Viðskipti

Fréttamynd

Svikamylla í Skagafirði

Fyrrum stjórnarmaður Sparisjóðs Hólahrepps talar um svikamyllu, en nafni sjóðsins hefur verið breytt í Sparisjóður Skagfirðinga um leið og stofnfé var aukið í 88 milljónir og ný stjórn kosin. Minnihlutinn telur um yfirtöku tveggja peningavelda að ræða. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip keypti upp HSH

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutaféi í vöruflutningafyrirtækinu HSH í Vestmannaeyjum. Gert er ráð fyrir að rekstur félaganna verði sameinaður á næstu vikum og að starfsemi HSH í Vestmannaeyjum verði flutt í húsnæði Eimskips við Friðarhöfn í Vestmannaeyjum fyrir lok þessa árs. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikill vöxtur gengisbundinna lán

Gengisbundin lán til heimila í landinu hafa vaxið með ógnarhraða síðastliðin tvö ár og er nú svo komið að erlend fjármögnun til bílakaupa er orðin ein af vinsælustu aðferðunum til að eignast nýjan bíl. Sömuleiðis hafa erlend lán til húsnæðiskaupa rutt sér til rúms, segja fjármálasérfræðingar KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki fylgir Íbúðalánasjóði

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti verðtryggðra húsnæðislána úr 4,2% í 4,15%. Ákvörðun er tekin í kjölfar þess að Íbúðalánasjóður lækkaði vexti á sínum lánum eftir síðasta útboð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stór samningur hjá Atlanta

Flugfélagið Air Atlanta hefur nýverið gengið frá samningum sem tryggja félaginu 165 milljón dala tekjur. Það samsvarar um ellefu milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vextirnir niður í 4,15%

Vextir af húsnæðislánum Íbúðalánasjóðs lækka í dag niður í 4,15% og eru vextirnir því komnir niður fyrir það sem bankarnir bjóða. Hallur Magnússon, hjá Íbúðalánasjóði, greindi frá þessu í þættinum Íslandi í bítið í morgun. Þá verður hámarks lánsupphæð hækkuð úr 11,5 milljónum upp í 13 milljonir um áramót og jafnvel meira.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Barist um íbúðalánin

Íbúðalánasjóður tilkynnti í gær um lækkun vaxta úr 4,30 í 4,15 prósent. Þar með eru íbúðalán á ný orðin ódýrari hjá Íbúðalánasjóði heldur en hjá bönkunum en þeir bjóða nú flestir 4,2 prósent vexti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefðu fengið lítinn stuðning

Skattkerfisbreytingar sem eingöngu hefðu komið þeim lægst launuðu til góða hefðu lítinn stuðning fengið hjá skattgreiðendum, að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Flugleiða 3,3 milljarðar

Hagnaður Flugleiða og þrettán dótturfyrirtækja var um 3,3 milljarðar króna fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili árið 2003 var hagnaður fyrir skatta um 2,1 milljarður króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Útrás líkust innrás

Nálægð við gjöful fiskimið er ekki lengur driffjöður hagsældar á Íslandi og útrás íslenskra fyrirtækja er orðin svo kröftug að nær lagi væri að tala um innrás. Þetta kom fram í máli Arnar Daníels Jónssonar prófessors í Háskóla Íslands á miðvikudag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bjart yfir efnahagslífi Norðurland

Hagvöxtur verður mestur á Íslandi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefndarinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum afgangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafasama heiður árið 2005. Íslendingar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svipað og í nágrannalöndunum

Reglur um íslenska lífeyrissjóði eru sambærilegar við þær sem gilda um lífeyrissjóði í löndunum í kringum okkur og fjármálakerfið hér á landi er vel í stakk búið að taka á hugsanlegum vandamálum sem upp kunna að koma. Þetta er mat Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fyrsta skóflustungan að stöð í Rvk

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, tekur skóflustungu að fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan tvö í dag á svokallaðri Sprengisandslóð á horni Bústaðavegar og Breiðholtsbrautar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir sjávarútveg vanmetinn

Ragnar Árnason segir að framlag sjávarútvegs til hagkerfisins sé nær því að vera 30 prósent heldur en 10 prósent eins og hagtölur segja til um. Hann segir að afleiddar atvinnugreinar séu ekki eins mikilvægar þótt þær kunni að mælast stærri í þjóðhagsreikningum. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir sjóðir sameinast

Gengið hefur verið frá formlegri sameiningu Frjálsa lífeyrissjóðsins og Séreignalífeyrissjóðsins. Við sameininguna fluttust yfir eignir 3.866 sjóðfélaga Séreignalífeyrissjóðsins, sem námu rúmum þremur milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KB banki hækkar vexti

KB banki hefur hækkað vexti á óverðtryggðum inn- og útlánum um 0,25 prósentustig þannig að kjörvextir óverðtryggðra skuldabréfa hækka úr 9,40 prósentum upp í 9,65. Bankinn segist gera þetta í kjölfar þess að Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti um 0,50 prósentustig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutafé fyrir 3,8 milljarða selt í Flugleiðum hf.

Hlutafjárútboði Flugleiða hf. er lokið. Voru seldir hlutir að nafnverði 420 milljónir króna á genginu 9,10. Nemur söluverð hlutafjárins því rúmum 3,8 milljörðum króna, en hlutafjárútboðinu var beint til fagfjárfesta. Í tilkynningu frá Flugleiðum segir að fjárfestar hafi óskað eftir að kaupa hlutafé fyrir tæpa 6 milljarða króna. Umframeftirspurn var því 56,4%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólgan vex áfram

Verðbólga heldur áfram að vaxa og er farin að slaga upp undir sex prósent samkvæmt mælingum Hagstofunnar.Vísitala neysluverðs hefur hækkað um 0,21 prósent frá síðasta mánuði. Undanfarna tólf mánuði hefur hún hækkað um tæp fjögur prósent, þar af um tæplega 1,5 prósent síðustu þrjá mánuðina, sem jafngildir 5,7 prósenta verðbólgu á einu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis með fjóra milljarða

Hagnaður Actavis var 4,1 milljarður króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam fjórtán milljónum evra eða 1,2 milljörðum króna. Afkoman er lítillega undir því sem greiningardeildir bankanna spáðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Viðræður við Morgan Stanley

Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefur, eftir mat á fjórtán tilboðum frá innlendum og erlendum fjármálastofnunum og ráðgjafarfyrirtækjum sem nefndinni bárust, ákveðið að ganga til viðræðna við Morgan Stanley í London um gerð samnings um þjónustu vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutabréfum ríkisins í Landssíma Íslands hf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lánin verða enn dýrari

Vextir af yfirdráttarlánum eru nú um og yfir fimmtán prósent en eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld eru íslensk heimili um 61 milljarð yfir á tékkareikningunum sínum. Það eru dýr lán sem búast má við að verði enn dýrari því greiningardeildir bankanna eiga von á að Seðlabankinn muni enn hækka stýrivexti á næstunni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þorsteinn í fjármálaráðuneytið

Fjármálaráðherra hefur skipað Þorstein Þorgeirsson í embætti skrifstofustjóra efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Þorsteinn er hagfræðingur að mennt og á að baki fjölþætta starfsreynslu innan lands og utan. Hann hefur m.a. starfað sem hagfræðingur hjá EFTA og hjá Efnahags- og samvinnustofnuninni, OECD.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Símafyrirtæki fá samkeppni

Upplýsingatæknigeirinn horfir til símaþjónustu yfir internetið sem sóknarfæris. Nú hillir undir reglur um IP-símaþjónustu sem ýtt gæti undir samkeppni við hefðbundin fjarskiptafyrirtæki. IP-símar gætu jafnvel ógnað farsímum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður SH 241 milljón króna

Hagnaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á þriðja ársfjórðungi var 241 milljón króna eftir skatta samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. Hagnaður af sölustarfsemi félagsins í Bretlandi, Asíu og Spáni var talsvert yfir áætlunum en afkoma Coldwater í Bretlandi undir áætlunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja engin samskipti

Olíufélagið Essó tilkynnti í gær um breytingar sem ætlaðar eru til að koma í veg fyrir grunsemdir um óeðilegt samstarf olíufélaganna. Í tilkynningu er þátttaka félagsins í samráði íslenskra olíufélaga hörmuð og beðist velvirðingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn fylgir í kjölfarið

Landsbanki Íslands fylgir í kjölfar Íslandsbanka og KB banka og mun bjóða viðskiptavinum sínum 100% lán til íbúðakaupa. Í tilkynningu segir að lánin séu með sambærilegum skilyrðum og kjörum og aðrir bankar bjóða. Íslandsbanki reið á vaðið í gær og KB banki fylgdi á eftir fyrr í dag. Hin nýju kjör munu standa til boða frá og með mánudegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

KB banki býður upp á 100% lán

KB banki hefur ákveðið að bjóða upp á 100% íbúðalán líkt og Íslandsbanki kynnti í gær. Í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér fyrir stundu segir að framvegis gefist lántakendum kostur á lánsfjárhæð jafn hárri markaðsvirði hinnar veðsettu eignar sé um íbúðakaup að ræða. Lánsfjárhæð með 100% fjármögnun getur að hámarki verið 25 milljónir.

Viðskipti innlent