Viðskipti Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:17 Paulson ekki á fundi iðnríkjanna Fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist hafa vera of önnum kafinn til að mæta á fundinn en þar verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að setja fjárfestingasjóðum þrengri skorður. Viðskipti erlent 18.5.2007 17:53 Microsoft stefnir á aukna markaðshlutdeild Bandaríski tölvurisinn Microsoft greindi frá því dag að hann ætli að kaupa bandaríska markaðsfyrirtækið Aquantive. Kaupverð nemur sex milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 380 milljarða íslenskra króna. Þetta eru umsvifamestu fyrirtækjakaup Microsoft til þessa sem verða að öllu leyti greidd út í beinhörðum peningum. Viðskipti erlent 18.5.2007 15:30 Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Viðskipti innlent 18.5.2007 11:56 EMI opnar sig fyrir fjárfestum Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music. Viðskipti erlent 18.5.2007 10:32 Hlutabréf í Evrópu hækka í verði Hlutabréfamarkaðurinn í Evrópu hækkaði mikið í morgun og hefur ekki verið hærri í sex og hálft ár. Olíufyrirtæki BP og Royal Dutch Shell eru að miklu leyti á bakvið þessa þróun en orðrómar eru í gangi um einhvers konar sameiningu félaganna tveggja. Hlutabréf þeirra hækkuðu um tvö og hálft prósent í verði. Viðskipti erlent 18.5.2007 08:40 Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. Viðskipti erlent 17.5.2007 21:50 Dregur úr verðbólgu í Bretlandi Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar. Viðskipti erlent 15.5.2007 12:21 Úrvalsvísitalan setur nýtt met Úrvalsvísitalan fór yfir 8.000 stiga múrinn stuttu eftir klukkan ellefu í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðastliðna tvö viðskiptadaga í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.5.2007 11:11 Úrvalsvísitalan slær nýtt met Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands náði nýjum methæðum við lokun markaða í dag þegar hún endaði í 7.904 stigum. Næstahæsta gildi hennar var á föstudag þegar hún fór í 7.859 stig. Viðskipti innlent 14.5.2007 17:35 Kaupþing með 20% í Storebrand Kaupþing hefur eignast 20 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Með kaupunum hefur Kaupþings eignast alla þá hluti sem honum er heimilt að eiga í Storebrand, samkvæmt heimild norska yfirvalda. Viðskipti innlent 14.5.2007 15:25 Cerberus kaupir ráðandi hlut í Chrysler Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Cerberus Capital Management ætlar að kaupa 80,1 prósent hlut í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Kaupverð nemur 5,5 milljörðum evra, jafnvirði 477 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.5.2007 09:31 Enn eykst velta á fasteignamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru 225 talsins frá 4. maí til 10. sama mánaðar. Heildarveltan nam 8.085 milljónum króna en meðalupphæð á samning nam 35,9 milljónum króna, samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra var 186 samningum þinglýst. Heildarveltan þá nam 6.220 milljónum króna en meðaupphæð samninganna nam 33,4 milljónum króna. Viðskipti innlent 14.5.2007 09:20 Miklar hækkanir í Asíu Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Viðskipti erlent 14.5.2007 08:57 Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig úr baráttunni í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 13.5.2007 12:39 Spá lægri verðbólgu í Bretlandi Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. Viðskipti erlent 13.5.2007 01:03 Yukos heyrir sögunni til Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:25 Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:02 Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. Viðskipti innlent 11.5.2007 14:42 Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. Viðskipti innlent 11.5.2007 12:48 Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 11.5.2007 11:39 Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 11.5.2007 11:15 Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Viðskipti erlent 11.5.2007 09:22 Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 11.5.2007 08:56 Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Viðskipti innlent 10.5.2007 16:39 Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. Viðskipti innlent 10.5.2007 14:58 Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Viðskipti erlent 10.5.2007 14:31 Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:14 Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:03 365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. Viðskipti innlent 10.5.2007 11:45 « ‹ 72 73 74 75 76 77 78 79 80 … 223 ›
Kínverjar kaupa í stóru fjárfestingafélagi Ríkisstjórn Kína hefur ákveðið að kaupa 10 prósenta hlut í bandaríska fjárfestingafélaginu Blackstone Group í gegnum sérstakt félag. Kaupverð nemur þremur milljörðum bandaríkjadala, um 190 milljörðum íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið (BBC) segir kaupin gefa kínverskum stjórnvöldum aukin sóknarfæri í erlendum fjárfestingum. Viðskipti erlent 21.5.2007 09:17
Paulson ekki á fundi iðnríkjanna Fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist hafa vera of önnum kafinn til að mæta á fundinn en þar verður meðal annars rætt um nauðsyn þess að setja fjárfestingasjóðum þrengri skorður. Viðskipti erlent 18.5.2007 17:53
Microsoft stefnir á aukna markaðshlutdeild Bandaríski tölvurisinn Microsoft greindi frá því dag að hann ætli að kaupa bandaríska markaðsfyrirtækið Aquantive. Kaupverð nemur sex milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 380 milljarða íslenskra króna. Þetta eru umsvifamestu fyrirtækjakaup Microsoft til þessa sem verða að öllu leyti greidd út í beinhörðum peningum. Viðskipti erlent 18.5.2007 15:30
Ný stjórn reynist fjármálamörkuðum vel Verði af myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, eins og útlit er fyrir, mun stjórnin að öllum líkindum reynast fjármálamörkuðum nokkuð hagfelld, að sögn greiningardeildar Glitnis. Deildin telur ekki líkur á miklum breytingum og þykir ólíklegt að skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur verði hækkaðir. Viðskipti innlent 18.5.2007 11:56
EMI opnar sig fyrir fjárfestum Breska útgáfufyrirtækið EMI er sagt hafa opnað bókhald sitt fyrir nokkrum bjóðendum sem hyggjast leggja fram yfirtökutilboð í félagið. Fréttastofa Reuters segir nokkra aðila horfa til kaupa í félaginu. Þar á meðal eru nokkrir stórir fjárfestingasjóðir og bandaríski útgáfurisinn Warner Music. Viðskipti erlent 18.5.2007 10:32
Hlutabréf í Evrópu hækka í verði Hlutabréfamarkaðurinn í Evrópu hækkaði mikið í morgun og hefur ekki verið hærri í sex og hálft ár. Olíufyrirtæki BP og Royal Dutch Shell eru að miklu leyti á bakvið þessa þróun en orðrómar eru í gangi um einhvers konar sameiningu félaganna tveggja. Hlutabréf þeirra hækkuðu um tvö og hálft prósent í verði. Viðskipti erlent 18.5.2007 08:40
Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. Viðskipti erlent 17.5.2007 21:50
Dregur úr verðbólgu í Bretlandi Verðbólga mældist 2,8 prósent í Bretlandi í apríl, samkvæmt útreikningum bresku hagstofunnar sem birtir voru í dag. Þetta er 0,3 prósentustiga lækkun á milli mánaða og í takt við væntingar greinenda, sem telja þetta ekki draga úr líkum á hækkun stýrivaxta í sumar. Viðskipti erlent 15.5.2007 12:21
Úrvalsvísitalan setur nýtt met Úrvalsvísitalan fór yfir 8.000 stiga múrinn stuttu eftir klukkan ellefu í dag og hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað jafnt og þétt og hefur slegið hvert metið á fætur öðru síðastliðna tvö viðskiptadaga í Kauphöll Íslands. Viðskipti innlent 15.5.2007 11:11
Úrvalsvísitalan slær nýtt met Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands náði nýjum methæðum við lokun markaða í dag þegar hún endaði í 7.904 stigum. Næstahæsta gildi hennar var á föstudag þegar hún fór í 7.859 stig. Viðskipti innlent 14.5.2007 17:35
Kaupþing með 20% í Storebrand Kaupþing hefur eignast 20 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Með kaupunum hefur Kaupþings eignast alla þá hluti sem honum er heimilt að eiga í Storebrand, samkvæmt heimild norska yfirvalda. Viðskipti innlent 14.5.2007 15:25
Cerberus kaupir ráðandi hlut í Chrysler Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Cerberus Capital Management ætlar að kaupa 80,1 prósent hlut í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler. Kaupverð nemur 5,5 milljörðum evra, jafnvirði 477 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 14.5.2007 09:31
Enn eykst velta á fasteignamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru 225 talsins frá 4. maí til 10. sama mánaðar. Heildarveltan nam 8.085 milljónum króna en meðalupphæð á samning nam 35,9 milljónum króna, samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra var 186 samningum þinglýst. Heildarveltan þá nam 6.220 milljónum króna en meðaupphæð samninganna nam 33,4 milljónum króna. Viðskipti innlent 14.5.2007 09:20
Miklar hækkanir í Asíu Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Viðskipti erlent 14.5.2007 08:57
Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig úr baráttunni í byrjun mánaðar. Viðskipti innlent 13.5.2007 12:39
Spá lægri verðbólgu í Bretlandi Gert er ráð fyrir því að verðbólga lækki um 0,3 prósentustig á milli mánaða í Bretlandi í þessum mánuði. Gangi það eftir fer verðbólga úr 3,1 prósenti í 2,8 prósent. Hagstofa Bretlands birtir útreikninga sína um vísitölu neysluverðs í vikunni. Viðskipti erlent 13.5.2007 01:03
Yukos heyrir sögunni til Paran, tiltölulega lítt þekkt fyrirtæki keypti síðustu eignir rússneska orkufyrirtækisins Yukos á uppboði í Moskvu í Rússlandi í gær fyrir 100 milljarða rúblur, tæpan 251 milljarð íslenskra króna. Kaupin komu mjög á óvart enda bauð fyrirtæki fjórum sinnum hærra verð en fyrsta boð hljóðaði upp á. Með sölunni lauk fyrirtækjasögu Yukos, sem lýst var gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:25
Thomson selur eignir Kanadíska upplýsingafyrirtækið Thomson Corp. hefur ákveðið að selja eignir fyrir 7,75 milljarða bandaríkadali, rúma 498 milljarða íslenskra króna. Með sölunni styrkjast sjóðir félagsins, sem sagt er íhuga að gera yfirtökutilboð í bresku fréttastofuna Reuters. Viðskipti erlent 12.5.2007 07:02
Ólíklegt að markmið Seðlabankans náist á árinu Talsverður verðbólguþrýstingur er í hagkerfinu og er allt útlit fyrir að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði ekki náð á árinu. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í dag og bendir á að verðbólga hefði mælst 6,5 prósent í stað 4,3 ef ekki hefði komið til skattalækkana í marsmánuði. Viðskipti innlent 11.5.2007 14:42
Dótturfélag Eimskips semur við Neslé Innovate Logistics, dótturfélag Eimskips, hefur skrifað undir 10 ára samning við Nestlé UK Ltd, stærsta matvæla- og drykkjarvöruframleiðanda í heimi, um rekstur á 75.000 bretta kæligeymslu í Bardon, Leicestershire í Bretlandi. Heildarvirði samningsins nemur milljörðum króna. Viðskipti innlent 11.5.2007 12:48
Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Viðskipti erlent 11.5.2007 11:39
Líkur á óbreyttum stýrivöxtum á þriðjudag Líkur eru á að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum í 14,25 prósentum á næsta vaxtaákvörðunardegi Seðlabanka Íslands á þriðjudag. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að búist sé við áframhaldandi hörðum tóni frá bankastjórninni og ítrekar spá sína að stýrivextir verði lækkaðir á þriðja ársfjórðungi. Viðskipti innlent 11.5.2007 11:15
Lord Browne hættur hjá Goldman Sachs Lord Browne, fyrrum forstjóri breska olíufyrirtækisins BP, hefur sagt starfi sínu lausu hjá bandaríska fjárfestingabankanum Goldman Sachs. Starfslokin eru liður í brotthvarfi hans úr forstjórastóli BP en hann hætti tveimur mánuðum fyrr en hann ætlaði eftir að hann tapaði dómsmáli í Bretlandi en þar var hulunni svipt af samkynhneigð hans og kynnum hans af ástmanni sínum. Viðskipti erlent 11.5.2007 09:22
Verðbólga mælist 4,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða í maí en það jafngildir því að verðbólga mælist 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Haggstofu Íslands. Þetta er nokkuð meiri verðbólga en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir í spám sínum á dögunum. Töldur þær líkur á verðbólgan færi úr 5,3 prósentum frá síðasta mánuði allt niður í 4,3 prósent. Viðskipti innlent 11.5.2007 08:56
Talsverður viðsnúningur hjá 365 365 hf tapaði 35 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar félagið skilaði tapi upp á 441 milljónir króna af sambærilegri starfsemi. Ari Edwald, forstjóri 365, segir ánægjulegt að sjá rekstrarbata koma fram á fyrsta ársfjórðungi og að rekstur félagsins sé samkvæmt áætlun. Viðskipti innlent 10.5.2007 16:39
Bréf Actavis upp um tæp 13 prósent Gengi hlutabréfa í Actavis hefur hækkað mikið í dag eftir að Novator, fjárfestingafélag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hyggðist gera yfirtökutilboð í félagið og skrá það af markaði. Gengið stóð í 78,2 krónum á hlut í morgun en hefur farið upp um 12,79 prósent og stendur nú í 88,20 krónum á hlut. Viðskipti innlent 10.5.2007 14:58
Enn minnkar viðskiptahallinn í Bandaríkjunum Viðskiptahalli Bandaríkjanna jókst í marsmánuði þvert á spár og nam 63,9 milljörðum dala í mánuðinum, jafnvirði 4.094 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 10,6 prósenta hækkun á milli mánaða en samdráttur frá síðasta ári. Mestu munar um verðhækkanir á hráolíu og eldsneyti. Þá benda bráðabirgðatölur bandaríska viðskiptaráðuneytisins til þess að viðskiptahallinn muni aukast frekar í apríl. Viðskipti erlent 10.5.2007 14:31
Óttast hrun á kínverskum hlutabréfamarkaði Óttast er að hrun vofi yfir kínverskum hlutabréfamarkaði. Þetta segir bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs í nýútkominni skýrslu þar sem bent er á að kínverska hlutabréfavísitalan standi í methæðum. Ástæðan er kaupæði á kínverskum hlutabréfamarkaði. Þurfi að leiðrétta gengi vísitölunnar, að mati bankans. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:14
Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum á evrusvæðinu óbreyttum í 3,75 prósentum. Greinendur bjuggust flestir hverjir við þessari niðurstöðu en telja líkur á að bankinn hækki stýrivextina í næsta mánuði. Viðskipti erlent 10.5.2007 12:03
365 lýkur sölu á Hands Holding 365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi. Viðskipti innlent 10.5.2007 11:45