon, Björn Bjarnason, Dagur B. Eggertsson, Margrét Frímannsdóttir og Hjálmar Árnason.

Fastir pennar