Samgönguslys

Nokkur orð um rafskútur
Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu.

Fjöldi kærður og sektaður eftir slys á rafhlaupahjóli
Lögregla hefur á þessu ári kært og sektað um hundrað manns sem hafa dottið á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis. Aðalvarðstjóri umferðardeildar segir óhæft hversu algeng slysin eru og telur að taka þurfi á málinu.

„Það verður enginn ósnortinn þegar svona gerist“
Bænastund fór fram í Ástjarnarkirkju í gær fyrir drenginn sem lést í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði á mánudag. Prestur í kirkjunni segir foreldra drengsins hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá öllum þeim sem mættu.

Hjólin éti upp árangurinn
Samhliða fjölgun rafhlaupahjólaslysa fjarlægjast Íslendingar markmið um fækkun umferðarslysa. Samfélagslegur kostnaður af umferðarslysum er talinn nema um fjörutíu milljörðum á ári.

Um þrír á dag á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli
Á hverjum degi leita um tveir til þrír á bráðamóttökuna eftir slys á rafhlaupahjóli. Yfirlæknir segir algengt að fólk skelli á andlitið og margir hljóta því höfuðáverka. Hann segir börn og ölvað fólk eiga ekkert erindi á hjólin.

Fjögurra bifreiða árekstur
Sjúkralið og lögregla voru kölluð til í dag vegna fjögurra bifreiða áreksturs í umdæmi lögreglustöðvar tvö, sem þjónustar Hafnarfirði og Garðabæ í dag.

Átta ára drengur lést í umferðarslysi við Ásvelli
Átta ára drengur lést í umferðarslysi á Ásvöllum í Hafnarfirði síðdegis í gær. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Heilaáverkar og lömun eftir rafhlaupahjólaslys: „Lífið mitt er bara svona núna“
Fjórðungur allra alvarlegra slysa í umferðinni verða á rafhlaupahjólum. Endurhæfingardeild Grensáss tekur á móti alvarlegustu tilfellunum; fólki með mænu- og heilaskaða og sumir ná sér aldrei til fulls. Í Kompás heyrum við sögur Evu og Birnu sem báðar lentu í lífshættu eftir alvarlegt slys á rafhlaupahjóli.

Umferðarslys við álverið í Straumsvík
Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut eftir umferðarslys þar sem tveir bílar lentu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru að öllum líkindum ekki alvarleg.

Fimm bíla árekstur og Holtavörðuheiði lokuð
Holtavörðuheiði er lokuð en þar varð fimm bíla árekstur á níunda tímanum í kvöld. Lögregla vinnur nú við hreinsistörf á vettvangi og segir þau munu taka tíma vegna erfiðra aðstæðna á heiðinni.

Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur
Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu.

Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi
Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki.

Ökumaður alvarlega slasaður eftir slys á Breiðholtsbraut
Annar ökumannanna sem fluttur var á slysadeild eftir alvarlegt umferðarslys á Breiðholtsbraut í Reykjavík á tólfta tímanum í gær er alvarlega slasaður.

Árekstur í Lækjargötu
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tveir bílar rákust saman í Lækjargötu í Reykjavík skömmu eftir klukkan átta í morgun.

Alvarlegt bílslys á Breiðholtsbraut í gærkvöldi
Alvarlegt umferðarslys varð á Breiðholtsbraut í Reykjavík, rétt austan við Ögurhvarf, seint í gærkvöldi.

Umferðarslys á bæði Þelamerkurvegi og Hörgárdalsvegi
Hringveginum um Þelamerkurveg var lokað tímabundið vegna áreksturs um sexleytið í kvöld. Enginn slasaðist alvarlega að sögn ökumanns. Umferð var í kjölfarið beint um Hörgárdalsveg en þar varð einnig slys og var þeim vegi því einnig lokað. Þelamerkurvegur var opnaður á ný upp úr hálf átta.

Umferðarslys nærri Flúðum
Umferðarslys var nærri Flúðum í kvöld. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða.

Eldur í bíl og Hvalfjarðargöng lokuð
Umferðaróhapp varð í Hvalfjarðargöngum á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá sjónarvotti beinir lögregla umferð í Hvalfjörðinn.

Mjög harður árekstur tveggja bíla í Aðaldal
Mjög harður árekstur tveggja bíla varð á Norðausturvegi, skammt vestan við Laxamýri í Aðaldal, suður af Húsavík, um klukkan 11 í morgun.

Afla enn gagna við rannsókn á flugslysinu við Sauðahnjúka
Rannsóknarnefnd samgönguslysa aflar enn gagna vegna flugslyssins sem varð við Sauðahnjúka á Austurlandi þann 9. júlí síðastliðinn þar sem þrír létust. Þetta kemur fram í svörum nefndarinnar við fyrirspurn fréttastofu.

Þyrlan send í Þykkvabæ eftir árekstur
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan einstakling frá Þykkvabæ nú síðdegis, eftir tveggja bíla árekstur.

Fjögurra bíla árekstur á Hafnarfjarðarvegi
Fjögurra bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi við N1 bensínstöðina í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði var slysið minniháttar.

Karlmaðurinn sem lést í Lækjargötu var þriggja barna faðir
Karlmaðurinn sem lést í umferðarslysi í Lækjargötu þann 13. september síðastliðinn hét Marek Dementiuk. Hann var 37 ára, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn sem eru búsett í Reykjanesbæ. Efnt hefur verið til söfnunar til að styðja við fjölskylduna á þessum erfiðu tímum.


„Þetta var eins og sprenging“
Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið.

Banaslys á Suðurlandsvegi 2021: Nýkominn með bílpróf þegar hann tók fram úr
Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í Árnessýslu, þegar tveir bílar rákust saman í desember 2021, er rakið til þess að ökumaður annars bílsins hafi ekki sýnt næga aðgæslu í framúrakstri. Áreksturinn var harður og lést 89 ára karlmaður, sem var í bíl sem kom úr gagnstæðri átt, tveimur vikum eftir slysið.

Keyrt á hjólreiðamann á Hringbraut
Sendibíl var ekið á hjólreiðamann á Hringbraut í Reykjavík við gatnamót við Njarðargötu nú á tíunda tímanum í morgun.

Minni háttar slys olli mikilli umferð
Slys var í Ártúnsbrekkunni síðdegis í dag sem olli miklum töfum á umferð.

Hafnaði á staur í Breiðholti
Fólksbíl var ekið út af veginum við Grænastekk í Breiðholtinu í morgun og hafnaði bíllinn á ljósastaur. Götum var lokað á meðan viðbragðsaðilar voru á vettvangi.

Tveir slasaðir eftir mótorhjólaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í dag vegna mótorhjólaslyss við Sandvatn í Þingvallasveit.