Viðskipti

Fréttamynd

Metverð á fiskmarkaði

Metverð fékkst fyrir kíló af fiski á mörkuðum landsins í síðustu viku. 1.332 tonn af fiski voru í boði og var meðalverðið 176,57 krónur á kíló sem er 19,83 krónum meira en vikuna á undan. Meðalverðið fyrir fisk hefur aldrei verið hærra en nú.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stork lýsir eindregnum áhuga á að kaupa Marel

Sjord Vollebrecht, forstjóri fyrirtækjasamstæðunnar Stork N.V. í Hollandi, lýsti í viðtali við Het Financieele Dagblad í gær áhuga á því að kaupa íslenska matvælavinnsluvélaframleiðandann Marel. Búist er við að formlegar viðræður fari fljótlega í gang.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ævintýraleg hækkun hlutabréfa

Hækkun hlutabréfa í fyrra var jafnmikil og nam öllum launum og launatengdum gjöldum sama ár. Þetta er meðal þess sem fram kom í erindi Gylfa Magnússonar, dósents við viðskipta- og hagfræðideild Háskólans, í gær þegar hann kynnti rannsóknir á Íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan veiktist á ný

Gengi krónunnar veiktist um 1,2% við lokun markaða í dag. Síðastliðna tvo daga hefur krónan veikst um nær 3% og styrking síðustu 6 vikna hefur því gengið til baka á aðeins tveimur dögum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Risasamruni flugfélaga í farvatninu

Bandaríska flugfélagið US Airways hefur gert 8 milljarða dala yfirtökutilboð í bandaríska félagið Delta Air Lines. Þetta svarar til 566,8 milljarða íslenskra króna. Verði af samruna flugfélaganna verður til eitt stærsta flugfélag í heimi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Englandsbanki spáir hraðari lækkun á verðbólgu

Englandsbanki birti verðbólguskýrslu sína fyrir fjórða ársfjórðung í dag. Bankinn býst við að verðbólgan lækki hraðar en áður hafði verið gert ráð fyrir og verði 2,7 prósent í lok árs en fari svo niður í 2 prósent um mitt næsta ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

ISS kaupir þýskt þjónustufyrirtæki

Danska þjónustufyrirtækið ISS hefur keypt þýska fyrirtækið Debeos af þýsku bílaframleiðendunum DaimlerChrysler. Kaupverð er ekki gefið upp en danska dagblaðið Börsen segir þetta með stærstu fyrirtækjakaupum ISS, sem hyggur á frekari útrás í Þýskalandi í kjölfarið.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi ekki hærra í sjö ár

Atvinnulausum fjölgaði um 0,1 prósent í Bretlandi á þriðja fjórðungi ársins og jafngildir það 5,6 prósenta atvinnuleysi. Það er mesta atvinnuleysi í landinu í sjö ar, samkvæmt hagstofu Bretlands.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ticket styrkir sig í viðskiptaferðalögum

Ticket hefur keypt sænsku viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel. Kaupverð er háð rekstrarárangri MZ á þessu ári og getur hæst farið í 750 milljónir króna. Velta MZ nam um átta milljörðum króna í fyrra og skilaði félagið þá um fjörutíu milljóna króna hagnaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala á ostum og smjöri eykst

Landsmenn tóku vel við sér í neyslu á mjólkurafurðum í október. Milli september og október jókst sala mjólkurafurða um 9,8 prósent á prótíngrunni miðað við sama tímabil í fyrra, en 13,9 prósent á fitugrunni. Þetta kemur fram á heimasíðu Landssambands kúabænda. Þar er þó tekið fram að í október í ár voru söludagar einum fleiri en í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Toyota stefnir á stærri hlutdeild

Japanski bílaframleiðandinn Toyota, sem er næststærsti bílaframleiðandi í heimi, ætlar að spýta í lófana á næstu árum. Markmiðið er að reisa meðal annars verksmiðjur í Bandaríkjunum, á Indlandi og í Kína og ná fimmtán prósenta markaðshlutdeild á heimsvísu á næstu fjórum árum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þýska kauphöllin hætt að horfa til Euronext

