Viðskipti

Fréttamynd

Góður hagnaður VÍS

Hagnaður samstæðu VÍS eftir skatta fyrstu 6 mánuði ársins 2004 nam 1.358 milljónum króna. Samstæða VÍS samanstendur af Vátryggingafélagi Íslands hf, Líftryggingafélagi Íslands hf , Áskaupum ehf, Flutningum ehf og Traustfangi ehf.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala byggingakostnaðar

Vísitala byggingakostnaðar hefur hækkað um 5,7 % á einu ári. Um miðjan ágúst var hún 302,1 stig og hækkar því um 0,13 % frá fyrra mánuði. Þessi vísitala gildir fyrir september.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

302 milljón hagnaður Síldarvinnslu

Hagnaður Síldarvinnslunnar hf. fyrstu 6 mánuði ársins 2004 eru 302 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, er 1.299 milljónir króna eða 27,6% af rekstrartekjum. Veltufé frá rekstri nam 1.063 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 679 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mun færri kjaramál til VR

Málum til meðferðar í kjaramáladeild VR fækkaði um 30% á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Verslunarfélags Reykjavíkur. Á árunum 2001-2003 komu að meðaltali 600 mál til meðferðar í kjaramáladeild VR fyrri hluta árs en á þessu ári voru þau 422 eða 30% færri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spáð hækkandi bensínverði

Áhrifa hærra olíuverðs gætir hér á landi sem annars staðar og er spáð hækkun bensínverðs á næstunni, auknum viðskiptahalla og verðbólgu. Bensín og olía hefur ekki verið dýrari hér í meira en áratug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þriðjungur tryggður

Íslandsbanki hefur keypt rúma eina milljón hluta í norska bankanum KredittBanken til viðbótar við það sem bankinn hafði áður keypt.  Eignarhlutur Íslandsbanka í KredittBanken er því nú um rúm níu prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip sameinast Faroe Ship

Öflugasta fyrirtækjasamsteypa í flutningastarfsemi á Norður-Atlantshafi hefur orðið til með sameiningu Eimskips og stærsta skipafélags Færeyja. Tilgangurinn er að efla þjónustu Eimskips á Norður-Atlantshafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tveir þriðju þjóðar á mánuði

Flugleiðir hafa aldrei flutt jafn marga farþega í einum mánuði og í nýliðnum júlí. Farþegar Flugleiða voru 183 þúsund í mánuðinum. Farþegum í júlí fjölgaði um 23 prósent milli ára, en þeir voru 148 þúsund í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameinað færeysku óskabarni

Skipafélag Færeyja hefur verið sameinað Eimskipafélagi Íslands. Eimskipafélagið greiddi eigendum færeyska félagsins 100 milljón danskar krónur, rúmlega milljarð íslenskra króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vísitala framleiðsluverðs hækkar

Vísitala framleiðsluverðs er 100 stig á öðrum ársfjórðungi og hækkar um 1,9% á milli fjórðunga að því er greiningardeild Landsbankans greinir frá. Verðvísitala sjávarafurða hækkar um 1,1% á milli fjórðunga og önnur iðnaðarframleiðsla hækkar um 2,5%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður TM 208 milljónir

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar á öðrum ársfjórðungi nam 208 milljónum króna samanborið við 173 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Greiningardeild KB banka gerði ráð fyrir 195 milljóna hagnaði á fjórðungnum og er hagnaðurinn því í góðu samræmi við væntingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bitnar á neytendum

Hækkun olíuverðs hefur minni bein áhrif á neytendur á Íslandi en víða annars staðar. Áhrifin á atvinnustarfsemi eru hins vegar svipuð. Kostnaðarauki lendir á endanum á neytendum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Og Vodafone kaupir Margmiðlun

Og Vodafone hefur gert samning um kaup á Margmiðlun fyrir 310 milljónir króna. Þar af er um helmingur greiddur með peningum en eftirstöðvarnar greiðir símafyrirtækið með því að gefa út nýja hluti til seljenda sem þeir mega selja Og Vodafone aftur eftir tvö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gerir tilboð í norskan banka

Íslandsbanki hefur gert tilboð í nítján prósent hlutafjár í norska smábankanum Kreditbanken sem þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í Álasundi og nágrenni. Síðan stendur til að gera yfirtökutilboð en bankinn er metinn á þrjá og hálfan milljarð króna. Bankinn, sem er skráður í Kauphöllinni í Ósló, er tólf ára gamall og þar vinna 25 manns.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Grænt ljós frá ESA á 90% lán

Eftirlitsstofnun EFTA gerir ekki athugasemd við íslenska húsnæðislánakerfið og gefur grænt ljós á 90 prósenta lán. Árni Magnússon gerir ráð fyrir að leggja fram frumvarp strax í haust. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

41 milljónar hagnaður

Opin kerfi group hagnaðist um 41 milljón á öðrum árfsjórðungi í ár. Afkoman er í samræmi við væntingar greiningardeilda þó tæplega 50 milljón króna afskriftir á eign í öðrum félögum sé hærri en þær gerðu ráð fyrir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gamlir seldir sem nýir

Nokkuð er um að bílar sem seldir eru á Íslandi sem nýir séu í raun gamlir bílar sem staðið hafa óseldir erlendis jafnvel í nokkur ár. Þetta getur haft í för með sér vandamál þar sem bílar geta skemmst ef þeir standa óhreyfðir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi krónunnar lækkar

Gengi krónunnar hefur lækkað um hálft prósent frá upphafi mánaðarins að því er Íslandsbanki greinir frá. Mest af lækkuninni átti sér stað í gær en þá lækkaði gengið um 0,3%. Lækkunin kemur í kjölfar hækkunarhrinu sem stóð nær sleitulaust allan síðastliðinn mánuð eða frá því að Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í upphafi mánaðarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Torg ehf. kaupir Fróða

Torg ehf., fyrirtæki í eigu Prentsmiðjunnar Odda hf., hefur keypt öll hlutabréf í útgáfufyrirtækinu Fróða hf. og mun taka við rekstri Fróða hf. frá og með deginum í dag. Aðaleigandi Fróða hf., Magnús Hreggviðsson, hefur ákveðið að draga sig út úr útgáfurekstri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaðist um 2,5 milljónir evra

Hagnaður Marels á öðrum ársfjórðungi nam 2,53 milljónum evra að því er greiningardeild KB banka greinir frá og er það töluvert yfir væntingum bankans. Hann gerði ráð fyrir 1,88 milljóna evra hagnaði á fjórðungnum sem er 34,6% undir réttri tölu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn blæs til sóknar

Landsbankinn blæs til sóknar í samkeppninni um viðskipti einstaklinga með því að bjóða upp á nýja leið til að tryggja afkomu fjölskyldunnar lendi hún í áföllum. Fréttastofan kynnti sér þetta útspil bankans í dag en í því felst meðal annars að möguleikar viðbótarlífeyrissparnaðar eru nýttir til fulls.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flestir skattar verði 15%

Verslunarráð Íslands vinnur að heildstæðum tillögum í skattamálum sem gefnar verða út í byrjun næsta árs. Vinnuheiti verkefnisins er "15 prósenta landið Ísland". Grunnhugmyndin sem gengið er út frá er að virðisaukaskattur og tekjuskattar einstaklinga og fyrirtækja verði fimmtán prósent.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á markað fyrr en eftir áramót

Actavis verður ekki skráð á hlutabréfamarkað í Lundúnum fyrr en eftir áramót. Hagnaður á fyrstu sex mánuðunum í ár er meiri en í fyrra en hægar gengur að byggja markaði í Búlgaríu en vonir stóðu til. </font /></b />

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaup KB banka á FIH tryggð

Eigendur 96,38% hlutafjár í KB banka tóku þátt í hlutafjárútboði bankans en því lauk á föstudag. Í boði voru 110.137.128 nýir hlutir á genginu 360 krónur (37,30 sænskar krónur). Söluverð þessara hluta nemur samtals tæplega 39,7 milljörðum króna. Forgangsréttarhafar skráðu sig fyrir mun fleiri hlutum en í boði voru.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Högnuðust um 6,5 milljarða

Hluthafar KB banka, sem tóku þátt í hlutafjárútboði bankans á dögunum, hafa hagnast um rúmlega sex og hálfan milljarð króna. Búist er við að bankinn vaxi enn frekar á næstunni en hann er nú töluvert stærri en Íslandsbanki og Landsbanki til samans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukið flug austur

Gríðarleg aukning hefur orðið á innanlandsflugi í sumar og segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, að enn sé búist við frekari flugumferð. "Við sjáum 15-18 % vöxt frá því á sama tíma í fyrra og aukningin er mest austur á landið."

Viðskipti innlent
Fréttamynd

13,9 milljóna evra hagnaður

Actavis skilaði 13,9 milljónum evra í hagnað eftir skatt á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Veltan var 108,7 milljónir evra en þar af nam sala til þriðja aðila 38,6 milljónum og sala eigin vörumerkja 57,2 milljónum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

96% nýttu forkaupsréttinn

Rúmlega 96% hluthafa í KB banka nýttu sér forkaupsrétt sinn í hlutafjárútboði bankans sem lauk fyrir helgi. Forgangsrétthafar skráðu sig auk þess fyrir mun fleiri hlutum en í boði voru og skipta þeir með sér þeim tæpu fjóru prósentum sem ekki seldust hluthöfum samkvæmt forgangsrétti.

Viðskipti innlent