Sundlaugar

Fréttamynd

Mið­næturopnunin „krefjandi“ og kostnaðar­samari en gert var ráð fyrir

Lenging opnunartíma Laugardalslaugar í Reykjavík á fimmtudögum hefur reynst kostnaðarsamari en áætlanir gerðu ráð fyrir í upphafi. Þá hefur yngra fólk helst nýtt sér miðnæturopnunina og hefur það oft reynst krefjandi fyrir starfsfólk laugarinnar að ráða við aðstæður. Ekki er fjármagn til að halda miðnæturopnuninni áfram.

Innlent
Fréttamynd

Gunna Tryggva færir Sel­fyssingum veg­lega gjöf með skýrum skil­yrðum

Myndlistarkonan Guðrún Arndís Tryggvadóttir hefur fært sveitarfélaginu Árborg málverkið Kafarann að gjöf og óskar þess að verkið verði sett upp á gangi sundlaugarbyggingar Sundhallar Selfoss. Bæjarráð Árborgar hefur ákveðið að þiggja gjöfina – sem sögð er „höfðingleg“ – og gangast við þeim skilyrðum sem Guðrún Arndís setur. Verkið muni sóma sér vel í Sundhöll Selfoss.

Menning
Fréttamynd

Sundhöll Selfoss opnar í fyrsta lagi í næstu viku

Selfyssingar eru orðnir mjög óþreyjufullir eftir að útilaugin og heitu pottarnir í Sundhöll Selfoss opni aftur en þar hefur verið lokað í að verða mánuði vegna skorts á heitu vatni. Verði áfram frosthörkur eða einhverjar bilanir komi upp gæti þurft að loka íþróttahúsunum og skólum líka í bæjarfélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka and­lát hreyfi­hamlaðs manns í Breið­holts­s­laug

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur andlát hreyfihamlaðs manns í Breiðholtslaug til rannsóknar. Talið er að hann hafi legið hreyfingarlaus á botni heits potts í um þrjár mínútur áður en sundlaugargestur kom að honum. Maðurinn var á áttræðisaldri þegar hann lést í byrjun desember.

Innlent
Fréttamynd

Tekur tíma að hita sundlaugarnar upp

Starfsfólk Laugardalslaugarinnar hefur staðið í sannkallaðri jólahreingerningu frá því að sundlaugum borgarinnar var lokað í gær. Stefnt er að því að taka aftur á móti gestum strax í fyrramáli en það getur þó tekið tíma að hita laugina á ný.

Innlent
Fréttamynd

Heitu pottarnir og laugin á Selfossi enn lokuð

Selfyssingar og fastagestir í Sundhöll Selfoss bíða enn eftir því að geta komist aftur í sund. Stefnt er á að opna innisvæðið í lauginni á morgun. Óvíst er hvenær fólk kemst aftur í heitu pottana.

Innlent
Fréttamynd

Sundhöll Selfoss verður lokuð um helgina

Selfyssingar eru hálf súrir þessa dagana því þeir komast ekki í sund. Ástæðan er skortur á heitu vatni eftir að eldur kom upp í rafmagnsskáp, sem varð til þess að ein öflugasta heitavatns holan Selfossveitna datt út .

Innlent
Fréttamynd

Sund­laugar­gestur hellti klór á steina í gufu­baði

Klórslys sem varð í Grafarvogslaug í gærkvöldi orsakaðist af því að gestur sundlaugarinnar fór inn í lokaða geymslu, sótti þar klór sem hann taldi vera vatn og hellti á steina í gufubaði. Nokkrir þurftu að leita aðhlynningar á bráðamóttöku þar sem klór getur verið skaðlegur öndunarfærum

Innlent
Fréttamynd

Klór­slys í Grafar­vogs­laug

Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal

„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum.

Innlent