Stjórn þýsku kauphallarinnar í Frankfurt, Deutsche Börse, hefur fallið frá frekari yfirtökutilraunum í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext. Kauphöllin í New York í Bandaríkjunum bauð 10 milljarða bandaríkjadali eða rúmlega 692 milljarða íslenskra króna í Euronext í maí og er stefnt að sameiningu kauphallanna. Þýska kauphöll hefur þrátt fyrir það horft til þess að hafa betur í kapphlaupinu um markaðinn.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs hækkar um 2 prósent

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 2 prósent á þriðja fjórðungi ársins miðað við fjórðunginn á undan. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir hækkar um 5,6 prósent en vísitala framleiðsluverðs fyrir annan iðnað lækkar um 0,4 prósent á milli fjórðunga, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vísitalan hefur hækkað um 20,9 prósent frá sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðmat á Marel lækkað

Greiningardeild Glitnis hefur uppfært verðmat sitt á Marel. Hefur verðmatsgengi verið lækkað úr 79 krónum í 75 krónur á hlut og er virði fyrirtækisins nú metið á 27,4 milljarða króna. Nýja verðmatsgengið er 5,1 prósenti undir gengi á markaði og 1,4 prósentum yfir útboðsgengi í hlutafjárútboði félagsins í september. Ráðleggur greiningardeildin hluthöfum að halda bréfum sínum horft til lengri tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aeroflot kaupir ekki Boeing-vélar

Rússneska flugfélagið Aeroflot, sem er að stærstum hluta í eigu ríkisins, hefur frestað kaupum á 22 Dreamliner-farþegaþotum frá flugvélasmiðjum Boeing. Fyrirhugað var að kaupa vélarnar á næstu sex árum. Nú stefnir í að af kaupum verði ekki fyrr en eftir að minnsta kosti átta ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tanganyika tapar

Olíu- og gasleitarfyrirtækið Tanganyika tapaði rúmum fjórum milljónum Bandaríkjadala, eða 290 milljónum króna, á þriðja ársfjórðungi. Tap félagsins nam um 540 milljónum króna fyrir fyrstu níu mánuði ársins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mistök upp á 214 milljónir króna

„Samtals virðist sem útgerðin hafi hagnast um 214 milljónir króna á þremur árum vegna sakleysislegra mistaka starfsmanna sjávarútvegsráðuneytisins," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í nýrri grein í tímaritinu Vísbendingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir sækir 500 milljónir dala

Glitnir hefur gefið út í Bandaríkjunum skuldabréf fyrir 500 milljónir bandaríkjadala eða sem nemur 33,5 milljörðum íslenskra króna. Útgáfan fór fram síðasta föstudag, en skuldabréfin eru á gjalddaga í janúar árið 2011. Kjör bréfanna eru 44 punktum yfir bandarískum millibankavöxtum (LIBOR).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Við eigum eftir að landa þeim stóra

Baugur tók í síðustu viku við lyklunum í House of Fraser. Fjárfesting þar sem heildarfjármögnunin nam 77 milljörðum króna. Með Baugi í þessari fjárfestingu eru gamlir kunningjar sem eiga það sameiginlegt að hafa selt Baugi rekstur á undanförnum misserum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óvíst með afslátt af Sterling

Þrátt fyrir að mikill bati hafi orðið á rekstri Sterlings, norræna lággjaldaflugfélagsins, frá árinu 2005 gæti FL Group fengið afslátt af Sterling þar sem kaupverðið, 1,5 milljarðar danskra króna, er háð afkomu ársins 2006. „Þetta skýrist um leið og niðurstaða ársins liggur fyrir. Því kemur ekkert í ljós fyrr en í mars árið 2007, hvernig það mál endar,“ segir Hannes Smárason, forstjóri FL.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

PS3 næstum uppseld í Japan

Sala á leikjatölvunni PlayStation 3 frá Sony hófst í Japan á laugardag. Tölvurnar dvöldu ekki lengi í hillum verslana því óþreyjufullir leikjatölvuunnendur rifu þær jafnóðum út. Strax á mánudag voru þær við það að seljast upp enda fóru einungis hundrað þúsund stykki í sölu.

Leikjavísir