Verðbólga mælist tæp 3.732 prósent í Zimbabve 18. maí 2007 07:00 Robert Mugabe, forseti Zimbabve. Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. Til samanburðar mældist 2.200 prósenta verðbólga í Zimbabve í síðasta mánuði. Óttuðust stjórnvöld mjög að verðbólgutölurnar myndu skyggja á 27 ára sjálfstæðisfagnað landsins og dró ríkisstjórnin í lengstu lög að birta tölurnar. Helsta ástæðan fyrir verðbólguaukningunni í Zimbabve eru hækkanir á raforku- og matvælaverði. Þá hefur ekki bætt úr skák að gengi gjaldmiðils Zimbabve hefur lækkað nokkuð gagnvart erlendum gjaldmiðlum, að sögn stjórnvalda í Zimbabve. Að sögn breska ríkisútvarpsins gera hagfræðingar ráð fyrir því að ástandið eigi eftir að versna frekar þar sem landið er nauðugur einn kostur að flytja inn matvæli á borð við maís á næstunni til að bregðast við yfirvofandi matvælaskorti heimafyrir. Anstæðingar Roberts Mugabes, forseti Zimbabve, kenna honum um ástand mála en efnahagslífið hrundi eftir að hann rak hvíta bændur af jörðum sínum fyrir nokkrum árum. Mugabe segir á móti, að stjórnvöld í öðrum löndum vilji koma honum frá og reyni því að spilla fyrir í efnahagslífinu til að hrekja hann frá völdum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólga jókst um tæp 1.532 prósent á milli mánaða í Afríkuríkinu Zimbave og jafngildir það að verðbólga þar sé nú tæp 3.732 prósent. Verðbólga í heiminum er hvergi jafn há og í Zimbabve í dag. Til samanburðar mælist 4,7 prósenta verðbólga hér á landi. Til samanburðar mældist 2.200 prósenta verðbólga í Zimbabve í síðasta mánuði. Óttuðust stjórnvöld mjög að verðbólgutölurnar myndu skyggja á 27 ára sjálfstæðisfagnað landsins og dró ríkisstjórnin í lengstu lög að birta tölurnar. Helsta ástæðan fyrir verðbólguaukningunni í Zimbabve eru hækkanir á raforku- og matvælaverði. Þá hefur ekki bætt úr skák að gengi gjaldmiðils Zimbabve hefur lækkað nokkuð gagnvart erlendum gjaldmiðlum, að sögn stjórnvalda í Zimbabve. Að sögn breska ríkisútvarpsins gera hagfræðingar ráð fyrir því að ástandið eigi eftir að versna frekar þar sem landið er nauðugur einn kostur að flytja inn matvæli á borð við maís á næstunni til að bregðast við yfirvofandi matvælaskorti heimafyrir. Anstæðingar Roberts Mugabes, forseti Zimbabve, kenna honum um ástand mála en efnahagslífið hrundi eftir að hann rak hvíta bændur af jörðum sínum fyrir nokkrum árum. Mugabe segir á móti, að stjórnvöld í öðrum löndum vilji koma honum frá og reyni því að spilla fyrir í efnahagslífinu til að hrekja hann frá völdum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira