Högnuðust um 6,5 milljarða 9. ágúst 2004 00:01 Hluthafar KB banka, sem tóku þátt í hlutafjárútboði bankans á dögunum, hafa hagnast um rúmlega sex og hálfan milljarð króna. Búist er við að bankinn vaxi enn frekar á næstunni en hann er nú töluvert stærri en Íslandsbanki og Landsbanki til samans. Kaup KB banka á hinum danska FIH eru stærstu viðskipti Íslendinga erlendis fyrr og síðar en kaupverðið var 84 milljarðar króna að viðbættum 26 milljarða króna arði sem seljendur héldu eftir. Hluthafar höfðu forkaupsrétt í útboðinu og var talað um auðfenginn gróða. Það kom líka á daginn að 96 prósent hluthafa tóku þátt, þar af rúmlega 20 þúsund Íslendingar. Miðað við gengið í dag högnuðust hluthafar um 60 krónur á hlut. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir nauðsynlegt að hafa mjög sterkan hluthafahóp á bak við sig til að geta gert þetta. Það segir hann vera raunina hjá KB og segist hann stoltu af hinum mikla fjölda hluthafa. Hann reiknar jafnvel með að um heimsmet sé að ræða havð varðar hlutfall þjóðarinma sem á hlut í bankanum. Margir eiga von á að bréf í bankanum hækki enn frekar á næstunni. Meðal annars hefur verið mikið rætt og ritað um hugsanlega yfirtöku KB banka á öðrum erlendum banka, breska bankanum Singer og Friedlander. Má segja að stjórn bankans hafi þegar undirbúið frekari stækkun með hlutafjárútboðum þar sem aðrir en forkaupsréttarhafar komast að. Gengi hlutabréfa í breska bankanum hefur tekið stökk að undanförnu vegna áhuga Burðarráss sem hefur tryggt sér átta prósenta hlut í honum - getgátur hafa verið uppi um stríðni Landsbankaarmsins, jafnvel hugmyndaleysi. Hreiðar segist ekki vita hvað skuli segja í því sambandi. Í heiminum séu yfir 2000 bankar en þeir hafi valið að fjárfesta á sama stað og KB banki. Það sýni kannski að þeir hafi valið rétta kostinn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Hluthafar KB banka, sem tóku þátt í hlutafjárútboði bankans á dögunum, hafa hagnast um rúmlega sex og hálfan milljarð króna. Búist er við að bankinn vaxi enn frekar á næstunni en hann er nú töluvert stærri en Íslandsbanki og Landsbanki til samans. Kaup KB banka á hinum danska FIH eru stærstu viðskipti Íslendinga erlendis fyrr og síðar en kaupverðið var 84 milljarðar króna að viðbættum 26 milljarða króna arði sem seljendur héldu eftir. Hluthafar höfðu forkaupsrétt í útboðinu og var talað um auðfenginn gróða. Það kom líka á daginn að 96 prósent hluthafa tóku þátt, þar af rúmlega 20 þúsund Íslendingar. Miðað við gengið í dag högnuðust hluthafar um 60 krónur á hlut. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, segir nauðsynlegt að hafa mjög sterkan hluthafahóp á bak við sig til að geta gert þetta. Það segir hann vera raunina hjá KB og segist hann stoltu af hinum mikla fjölda hluthafa. Hann reiknar jafnvel með að um heimsmet sé að ræða havð varðar hlutfall þjóðarinma sem á hlut í bankanum. Margir eiga von á að bréf í bankanum hækki enn frekar á næstunni. Meðal annars hefur verið mikið rætt og ritað um hugsanlega yfirtöku KB banka á öðrum erlendum banka, breska bankanum Singer og Friedlander. Má segja að stjórn bankans hafi þegar undirbúið frekari stækkun með hlutafjárútboðum þar sem aðrir en forkaupsréttarhafar komast að. Gengi hlutabréfa í breska bankanum hefur tekið stökk að undanförnu vegna áhuga Burðarráss sem hefur tryggt sér átta prósenta hlut í honum - getgátur hafa verið uppi um stríðni Landsbankaarmsins, jafnvel hugmyndaleysi. Hreiðar segist ekki vita hvað skuli segja í því sambandi. Í heiminum séu yfir 2000 bankar en þeir hafi valið að fjárfesta á sama stað og KB banki. Það sýni kannski að þeir hafi valið rétta kostinn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira