Fjarskipti

Fréttamynd

Telur of lítinn tíma til stefnu fyrir „Mílufrumvarp“

Fulltrúi minnihlutans í Þjóðaröryggisráði hefur miklar áhyggjur af því að gerð verði mistök við lagabreytingar sem eiga að tryggja þjóðaröryggi vegna sölu Mílu til erlends fjárfestingarfyrirtækis. Þá sé ekki nægilega skýrt hvort að lagabreytingin gildi um samninginn.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppniseftirlitið skoðaði tengsl erlendu innviðafjárfestanna

Athugun Samkeppniseftirlitsins á samstarfi Digital Bridge, kaupanda á tilteknum fjarskiptainnviðum Sýnar og Nova, við franska sjóðastýringarfélagið Ardian, sem hefur náð samkomulagi um kaup á Mílu, leiddi í ljós að hagsmunatengsl erlendu innviðafjárfestanna væru hverfandi lítil.

Innherji
Fréttamynd

Björgólfur Thor á von á 50 milljörðum fyrir hlut sinn í ítölsku fjarskiptafélagi

Alþjóðlega fjárfestingafélagið KKR hefur gert yfirtökutilboð í Telecom Italia, stærsta fjarskiptafélag Ítalíu. Ef yfirtakan verður samþykkt af hluthöfum og ítölskum stjórnvöldum verður hún ein stærsta framtaksfjárfesting evrópskrar viðskiptasögu en Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, er í hópi stærstu hluthafa fjarskiptarisans með tæplega 3 prósenta hlut.

Innherji
Fréttamynd

Samkeppni við sjálfstæða Mílu verður prófsteinn fyrir Ljósleiðarann

Salan á Mílu, dótturfélagi Símans, gæti leitt til harðari samkeppni um stærstu kúnna Ljósleiðarans, sem áður hét Gagnaveita Reykjavíkur og er helsti keppinautur Mílu. Ljósleiðarinn vill fá betri aðgang að NATO-strengnum og framkvæmdastjórinn segist sjá tækifæri á lagningu á nýjum ljósleiðarastreng hringinn í kringum landið. 

Innherji
Fréttamynd

Bilun í NATO-strengnum og unnið að viðgerð

Ljósleiðarastrengur Mílu á milli Hegraness og Hóla í Hjaltadal fór í sundur eftir hádegi í dag. Fram kemur í tilkynningu á vef Mílu að bilanagreining standi yfir. Samstarfsaðili Mílu er á leiðinni á staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Það vantar tvo kílómetra á menntaveginn

Í síðustu viku stóð Byggðastofnun fyrir Byggðaráðstefnu á Vík í Mýrdal undir yfirskriftinni „Menntun án staðsetningar“. Það var reyndar haft á orði að réttara væri að tala um „Menntun óháð staðsetningu“ sem vísar betur til þeirrar kröfu að fólk á landsbyggðinni búi við jöfn tækifæri til menntunar hvar svo sem það er búsett.

Skoðun
Fréttamynd

Rekstrar­af­gangur aldrei verið meiri á einum fjórðungi

Síminn hagnaðist um 1.057 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við 1.014 milljónir á sama tímabili árið 2020. Um er að ræða 4,2% aukningu milli ára en tekjur drógust saman og námu 6.381 milljónum króna samanborið við 6.420 milljónir á þriðja ársfjórðungi 2020.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sala Mílu og þjóðar­öryggi

Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda.

Skoðun
Fréttamynd

Síminn selur Mílu

Síminn og alþjóðlega sjóðastýringafyrirtækið Ardian hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á öllu hlutafé í Mílu ehf., sem á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Símanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verð­miðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og líf­eyris­sjóðir geta keypt fimmtungs­hlut

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það sem öll njósnakerfi heimsins ganga út á“

Formaður Viðreisnar vill fund með ráðherrum til að ganga úr skugga að þjóðaröryggi Íslendinga sé ekki ógnað með sölu á Mílu, dótturfélagi Símans, til fransks fyrirtækis. Tryggja verði að viðkvæmar upplýsingar rati ekki í rangar hendur.

Innlent
Fréttamynd

Salan á Mílu á­sættan­leg að upp­fylltum á­kveðnum skil­yrðum

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það ásættanlegt að Míla sé seld til erlendra aðila að því gefnu að gengið sé frá ákveðnum úrlausnarefnum sem stjórnvöld telja upp á borði. Viðræður ráðherra og fulltrúa söluaðilans, Símans, eru nýhafnar og er forsætisráðherra með löggjöf í undirbúningi sem ætlað er taka á innviðasölu til erlendra aðila.

Innlent
Fréttamynd

Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands

Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætla að sjá til þess að KSÍ taki trúverðug skref til úrbóta

Forstjóri Vodafone, eins styrktaraðila Knattspyrnusambands Íslands, segir það hafa verið afskaplega dapurt að fylgjast með atburðarásinni í kringum sambandið undanfarna daga. Atburðarásin sýni hve mikið mein kynferðislegt áreiti og ofbeldi sé í íslensku samfélagi. Fyrirtækið ætli að leggja sitt á vogarskálarnar og sjá til þess að trúverðug skref til úrbóta verði tekin.

Innlent
Fréttamynd

Ganga á bak orða sinna um reikigjöld í Evrópu

Tvö fjarskiptafyrirtæki í Bretlandi hafa nú tilkynnt um fyrirætlanir sínar um að ganga á bak orða sinna og rukka viðskiptavini sína um svonefnd reikigjöld þegar þeir ferðast til Evrópu. Breytingin hefur ekki áhrif á íslenska ferðalanga í Bretlandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ekkert bendir til netárásar

Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

Innlent