Símafyrirtæki fá samkeppni 9. nóvember 2004 00:01 Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi". Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira
Hugbúnaðarfyrirtæki horfa til þess að færa út kvíarnar með símaþjónustu á sama tíma og símafyrirtæki horfa til þess að bjóða í einum pakka síma, sjónvarp og nettengingar. Búist er við að reglur varðandi úthlutun símanúmera til fyrirtækja sem bjóða einstaklingum símaþjónustu yfir netið með svokallaðri VoIP-tækni (Voice over IP) verði tilbúnar á vettvangi Evrópusambandsins um áramót. Símafyrirtækin fylgjast vel með þessari þróun enda kemur nettæknin til með að auka möguleika á samkeppni auk þess að ógna veldi farsímanna, því með aðgangi að þráðlausu tölvuneti gæti lófa- eða fartölvunotandi tengst IP-símkerfinu og hringt, hvar sem hann er niðurkominn í heiminum. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir ekki standa til að endurskilgreina fyrirtækið sem símafélag þó svo að verið sé að leita að tækifærum sem kunna að felast í IP-símtækni. "Við erum með gagnaflutnings- og netþjónustu," sagði hann og bætti við að flutningur tals og gagna væru hlutir sem væru að renna saman. "Það gæti samt verið einhver virðisaukandi þjónusta sem tengist net- og gagnaflutningsþjónustu," sagði Hreinn og taldi koma til greina að bæta símaþjónustu við aðra starfsemi fyrirtækisins. "Tæknin er í sífelldri þróun þannig að ýmislegt er til skoðunar." Í kynningarriti Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um talsímaþjónustu með IP-tækni er sagt líklegt að kvaðir verði lagðar á fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu, svo sem um númerabirtingu, númeraflutning, samband við neyðarþjónustu og ráðstafanir til að tryggja öryggi þjónustunnar. PFS er aðili að vinnuhópi sem ætlað er að móta tillögur evrópskra eftirlitsstofnana til Evrópusambandsins. Ársæll Baldursson, verkefnastjóri á fjarskipta- og póstþjónustudeild PFS, sem starfað hefur í vinnuhópnum, segir að beðið sé útspils frá Evrópusambandinu sem átti í viðræðum við Fjarskiptastofnun Bandaríkjanna (FCC) um stefnumál varðandi IP-símaþjónustu. "Síðan er búist við Evrópusambandið taki um áramótin ákvörðun um hvernig tekið verður á málum eftir að hafa fengið álit fjarskiptastofnana Evrópu." Hér segir Ársæll að gerðar verði sams konar kröfur og gerðar eru til almennrar símaþjónustu, þó svo að einhvern tíma gæti tekið að innleiða þær kröfur. Þá telur Ársæll að ekki verði langt að bíða tæknilegra lausna á þeim kröfum, enda bara um forritun að ræða. Ársæll býst við að þróunin ýti undir samkeppni á símamarkaði. "Símafyrirtækin eru náttúrlega með mjög sterka stöðu þar sem þau eiga kúnnana og fjarskiptanetið, eins og Síminn, en þetta gefur kannski öðrum tækifæri á að koma inn á þennan markað," segir hann. Um leið bendir Ársæll á hvernig fyrirtæki hafi í auknum mæli hug á að vöndla saman ólíkri þjónustu, "svo sem síma, gagnaflutningi og sjónvarpi".
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Sjá meira