Innlent

Brynjar segir af sér

Árni Sæberg skrifar
Brynjar Níelsson var lengi vel þingmaður Sjálfstæðisflokks en náði aðeins varaþingmannssæti í síðustu kosningum.
Brynjar Níelsson var lengi vel þingmaður Sjálfstæðisflokks en náði aðeins varaþingmannssæti í síðustu kosningum. Vísir/Vilhelm

Brynjar Níelsson hefur sagt af sér varaþingmennsku. Kjartan Magnússon leysir hann af.

Við upphaf þingfundar dagsins tilkynnti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að honum hafi borist bréf frá fyrsta varaþingmanni Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi norður, Brynjari Níelssyni, þess efnis að hann segði af sér varaþingmennsku.

Birgir sagði að samkvæmt þessu færist varaþingmenn flokksins í kjördæminu upp um eitt sæti og Kjartan Magnúson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, verði fyrsti varaþingmaður.


Tengdar fréttir

Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann

Hann þolir ekki óheiðarleika en segir þó flesta vera ágæta. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Brynjars Níelssonar og kynntist mýkri hliðinni hjá alþingismanninum fyrrverandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×